Fræðsla
Fróðleikur um verðbréfaviðskipti
Fjárfesting í verðbréfum eða verðbréfasjóðum getur verið góð leið til að ávaxta sparifé. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér verðbréfaviðskipti mælum við með að þú kynnir þér aðgengilegt fræðsluefni sem við bjóðum upp á hér á vefnum.
Fjárfesting í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum er vinsæl leið til að ávaxta sparifé. Ef þú ert að velta fyrir þér að setja sparnaðinn þinn, eða hluta af honum, í sjóð er gott að þekkja nokkur lykilhugtök.
Það er gott að hefja nýtt ár á að fara yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort maður sé að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
Áður en byrjað er að fjárfesta í verðbréfum er mikilvægt að hafa ákveðin lykilatriði á hreinu og vera meðvituð um áhættuna.
Það er mjög einfalt að kaupa hlutabréf. Til dæmis er hægt að fjárfesta í hlutabréfum einstakra félaga og margskonar sjóðum í netbanka Landsbankans og í Landsbankaappinu á einfaldan hátt og fylgjast þar með þróun fjárfestingarinnar.
Sjóðir eru í stuttu máli safn margra fjárfestinga og er ætlað að einfalda fólki dreifingu eigna til að draga úr áhættu og sveiflum. Margar tegundir sjóða eru í boði og fylgja þeir ólíkum markmiðum.
Áður en fjárfest er í hlutabréfum er mikilvægt að vera með lykilhugtök á hreinu, skilja ferlið og vera meðvituð um áhættuna sem fylgir.
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Fjárfestingar og sparnaður eru umræðuefni þáttarins. Hvenær og hvernig er best að byrja að spara eða fjárfesta? Hvar liggja tækifærin? Hvernig er hægt að fá betri ávöxtun og meta áhættuna?
Flestir vilja auðvitað hámarka ávöxtun af sparnaði sínum, en því miður huga ekki allir að því að það þarf líka að lágmarka áhættu.
Okkur er oft ráðlagt að dreifa eignum okkar til þess að draga úr sveiflum. Viðkvæðið „ekki setja öll eggin í sömu körfuna“ stendur fyrir sínu, en með því að dreifa áhættunni getum við varið okkur gegn ófyrirséðu tapi af stökum fjárfestingum.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.