Árs- og sjálf­bærni­skýrsla 2021 kom­in út

Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2021 er komin út. Í skýrslunni er fjallað um þjónustu og rekstur bankans á aðgengilegan hátt og ítarlega er gerð grein fyrir þeim stóru skrefum sem bankinn tók í sjálfbærnivinnu sinni á árinu.
Barn á háhesti
3. febrúar 2022 - Landsbankinn

Árs- og sjálfbærniskýrslunni er skipt í fjóra kafla. Í kaflanum um stjórn og skipulag má finna ávörp formanns bankaráðs og bankastjóra, upplýsingar um stefnu og stjórnarhætti og yfirlit yfir helstu fréttir ársins 2021.

Í kaflanum um ánægða viðskiptavini er fjallað um nýjar lausnir fyrir viðskiptavini, nýjungar í þjónustu, aukna ánægju og stóraukin viðskipti með hlutabréf og sjóði, svo nokkuð sé nefnt. Sérstaklega er fjallað um hvernig bankinn er í fararbroddi við að nýta gögn sem verða til í rekstri bankans til að bjóða enn betri þjónustu, auk þess sem fjallað er um aukna hættu af netárásum og aukinn viðbúnað vegna þeirra.

Kaflinn um sjálfbærni er mjög efnisríkur. Fjallað er ítarlega um helstu sjálfbærniverkefni okkar árinu en á árinu áætluðum við m.a. losun gróðurhúsalofttegunda frá útlánum okkar í fyrsta sinn, gáfum út tvo græna skuldabréfaflokka og sjálfbærnimerki bankans fyrir sjálfbæra fjármögnun fyrirtækja leit dagsins ljós. Fjallað er um kolefnisspor, mannauðsmál, jafnrétti og fræðslu, auk þess sem farið er yfir fjölbreytt samstarf okkar og stuðning við samfélagið.

Í kaflanum um fjármál og ársreikning er að finna ítarlegar upplýsingar um rekstur, fjárhag, fjármögnun og áhættustýringu bankans og er áhersla lögð á myndræna framsetningu. Fjallað er um afkomu og arðsemi, auknar þjónustutekjur, skilvirkari rekstur og fleira.

Í skýrslunni eru auk þess stuttir pistlar frá starfsfólki þar sem þau fjalla um starf sitt hjá bankanum.

Pillar III áhættuskýrsla bankans kemur einnig út í dag og er hún aðgengileg í kaflanum um áhættustjórnun bankans.

Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans 2021

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
27. nóv. 2023
S&P hækkar lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Landsbankans í A+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag hækkun á lánshæfismati sértryggðra skuldabréfa útgefnum af Landsbankanum. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því A+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
18. nóv. 2023
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti þann 17. nóvember 2023 um breytingu á horfum lánshæfismats Landsbankans úr stöðugum í jákvæðar og er lánshæfismat bankans því BBB/A-2 með jákvæðum horfum.
Austurbakki
26. okt. 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2023  
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 var 22,4 milljarðar króna, þar af 7,9 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 10,5% en var 10,9% á þriðja ársfjórðungi.
5. sept. 2023
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljónir evra
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra og er um að ræða þriðju grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 6,375% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 313 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði. Skuldabréfin eru gefin út til 3,5 ára með lokagjalddaga í mars 2027.
Austurbakki
20. júlí 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2023
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 14,5 milljarðar króna, þar af 6,7 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 10,3%.
Austurbakki
4. maí 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2023
Arðsemi eiginfjár Landsbankans var 11,1% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Hagnaður var 7,8 milljarðar króna.
Austurbakki
23. mars 2023
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2023
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2023, samþykkti að greiða 8.504 milljónir króna í arð til hluthafa. Þá samþykkti fundurinn að breyta heimilisfangi bankans úr Austurstræti 11 í Reykjastræti 6.
New temp image
9. mars 2023
Landsbankinn selur evrópsk sértryggð skuldabréf (úrvals) í evrum
Sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum (úrvals) í evrum lauk í dag. Skuldabréfin eru að fjárhæð 300 milljónir evra, til fimm ára og bera 4,25% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 90 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
Hestar og kona
16. feb. 2023
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Í árs- og sjálfbærniskýrslu Landsbankans fyrir árið 2022 er fjallað um það sem hæst bar í rekstri bankans á árinu, nýjungar og breytingar á þjónustu, áframhaldandi sjálfbærnivinnu, fjármögnun, áhættustjórnun og ýmislegt fleira.
2. feb. 2023
Ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans
Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við í dag ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru endurskoðaðar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur