- Einstaklingar
- Fyrirtæki
- Markaðurinn
- Umræðan
- Bankinn
Fagfjárfestaþjónusta
Gott aðgengi að upplýsingum og þekkingu
Það er margþætt og krefjandi að ávaxta fjármuni. Mikilvægt er að hafa gott aðgengi að upplýsingum og sérfræðiþekkingu og geta brugðist skjótt við breytingum sem verða í efnahagslífinu eða rekstrinum.
Þjónustan okkar
Við sinnum fjárfestingarráðgjöf, miðlun verðbréfa og gjaldeyris fyrir lífeyrissjóði, vátryggingafélög, eignastýringarfyrirtæki, styrktarsjóði, stofnanir, fjölskylduskrifstofur og fjársterka einstaklinga.
- Regluleg miðlun markaðsupplýsinga
- Aðgengi að viðskiptastjórum Eignastýringar og Markaðsviðskipta
- Aðgengi að starfsfólki Hagfræðideildar og sjóðstjórum Landsbréfa

Ráðgjöf og miðlun
Viðskiptastjórar með áralanga reynslu veita faglega ráðgjöf, þar sem þörfum hvers og eins er mætt.
Í fagfjárfestaþjónustu hafa viðskiptavinir beint aðgengi að innlendum og erlendum mörkuðum hvort sem er í stökum verðbréfum, gjaldeyri eða sjóðum, en Landsbankinn er í samstarfi við reynd og þekkt eignastýringarhús.
Samstarfsaðilar okkar
Samstarfsaðili okkar innanlands er Landsbréf dótturfélag bankans. Erlendis höfum við byggt upp samstarf við leiðandi eignastýringarfyrirtæki og eru okkar helstu samstarfsaðilar LGT Capital Partners, Jupiter og UBS Investment Bank en auk þeirra er bankinn í samskiptum við önnur erlend félög. Hér má finna upplýsingar um samstarfsaðila.
Landsbréf
Landsbréf er eitt stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins. Landsbréf stýra fjölbreyttu úrvali sjóða og félaga sem fjárfesta víða í íslensku samfélagi og á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum.
LGT Capital Partners
LGT Capital Partners er alþjóðlegt eignastýringarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Sviss og skrifstofur víðsvegar um heim allan. Fyrirtækið býður fjárfestum fjölbreytt úrval fjárfestingarkosta þar sem ábyrgar og áhrifafjárfestingar eru hafðar að leiðarljósi.
Jupiter
Jupiter AM er sjóðastýringarfyrirtæki sem býður upp á fjölbreytt úrval verðbréfasjóða með virka stýringu þar sem áherslu er á sérhæfðar þemafjárfestingar víðsvegar um Evrópu og í Asíu.
UBS Investment Bank
UBS Asset Management er alþjóðlegt eignastýringarfyrirtæki sem starfrækir fjölda verðbréfasjóða fyrir fjölbreyttar þarfir fjárfesta í öllum helstu eignaflokkum.
Alliance Bernstein
Alliance Bernstein er alþjóðlegt eignastýringarfyrirtæki sem veitir viðskiptavinum sínum aðgengi að sjóðum með yfir hundrað mismunandi fjárfestingaraðferðum.
Ashmore Group
Ashmore Group er sjóðastýringarfyrirtæki sem sérhæfir sig í fjárfestingum í nýmörkuðum. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í fjárfestingum á nýmörkuðum í yfir 20 ár.
AXA Investment Managers
AXA Investment Managers er eitt stærsta sjóðastýringarfyrirtæki Evrópu. Viðskiptavinum er boðið upp á breitt úrval sjóða, ýmist með virkri eða hlutlausri stýringu með mismunandi fjárfestingaraðferðum.
BlackRock
BlackRock er alþjóðlegt sjóðastýringarfyrirtæki með aðsetur í New York. Fyrirtækið sérhæfir sig í vísitölusjóðum og er eitt af þremur stærstu aðilum í heiminum sem bjóða fjárfestum að fjárfesta í kauphallarsjóðum sem fylgja ákveðnum vísitölum.
T. Rowe Price
T. Rowe Price er bandarískt sjóðastýringarfyrirtæki sem býður upp á fjölbreytt úrval sjóða í öllum eignaflokkum með mismunandi fjárfestingarstefnur þar sem fjárfest er ýmist í þróuðum, vaxtar- eða nýmörkuðum.

Miðlun markaðsupplýsinga
Í fagfjárfestaþjónustu færð þú reglulega markaðsupplýsingar. Einnig getur þú sem viðskiptavinur fagfjárfestaþjónustu óskað eftir fundum með starfsfólki Hagfræðideildar, sjóðstjórum Landsbréfa eða erlendra sjóða sem Landsbankinn er í samstarfi við.
Eignastýring
Verðbréfamiðlun
Gjaldeyrismiðlun
Landsbankinn hf.
Austurstræti 11, 155 Reykjavík
Kt. 471008-0280
Swift/BIC: NBIIISRE
Sími: 410 4000
landsbankinn@landsbankinn.is
Lagalegur fyrirvari
Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.
Tryggja virkni vefsins
Greina notkun svo við getum mælt og aukið gæði vefsins
Notaðar til að birta persónubundnar auglýsingar