Hvað­an koma að­ventu­ljós­in?

Aðventuljósin sem prýða annan hvern glugga á Íslandi vekja gjarnan athygli erlendra gesta sem sækja borgina heim á aðventunni. Það er vegna þess að ljósin sjö minna á menóru, sem er eitt elsta trúartákn gyðinga. Samt eru hér engin skipulögð samtök gyðinga, enginn rabbíni og það er talið að hér búi aðeins um hundrað einstaklingar sem aðhyllist gyðingdóm. Eftir hvaða krókaleiðum hefur þessi siður borist hingað?
9. desember 2016

Oscar Andersson hét ungur maður í Gautaborg á fjórða áratugnum. Hann var sölumaður hjá Philips og hafði mikinn áhuga á rafmagni. Á þessum árum var lægri spenna í bæjum en sveitum (annars vegar 127 V og hins vegar 220 V). Fólk átti það engu að síður til að stinga jólaseríum sem keyptar voru í bænum í samband úti í sveit og eyðileggja þannig ljósin. Hjá Philips hlóðst því upp nokkurt magn af biluðum ljósaperum sem átti að farga. Oscar spurði hvort hann mætti hirða perurnar, sem hann mátti, og hófst þá tilraunamennskan. Hann eyddi löngum stundum við eldhúsborðið heima hjá foreldrum sínum í að búa til það sem hann sá fyrir sér að yrði eins konar stjaki undir rafmagnskerti. Hann breytti gömlum kertastjaka og kom fyrir perustæðum innan í honum og eftir nokkrar tilraunir loguðu fyrstu aðventuljósin út í glugga hjá Andersson fjölskyldunni jólin 1934, við mikinn fögnuð vegfarenda og vandamanna og ekki síst föður Oscars, sem var mjög stoltur af framtakssemi sonarins.

Hvatningin rak Oscar til markaðsstjóra Philips í Gautaborg sem hreifst mjög af uppfinningunni og bað hann að útbúa frumgerð sem hægt væri að sýna stjórnendum fyrirtækisins í Stokkhólmi. Í höfuðstöðvunum var hlegið að þessum frumstæða ljósabúnaði og viðraðar efasemdir um að Svíar myndu vilja skipta kertum út fyrir rafmagnsljós, en það hafði tíðkast í áraraðir að kveikja á kertum úti í glugga á Lúsíuhátíðinni 13. desember og leyfa þeim að loga fram að jólum. Topparnir hjá Philips létu þó tilleiðast og framleiddu tvö þúsund stykki í samstarfi við Sjölander sem hafði áralanga reynslu af framleiðslu viðarkertastjaka. Ljósin seldust upp og upplagið var aukið ár frá ári þar til framleiðslan var tímabundið lögð af þegar stríðið braust út.

Samkvæmt skoðanakönnun Hagvangs frá árinu 1989 sögðust 78,3% svarenda hafa aðventuljós úti í glugga um jólin

Margrætt tákn

Sá siður að kveikja ljós í glugga í aðdraganda jóla tíðkast víða. Á Írlandi táknaði kerti í glugga til dæmis að kaþólskir prestar væru velkomnir þangað, en þeir voru útlægir á tímum trúarkúgunar Englendinga allt fram eftir nítjándu öldinni. Skýringin sem Írar gáfu Englendingum voru að ljósin merktu að heimilið og hjörtu heimilisfólksins væru opin Maríu, Jósep og Jesúbarninu á jólanótt. Jólin eru hátíð ljóssins á myrkasta tíma ársins. Hér á norðurhjara þekkjum við vel hversu mikilvæg ljósin eru í skammdeginu. Þar er skýringuna á vinsældum ljósanna auðvitað að finna.

Oscar Andersson hafði enga tengingu við gyðingatrú og oddhvöss lögun flestra aðventuljósa er ólík hefðbundinni lögun menórunnar. Talan sjö er heilög og kemur víða fyrir í Biblíunni og í öðrum trúarbrögðum. Það er því ekkert sem bendir til þess að Oscar hafi haft menóruna sérstaklega í huga þegar hann föndraði fyrsta aðventuljósið í Gautaborg fyrir áttatíu árum síðan, enda byggði hann sína hönnun á eldri kertastjökum sem höfðu enga trúarlega tilvísun. Talsmaður biskupsembættisins, Bernharður Guðmundsson, lét hafa eftir sér í viðtali við DV að aðventuljósin „svokölluðu [ættu] ekkert skylt við aðventuna í okkar trú“ en væru „fallegt jólaskraut.“ Eflaust taka flestir Íslendingar undir það.

Úr Morgunblaðinu 2. desember 1977

Þú gætir einnig haft áhuga á
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Krani með stiga
21. mars 2023
Byggingamarkaður - Mikil umsvif komin til að vera
Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023
Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög
Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. feb. 2023
Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt
Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
8. feb. 2023
Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum
Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur