Áfram fremst í flokki í UFS-áhættumati Sustaina­lytics

3. júní 2022

Landsbankinn hefur fengið uppfært UFS- áhættumat frá Sustainalytics og heldur bankinn sér í flokknum hverfandi áhætta með einkunnina 9,9 á skala sem nær upp í 100. Þetta þýðir að Sustainalytics telur hverfandi áhættu á að Landsbankinn verði fyrir fjárhagslegum áföllum vegna umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS-þátta).

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans:

„Við erum gríðarlega stolt af því að halda okkur í lægsta áhættuflokki Sustainalytics. Landsbankinn er leiðandi banki. Við lítum á það sem meginhlutverk okkar að veita því samfélagi sem við störfum í frábæra alhliða bankaþjónustu á samkeppnishæfum kjörum. Til að bankinn sé leiðandi er grundvallaratriði að reksturinn sé traustur til lengri tíma og að bankinn sé í stakk búinn til að mæta mögulegum sveiflum og áföllum. Það er hvergi mikilvægara en í því litla landi sem við búum að leiðandi fyrirtæki hlúi að fleiri þáttum í umhverfi sínu en snúa að kjarnastarfsemi og taki þátt í að efla og stækka íslenskt samfélag. Leiðandi fyrirtæki skilja ekki eftir sig sviðna jörð heldur stuðla að sjálfbærni hjá sér og öðrum. Leiðandi fyrirtæki búa vel að starfsfólki sínu. Við höfum náð mjög góðum árangri undanfarin ár og það skiptir okkur máli hvernig það er gert. Við erum alltaf með augun á rekstrinum og afkomunni, en líka á viðskiptavinum, starfsfólki, þátttöku okkar í samfélaginu og áhrifum á umhverfi.“

Nánar um áhættumat Sustainalytics

UFS-áhættumat metur áhættu og áhættustýringu fyrirtækis í tengslum við umhverfismál og félagslega þætti, auk stjórnarhátta. Aðferðafræðin metur umfang mikilvægrar UFS-áhættu sem áhættustýring fyrirtækis nær ekki til. Því meiri áhætta sem fellur utan áhættustýringarramma fyrirtækis, því hærra er áhættumatið.

Sustainalytics hefur nú mælt UFS-áhættu fyrirtækja í tæpa þrjá áratugi og er meðal þeirra alþjóðlegu matsfyrirtækja sem fjárfestar horfa helst til þegar UFS-áhætta fyrirtækja er skoðuð.

Lánshæfismat

Árs- og sjálfbærniskýrsla

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
23. mars 2023

Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2023

Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2023, samþykkti að greiða 8.504 milljónir króna í arð til hluthafa. Þá samþykkti fundurinn að breyta heimilisfangi bankans úr Austurstræti 11 í Reykjastræti 6.
New temp image
9. mars 2023

Landsbankinn selur evrópsk sértryggð skuldabréf (úrvals) í evrum

Sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum (úrvals) í evrum lauk í dag. Skuldabréfin eru að fjárhæð 300 milljónir evra, til fimm ára og bera 4,25% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 90 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
Hestar og kona
16. feb. 2023

Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út

Í árs- og sjálfbærniskýrslu Landsbankans fyrir árið 2022 er fjallað um það sem hæst bar í rekstri bankans á árinu, nýjungar og breytingar á þjónustu, áframhaldandi sjálfbærnivinnu, fjármögnun, áhættustjórnun og ýmislegt fleira.
2. feb. 2023

Ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans

Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við í dag ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru endurskoðaðar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
Austurbakki
2. feb. 2023

Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2022

Hagnaður Landsbankans á árinu 2022 nam 17,0 milljörðum króna eftir skatta (2021: 28,9 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 6,3% á árinu 2022 eftir skatta (2021: 10,8%).
27. okt. 2022

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2022

Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 11,3 milljarðar króna, þar af 5,8 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6% og  var 8,5% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu.
21. júlí 2022

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022

Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 5,6 milljarðar króna, þar af 2,3 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 4,1%. Arðsemin er undir 10% arðsemismarkmiði bankans, einkum vegna lækkunar á gangvirði hlutabréfaeignar bankans. 
New temp image
27. maí 2022

S&P hækkar lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Landsbankans í A

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag hækkun á lánshæfismati sértryggðra skuldabréfa útgefnum af Landsbankanum. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því A með stöðugum horfum.
5. maí 2022

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2022

Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins var 3,2 milljarðar króna. Arðsemi eiginfjár var 4,7%. Hreinar þjónustutekjur jukust um 28,5% á milli ára, einkum vegna vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum. Hreinar vaxtatekjur jukust um 19%, aðallega vegna þess að efnahagsreikningur er stærri og ávöxtun lausafjár betri. Markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði mældist 39% í lok tímabilsins, heldur meiri en á sama tíma í fyrra. Kostnaðarhlutfall (K/T) var 54,9% og kostnaður er áfram stöðugur. Hlutfall rekstrarkostnaðar af meðalstöðu heildareigna er 1,4%. Dregið hefur úr vexti íbúðalána en útlán til fyrirtækja jukust um 20,7 milljarða króna, ef gengisáhrifa hefði ekki gætt. Um 90% af nýjum íbúðalánum á fyrsta ársfjórðungi voru óverðtryggð og 58% lánanna voru með fasta vexti, í flestum tilvikum til þriggja ára. Landsbankinn varð aðalleyfishafi hjá Visa sem eykur hagkvæmni í rekstri og gerir bankanum m.a. auðveldara að bjóða upp á nýjungar í kortaþjónustu. Fyrsta rafræna þinglýsing íbúðaláns fór fram í febrúar og var Landsbankinn fyrstur íslenskra banka til að bjóða upp á þessa þjónustu. Kaup í sjóðum Landsbréfa hafa aukist um 30% á milli ára.  
New temp image
23. mars 2022

Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2022

Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2022, samþykkti að greiða 14.409 milljónir króna í arð til hluthafa. Arðgreiðslan samsvarar um 50% af hagnaði ársins 2021. Einnig var samþykkt sérstök arðgreiðsla að fjárhæð 6.141 milljón króna. Samtals greiðir bankinn því 20.550 milljónir króna í arð á árinu. Heildararðgreiðslur bankans frá 2013-2022 nema þar með 166,7 milljörðum króna.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur