Hlut­verk banka­úti­bú­anna er að breyt­ast

Biðraðirnar í bankann eru nánast horfnar en bankaútibúin glíma við tilvistarkreppu vegna þess að við notum ekki lengur þjónustuna sem þau byggðu á.
21. september 2016

Breytingarnar í útibúunum eru dæmi um þróun sem viðskiptavinir stýra sjálfir með nýrri hegðun. Samrunar og sparnaðarkröfur hafa haft áhrif, en fyrst og fremst hefur þörfin fyrir banka í húsum minnkað. Fólk hættir einfaldlega að mæta í útibú vegna þess að það er miklu þægilegra að afgreiða fjármálin í netbanka, tölvupósti eða síma. Með rafrænum skilríkjum og öðrum nýjungum mun verða hægt að annast fleiri þætti bankaþjónustu eins og t.d. afgreiðslu íbúðalána, verðbréfakaup og eignastýringu á netinu með öruggum hætti.

Þetta gæti við fyrstu sýn virst slæmt; færri afgreiðslustaðir hljóta að þýða verri þjónustu. Sumir, einkum eldra fólk og ferðamenn, þurfa enn á ýmissi þjónustu framkvæmdri af starfsmönnum að halda og fækkun útibúa veldur því að það getur verið um lengri veg að fara.

En þétt net bankaútibúa með einfalda afgreiðsluþjónustu er mjög dýrt. Ávinningurinn fyrir viðskiptavini er umdeilanlegur ef fáir nýta sér þjónustuna því viðskiptavinir þurfa jú á endanum að borga fyrir hana. Það er því eðlilegt að velta fyrir sér framtíð bankaútibúa og hvernig þau munu breytast.

Útibúin eru að breytast frá því að vera afgreiðslur í að vera staðir þar sem almenningur sækir sér ráðgjöf og þekkingu og fær aðstoð við að taka stórar ákvarðanir.

Bankaútibúum í miðborg Reykjavíkur hefur frá árinu 1985 fækkað úr 13 í þrjú. Húsnæði gömlu útibúanna hefur í mörgum tilvikum fengið nýtt og gerólíkt hlutverk.
Hvað varð um útibúin í miðborginni?

Bankar á hinum Norðurlöndunum byrjuðu fyrr að huga að breyttu hlutverki útibúanna. Sífellt fleiri útibú þar eru reiðufjárlaus. Þau eru að breytast hratt frá því að vera afgreiðslur í að vera staðir þar sem almenningur sækir þekkingu og fær aðstoð við að taka stórar ákvarðanir.

Viðskiptavinir íslenskra banka hafa þegar séð merki um slíka þróun hér á landi. Bankarnir hafa allir verið að fikra sig áfram, hver með sínum hætti, í átt að meiri þjónustu á netinu og unnið að því að endurskilgreina hlutverk útibúanna.

Landsbankinn hefur brugðist við með ýmsum hætti. Meiri áhersla er lögð á ráðgjöf en minni á einfaldar gjaldkeraafgreiðslur, einfaldlega vegna þess að þörfin fyrir þjónustu hefur breyst. Þetta á bæði við í fjölmennum og fámennum byggðarlögum. Á stöðum þar sem um langan veg er að fara til að sækja þjónustu hefur bankinn t.d. sett upp tiltölulega einfaldar afgreiðslur þar sem hægt er fá afgreiðslu hjá gjaldkera.

Reiðufé í umferð hefur fimmfaldast á tíu árum

Íslendingar nota reiðufé helst til að greiða í stöðumæla og kortanotkun hefur aldrei verið meiri. Samt hefur reiðufé í umferð aukist viðstöðulaust síðustu ár.

Tæknin mun halda áfram að móta hlutverk og þjónustu banka. Netið hefur á örfáum árum færst af stórum skjá á skrifborði, yfir á fartölvu og þaðan í lítið tæki sem við geymum í vasanum. Aukin notkun á snjallsímum hefur þegar haft veruleg áhrif og mun áreiðanlega gera það áfram. Breytingarnar verða á ógnarhraða og það er aðeins að takmörkuðu leyti hægt að geta sér til um þær.

Verkefnin sem íslensku bankarnir standa frammi fyrir núna og í framtíðinni eru að langflestu leyti svipuð og í nágrannalöndunum. Það er og verður stöðugt verkefni að móta útibúin þannig að þau gagnist viðskiptavinum sem best.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Krani með stiga
21. mars 2023
Byggingamarkaður - Mikil umsvif komin til að vera
Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023
Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög
Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. feb. 2023
Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt
Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
8. feb. 2023
Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum
Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur