Við­skipta­vin­ir Lands­bank­ans tóku Apple Pay fagn­andi

Apple Pay fór fyrst í loftið í Bandaríkjunum í október 2014. Fyrir um einum mánuði, í byrjun maí 2019, þegar Landsbankinn og Arion banki buðu viðskiptavinum sínum að nota lausnina, varð Ísland 38. Apple Pay-landið. En hvað er Apple Pay og af hverju var lausnin svo lengi að ná Íslandsströndum?
11. júní 2019

Bretar voru fyrsta þjóðin utan Bandaríkjanna til að taka Apple Pay í notkun, strax sumarið 2015. Löndin bættust svo við hvert af öðru: Kanada, Ástralía og Kína komu næst. Danmörk, Finnland og Svíþjóð bættust við 2017 og Noregur 2018. Ísland var því síðast Norðurlandanna en þó á undan ýmsum töluvert stærri Evrópuríkjum, s.s. Portúgal og Hollandi (enginn metingur samt, eða þannig).

Seinagangurinn, ef svo má segja, við að innleiða Apple Pay hérlendis var ekki vegna áhugaleysis innlendra fyrirtækja, síður en svo. Landsbankinn hafði t.a.m. sent Apple nokkur skilaboð til að lýsa áhuga á greiðslulausninni allt frá árinu 2014 og það hafa örugglega fleiri íslensk fyrirtæki gert. Fátt var þó um svör fyrr en haustið 2018 þegar tölvupóstur kom frá Apple um að það hygðist hefja undirbúning að innleiðingu Apple Pay í samvinnu við áhugasama samstarfsaðila hér á landi. Byggðist ákvörðun Apple m.a. á því hversu hátt hlutfall greiðslukortafærslna eru gerðar með snertilausum hætti og útbreiðslu posa með snertilausa virkni.

Ekkert mátti leka út um Apple Pay

Um leið hófst mikil vinna við undirbúning. Gæta þurfti þess að ekkert læki út um fyrirætlan Apple og bandaríska stórfyrirtækið krafðist algjörs trúnaðar um að opna ætti fyrir Apple Pay hér á landi. Ekkert mátti fréttast um málið fyrr en lausnin yrði sett í loftið. Í viðtali við mbl.is í maí 2019 lýsti Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs, undirbúningnum og þeim stífu kröfum sem Apple gerir til samstarfsfyrirtækja. Ekki er kveikt á Apple Pay fyrr en samstarfsfyrirtæki hafa uppfyllt allar kröfur Apple.

Viðtalið við Helga Teit á mbl.is

Það var síðan þann 8. maí 2019 sem Landsbankinn varð annar tveggja banka á Íslandi sem bauð viðskiptavinum sínum upp á að greiða með Apple Pay. Óhætt er að segja að viðtökurnar hafa verið góðar og greinilegt er að margir Apple-notendur höfðu beðið óþreyjufullir eftir að geta nýtt sér þennan möguleika.

Hvað er Apple Pay?

Apple Pay gerir Apple-notendum kleift að greiða með Apple-tækjum, þ.e. iPhone, iPad, Apple-úri og Apple-tölvu, á sama hátt og með greiðslukorti.Eigendur Apple-tækja þurfa að skrá greiðslukort í Apple Wallet, app sem fylgir öllum Apple-tækjum. Hægt er að ljúka skráningu á tvo vegu, annars vegar með tengingu úr Landsbankaappinu og hins vegar í gegnum Wallet með því að taka mynd af korti. Þegar greiðslukort hefur verið skráð er hægt að nota greiðslulausnina Apple Pay til að greiða í posa, í vafra eða í gegnum öpp eins og Best Buy, Starbucks, Instacart og Target. Auðkenning við greiðslu með farsíma á sér stað í símtækinu sjálfu en ekki með innslætti á posa og fjárhæðin sem hægt er að greiða ræðst af heimildinni á greiðslukortinu sjálfu. Það eru því engin fjárhæðartakmörk líkt og á við um snertilausar greiðslur með greiðslukortum.

Apple Pay öruggara en greiðslukort

Apple Pay er þægileg greiðslulausn sem virkar í Apple-tækjum og er öruggari greiðslulausn en notkun á plastkorti og greiðslukortanúmeri. Við skráningu greiðslukorts í Apple Wallet er útbúið sýndarnúmer (e. token) sem notað er í staðinn fyrir kortanúmer þegar greitt er með Apple Pay. Engar upplýsingar um kortanúmer eru vistaðar á tækinu eða hjá Apple. Þetta er gert til að auka öryggi og gerir óprúttnum aðilum ómögulegt að komast yfir kortanúmer viðskiptavina. Samskipti snjalltækis og posa vegna greiðslunnar byggist á sýndarnúmerinu sem er einkvæmt og útbúið með breytilegum hætti.

Hvorki korthafar sem borg­a með Apple Pay né kaup­menn sem taka við greiðslum með Apple Pay bera neinn viðbót­ar­kostnað þess vegna. Kostnaður­inn er sá sami og þegar greitt er með hefðbundnu greiðslu­korti.

Þegar þetta er ritað hafa um 13% af korthöfum Landsbankans skráð kortin sín í Apple Pay og þeim fjölgar með degi hverjum. Það er því ljóst þetta er Íslendingum kærkomin nýjung.

Apple gefur ekki upp hversu margir notendur eru að Apple Pay greiðslulausninni en árið 2016 sendi Apple frá sér þær upplýsingar að um milljón nýir notenda bættust við hópinn í hverri viku. Einnig var gefið upp að Apple-notendur hefðu greitt milljarða Bandaríkjadala með Apple Pay og greiðslumagnið hefði tvöfaldast á milli seinni hluta ársins 2015 og fyrri hluta ársins 2016. (Skv. Wikipedia).

Guðlaug er sérfræðingur á Einstaklingssviði Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur