Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Áfram fremst í flokki í UFS-áhættumati Sustaina­lytics

3. júní 2022

Landsbankinn hefur fengið uppfært UFS- áhættumat frá Sustainalytics og heldur bankinn sér í flokknum hverfandi áhætta með einkunnina 9,9 á skala sem nær upp í 100. Þetta þýðir að Sustainalytics telur hverfandi áhættu á að Landsbankinn verði fyrir fjárhagslegum áföllum vegna umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS-þátta).

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans:

„Við erum gríðarlega stolt af því að halda okkur í lægsta áhættuflokki Sustainalytics. Landsbankinn er leiðandi banki. Við lítum á það sem meginhlutverk okkar að veita því samfélagi sem við störfum í frábæra alhliða bankaþjónustu á samkeppnishæfum kjörum. Til að bankinn sé leiðandi er grundvallaratriði að reksturinn sé traustur til lengri tíma og að bankinn sé í stakk búinn til að mæta mögulegum sveiflum og áföllum. Það er hvergi mikilvægara en í því litla landi sem við búum að leiðandi fyrirtæki hlúi að fleiri þáttum í umhverfi sínu en snúa að kjarnastarfsemi og taki þátt í að efla og stækka íslenskt samfélag. Leiðandi fyrirtæki skilja ekki eftir sig sviðna jörð heldur stuðla að sjálfbærni hjá sér og öðrum. Leiðandi fyrirtæki búa vel að starfsfólki sínu. Við höfum náð mjög góðum árangri undanfarin ár og það skiptir okkur máli hvernig það er gert. Við erum alltaf með augun á rekstrinum og afkomunni, en líka á viðskiptavinum, starfsfólki, þátttöku okkar í samfélaginu og áhrifum á umhverfi.“

Nánar um áhættumat Sustainalytics

UFS-áhættumat metur áhættu og áhættustýringu fyrirtækis í tengslum við umhverfismál og félagslega þætti, auk stjórnarhátta. Aðferðafræðin metur umfang mikilvægrar UFS-áhættu sem áhættustýring fyrirtækis nær ekki til. Því meiri áhætta sem fellur utan áhættustýringarramma fyrirtækis, því hærra er áhættumatið.

Sustainalytics hefur nú mælt UFS-áhættu fyrirtækja í tæpa þrjá áratugi og er meðal þeirra alþjóðlegu matsfyrirtækja sem fjárfestar horfa helst til þegar UFS-áhætta fyrirtækja er skoðuð.

Lánshæfismat

Árs- og sjálfbærniskýrsla

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
16. júní 2025
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Skuldabréfin bera 3,50% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 135 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
Austurbakki
30. apríl 2025
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2025
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 nam 7,9 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 7,2 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 10,0% samanborið við 9,3% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. mars 2025
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. mars 2025, samþykkti að greiða 18.892 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
5. mars 2025
Aðalfundur Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 2025 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
28. feb. 2025
Landsbankinn og TM eru betri saman!
Uppgjör og afhending vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka fór fram í dag og hefur Landsbankinn tekið við rekstri félagsins. TM verður rekið sem dótturfélag Landsbankans.
Austurbakki
21. feb. 2025
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Landsbankans á TM
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum hf. með gerð sáttar milli bankans og eftirlitsins.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Hjón úti í náttúru
13. feb. 2025
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2024 er komin út. Í skýrslunni er fjallað um þróun og breytingar á þjónustu bankans, árangur í rekstri, trausta fjármögnun og áhættustjórnun, jákvæð áhrif bankans á samfélagið og ýmislegt fleira.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Austurbakki
30. jan. 2025
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2024
Hagnaður Landsbankans á árinu 2024 nam 37,5 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 33,2 milljarða króna árið áður.