Lands­bank­inn gef­ur út skulda­bréf í evr­um

Landsbankinn hf. gaf í dag út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra, eða að jafnvirði um 34 milljarða króna. Skuldabréfin eru til 5 ára með gjalddaga 14. mars 2022. Þau bera fasta 1,375% vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 130 punkta álagi ofan á millibankavexti í evrum.
6. mars 2017 - Landsbankinn

Skuldabréfin voru seld til breiðs hóps fjárfesta á Bretlandi, meginlandi Evrópu, Norðurlöndunum og Asíu. Alls bárust tilboð fyrir tæplega 700 milljónir evra sem nemur meira en tvöfaldri umframeftirspurn, frá yfir 80 fjárfestum. Skuldabréfin eru gefin út undir Euro Medium Term Note (EMTN) skuldabréfaramma Landsbankans og verða bréfin skráð í kauphöllina á Írlandi þann 14. mars næstkomandi.

Landsbankinn mun nýta andvirði útgáfunnar til þess að fyrirframgreiða óhagkvæmari erlenda fjármögnun ásamt því að styrkja enn frekar lausafjárstöðu bankans.

Umsjónaraðilar útboðsins voru Bank of America, Barclays, Citigroup og JP Morgan.

Hreiðar Bjarnason, fjármálastjóri Landsbankans:

„Útgáfan í dag er einkar ánægjuleg. Fyrir það fyrsta eru kjörin hagstæðari en íslenskir bankar hafa séð á alþjóðlegum markaði á undanförnum árum, í öðru lagi heldur áfram að fjölga í hópi fjárfesta sem sjá tækifæri í að fjárfesta í skuldabréfum íslenskra fjármálafyrirtækja og í þriðja lagi er þetta lengsta útgáfan sem Landsbankinn hefur gefið út.

Hagstæðari kjör og mikill áhugi erlendra fjárfesta endurspegla vaxandi tiltrú þeirra á Landsbankanum og íslensku efnahagslífi. Ásættanleg kjör í alþjóðlegum samanburði gera Landsbankanum enn betur kleift að halda áfram öflugum stuðningi við íslenskt atvinnulíf.“

Ítarlegar upplýsingar um Landsbankann eru aðgengilegar fyrir fjárfesta og aðra áhugasama á landsbankinn.is/fjarfestar.

Þú gætir einnig haft áhuga á
5. sept. 2023
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljónir evra
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra og er um að ræða þriðju grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 6,375% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 313 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði. Skuldabréfin eru gefin út til 3,5 ára með lokagjalddaga í mars 2027.
Austurbakki
20. júlí 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2023
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 14,5 milljarðar króna, þar af 6,7 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 10,3%.
Austurbakki
4. maí 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2023
Arðsemi eiginfjár Landsbankans var 11,1% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Hagnaður var 7,8 milljarðar króna.
Austurbakki
23. mars 2023
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2023
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2023, samþykkti að greiða 8.504 milljónir króna í arð til hluthafa. Þá samþykkti fundurinn að breyta heimilisfangi bankans úr Austurstræti 11 í Reykjastræti 6.
New temp image
9. mars 2023
Landsbankinn selur evrópsk sértryggð skuldabréf (úrvals) í evrum
Sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum (úrvals) í evrum lauk í dag. Skuldabréfin eru að fjárhæð 300 milljónir evra, til fimm ára og bera 4,25% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 90 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
Hestar og kona
16. feb. 2023
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Í árs- og sjálfbærniskýrslu Landsbankans fyrir árið 2022 er fjallað um það sem hæst bar í rekstri bankans á árinu, nýjungar og breytingar á þjónustu, áframhaldandi sjálfbærnivinnu, fjármögnun, áhættustjórnun og ýmislegt fleira.
2. feb. 2023
Ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans
Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við í dag ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru endurskoðaðar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
Austurbakki
2. feb. 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2022
Hagnaður Landsbankans á árinu 2022 nam 17,0 milljörðum króna eftir skatta (2021: 28,9 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 6,3% á árinu 2022 eftir skatta (2021: 10,8%).
27. okt. 2022
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2022
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 11,3 milljarðar króna, þar af 5,8 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6% og  var 8,5% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu.
21. júlí 2022
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 5,6 milljarðar króna, þar af 2,3 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 4,1%. Arðsemin er undir 10% arðsemismarkmiði bankans, einkum vegna lækkunar á gangvirði hlutabréfaeignar bankans. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur