Ákvörð­un um greiðslu arðs verði frest­að til fram­halds­að­al­fund­ar

Bankaráð Landsbankans mun á aðalfundi 27. mars nk. leggja til að ákvörðun um greiðslu arðs vegna reikningsársins 2019 verði frestað til framhaldsaðalfundar sem haldinn verði innan tveggja mánaða frá aðalfundi.
Höfuðstöðvar Landsbankans Austurstræti 11
13. mars 2020 - Landsbankinn

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, segir: „Í ljósi þeirrar efnahagslegu óvissu sem nú ríkir vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar leggur bankaráð til að ákvörðun um arðgreiðslu verði frestað til framhaldsaðalfundar. Tæplega 40% landsmanna og um þriðjungur af fyrirtækjum í landinu eru í viðskiptum við Landsbankann. Bankinn er vel í stakk búinn til að takast á við þær áskoranir sem nú blasa við og með því að fresta ákvörðun um arðgreiðslu til framhaldsaðalfundar eykst svigrúm bankans til að styðja við viðskiptavini sína enn frekar.“

Bankaráð hafði áður haft í hyggju að leggja til að greiddur yrði arður til hluthafa sem næmi 0,40 krónu á hlut vegna rekstrarársins 2019 í tveimur jöfnum greiðslum á árinu 2020. Heildarfjárhæð arðgreiðslunnar væri 9.450 milljónir króna, eða sem samsvarar 52% af hagnaði samstæðunnar á árinu 2019. Frá árinu 2013 hefur Landsbankinn alls greitt um 142 milljarða króna í arð og hefur fjárhæðin að stærstum hluta runnið í ríkissjóð.

Í tillögum bankaráðs kemur einnig fram að gerð er tillaga að óbreyttu bankaráði og að Helga Björk Eiríksdóttir verði áfram formaður bankaráðs. Þá er lagt til að þóknun til bankaráðsmanna verði óbreytt milli ára.

Upplýsingar um aðalfund Landsbankans 27. mars

Þú gætir einnig haft áhuga á
5. sept. 2023
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljónir evra
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra og er um að ræða þriðju grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 6,375% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 313 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði. Skuldabréfin eru gefin út til 3,5 ára með lokagjalddaga í mars 2027.
Austurbakki
20. júlí 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2023
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 14,5 milljarðar króna, þar af 6,7 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 10,3%.
Austurbakki
4. maí 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2023
Arðsemi eiginfjár Landsbankans var 11,1% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Hagnaður var 7,8 milljarðar króna.
Austurbakki
23. mars 2023
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2023
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2023, samþykkti að greiða 8.504 milljónir króna í arð til hluthafa. Þá samþykkti fundurinn að breyta heimilisfangi bankans úr Austurstræti 11 í Reykjastræti 6.
New temp image
9. mars 2023
Landsbankinn selur evrópsk sértryggð skuldabréf (úrvals) í evrum
Sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum (úrvals) í evrum lauk í dag. Skuldabréfin eru að fjárhæð 300 milljónir evra, til fimm ára og bera 4,25% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 90 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
Hestar og kona
16. feb. 2023
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Í árs- og sjálfbærniskýrslu Landsbankans fyrir árið 2022 er fjallað um það sem hæst bar í rekstri bankans á árinu, nýjungar og breytingar á þjónustu, áframhaldandi sjálfbærnivinnu, fjármögnun, áhættustjórnun og ýmislegt fleira.
2. feb. 2023
Ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans
Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við í dag ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru endurskoðaðar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
Austurbakki
2. feb. 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2022
Hagnaður Landsbankans á árinu 2022 nam 17,0 milljörðum króna eftir skatta (2021: 28,9 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 6,3% á árinu 2022 eftir skatta (2021: 10,8%).
27. okt. 2022
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2022
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 11,3 milljarðar króna, þar af 5,8 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6% og  var 8,5% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu.
21. júlí 2022
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 5,6 milljarðar króna, þar af 2,3 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 4,1%. Arðsemin er undir 10% arðsemismarkmiði bankans, einkum vegna lækkunar á gangvirði hlutabréfaeignar bankans. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur