Græn fjár­mögn­un sveit­ar­fé­laga

Lánasjóður sveitarfélaga hefur fengið vottun á umgjörð félagsins til að gefa út græn skuldabréf. Tilgangur fyrirhugaðrar skuldabréfaútgáfu er að fjármagna verkefni sveitarfélaga sem stuðla að umhverfisvernd og sporna gegn loftslagsbreytingum.
12. desember 2019

Talið er að allt að 10 milljarðar króna á ári gætu fallið undir skilyrði fyrir grænni skuldabréfaútgáfu Lánasjóðs sveitarfélaganna, en upphæðin fer eftir áhuga sveitarfélaganna á að ráðast í verkefni sem hafa umhverfisbætandi áhrif.

Hér er rætt um málið við Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga, og Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur, framkvæmdastjóra Markaða hjá Landsbankanum.

„Dæmi um fjárfestingar sem hægt er að fjármagna með þessum hætti eru umhverfisvænar samgöngur, vistvænar byggingar, framleiðsla/nýting endurnýjanlegrar orku og aukin orkunýtni, fráveitur og meðhöndlun aukaafurða,“ segir Óttar.

Mikilvægt er fyrir Lánasjóðinn að taka virkan þátt í vinnu sveitarfélaga að umhverfis- og loftslagsmálum. Með því að fá vottun á græna skuldabréfaútgáfu er Lánasjóðurinn að gera sitt til að styðja við markmið stjórnvalda í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmiðin eru sjálfbærnimarkmið sem mörg ríki og sveitarfélög um allan heim eru hvött til að innleiða í alla ákvarðanatöku og stefnumótun. Útgáfur á grænum skuldabréfum eru í auknum mæli tengd við heimsmarkmiðin.

„Sveitarfélögin eru ábyrg fyrir um 1/3 af samneyslu samfélagsins og mikilvægt er að gætt sé að umhverfissjónarmiðum í ráðstöfun fjármuna og fjárfestingum. Fráveita og sorphirða eru verkefni sem eru á borði sveitarfélaga og skipta gríðarlega miklu máli fyrir umhverfið. Það er markmið okkar að vextir á lánum til umhverfisbætandi verkefna verði lægri en vextir á lánum til annarra verkefna sem ekki falla undir þessa skilgreiningu. Þannig verður það hagfelldara fyrir íbúana - skattgreiðendur - að ráðist sé í umhverfisbætandi verkefni,“ segir Óttar.

Hann bætir við að umfang grænnar skuldabréfaútgáfu gæti orðið 5-7 milljarðar á næsta ári króna og gæti með tímanum náð 10 milljörðum króna á ári. „Það fer þó eftir því hversu mikið sveitarfélögin nýta sér þann möguleika að láta votta verkefnin og að sjálfsögðu mikið eftir því hvernig vaxtakjör verða í samanburði við aðra vexti á lánum lánasjóðsins.“

Verkefnin þurfa að uppfylla skilyrði

Verkefnin sem fjármögnuð verða með grænum skuldabréfum hjá Lánasjóðnum þurfa að uppfylla þau skilyrði sem koma fram í grænni umgjörð Lánasjóðsins. Umgjörðin er unnin út frá alþjóðlegum viðmiðum (e. Green Bond Principles) frá International Capital Market Association (ICMA) og byggir á fjórum stoðum: ráðstöfun fjármuna, ferli um mat og val á verkefnu, stýringu fjármuna og upplýsingagjöf.

Umgjörðin hefur hlotið vottun frá Sustainalytics sem er leiðandi viðurkenndur vottunaraðili á heimsvísu. Samkvæmt vottuninni er umgjörð Lánasjóðsins trúverðug, áhrifarík, gagnsæ og í samræmi við viðmið ICMA.

Tækifæri í bættum fráveitum og frágangi sorps

„Við sjáum stór tækifæri í bættum fráveitum og frágangi sorps,“ segir Óttar. „Því miður er víða ekki nógu vel staðið að fráveitu sveitarfélaga og umbætur eru verulega kostnaðarsamar án þess að íbúarnir sjái í fljótu bragði nokkurn mun á þjónustunni. Bætt vinnsla sorps er líka stórt mál til framtíðar og munum við þurfa að finna leiðir til að draga verulega úr urðun á næstu áratugum. Einnig sjáum við tækifæri til fjárfestinga í sjálfbærri, umhverfisvænni orkuframleiðslu, ýmist með gasgerð, minni vatnsaflsvirkjunum eða hitaveitum.“

Stærstu áskoranirnar fyrir Lánasjóðinn séu oftast að tryggja mælanleika og skýrslugjöf. „Það er t.d. ekki erfitt að sannfæra sig um að ný fráveita sé til bóta en það getur verið erfiðara að sanna það með mælanlegum hætti.“

Vonast til að um 30% lána verði græn

„Við vonumst til þess að á næstu árum geti 25-35% af lánum sjóðsins verið græn. Síðan vaxi það hlutfall eftir því sem sveitarfélögin og Lánasjóðurinn læra á staðla og útreikningsaðferðir vegna grænna skuldabréfa. Í raun teljum við að mikill meirihluti þeirra verkefna sem sjóðurinn hefur verið að fjármagna síðustu árin séu umhverfisbætandi,“ segir Óttar. Hann bendir á að græn lán séu ekki háð fjárhæðamörkum í sjálfu sér, heldur liggi mörkin hjá lántakendunum sjálfum og svo í þeim ramma sem Lánasjóðnum er sniðinn af lögum og reglum Fjármálaeftirlitsins.

Mörg íslensk sveitarfélög hafa tekið frumkvæðið og eru farin að vinna markvisst að því að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í sína stefnumótun og áætlanagerð. Búið er að stofna samráðsvettvang hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um þessu mál og þar býðst öllum sveitarfélögum að taka þátt.

Fjármagnsmarkaðurinn gegnir mikilvægu hlutverki

Markaðir Landsbankans er samstarfsaðili Lánasjóðs sveitarfélaga við gerð umgjarðarinnar sem og sölu og útgáfu grænu skuldabréfanna og gekk samstarfið vel.

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða, segir að fjármagnsmarkaðurinn gegni mikilvægu hlutverki við að stuðla að útgáfu grænna skuldabréfa. „Landsbankinn hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á ábyrgar fjárfestingar en græn skuldabréf eru eignaflokkur sem fellur undir ábyrgar fjárfestingar. Það hefur því verið sérstaklega ánægjulegt að taka þátt í þessari vegferð með Lánasjóði sveitarfélaga.“

Hrefna bendir á að græn skuldabréf séu einn möguleiki til fjármögnunar á umhverfisvænum fjárfestingum sem stuðli að því að ná megi markmiðum Parísarsáttmálans og að útgáfa á grænum skuldabréfum sé í auknum mæli tengd við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Endurnýjanleg orkuframleiðsla setji Ísland í áhugaverða stöðu sé litið til ýmissa verkefna sem hægt væri að fjármagna með útgáfu grænna skuldabréfa, s.s. orkuskipta í samgöngum, endurvinnslu, sorphreinistöðva, verndun sjávar, umhverfisvænar byggingar, endurnýjun bygginga og endurheimt votlendis. Mikilvægt sé að greina og mæla umhverfisáhrif slíkra verkefna.

„Sveitarfélögin þurfa að hafa aðkomu að fyrrgreindum aðgerðum því árangri verður ekki náð nema allir leggja sín lóð á vogarskálarnar. Þetta á við um ríki, sveitarfélög, opinberar stofnanir, einkarekin félög og almenning. Fjármagnsmarkaðurinn er í lykilstöðu en þrýstingur er á fjárfesta að beina fjármagni þannig að hægt sé að ná langtímamarkmiðum á sviði umhverfis- og loftlagsmála,“ segir Hrefna.

Mikil vakning á Norðurlöndunum

Mikil vakning hefur orðið í þessum efnum á Norðurlöndunum. Lánasjóður sveitarfélaga á systurfélög á Norðurlöndunum sem starfa við svipuð skilyrði og Lánasjóðurinn. Þau hafa flest gefið út græn skuldabréf til að fjármagna umhverfisvæn verkefni sveitarfélaga. Þar má nefna Kommuninvest í Svíþjóð, sem er stærsti útgefandi grænna skuldabréfa þar í landi, Kommunalbanken í Noregi og KommuneKredit í Danmörku.

„Norðurlöndin eru til fyrirmyndar í að stuðla að heilbirgðum markaði með græn skuldabréf. Svíþjóð er stærsti útgefandinn af Norðurlöndunum og þess má geta að Kommuninvest, systurfélag Lánasjóðsins, hefur verið stærsti útgefandi grænna skuldabréfa í þar í landi. Í október 2019 var útgáfa grænna skuldabréfa í Svíþjóð sú sjöunda stærsta á heimsvísu,“ segir Hrefna. Þá hefur sænska ríkið ákveðið að gefa út græn skuldabréf árið 2020 til að fjármagna aðgerðir sínar í loftslagsmálum og verður þar með fyrsta ríkið á Norðurlöndunum til að gefa út græn skuldabréf.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Barn í jólaglugga
9. des. 2024
Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum
Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
28. nóv. 2024
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur