FaceApp get­ur gert hvað sem er við mynd­irn­ar þín­ar

Smáforritið FaceApp hefur farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarna daga. En vita einstaklingar hvernig myndirnar þeirra eru notaðar af forritinu eftir að þeim hefur verið hlaðið þar inn?
Eldri maður notar andlitsgreiningu
19. júlí 2019

Smáforritið FaceApp hefur farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarna daga. Hollywood stjörnur, körfuboltahetjur og annar hvor vinur þinn á Facebook hefur hlaðið niður appinu og birt mynd af sér í hárri elli.

FaceApp er núna eitt vinsælasta smáforritið í heiminum. Appið er vissulega skemmtilegt – hægt er  að hlaða inn mynd af einstaklingi í það og með hjálp háþróaðra algóriþma  má skipta um hárlit og hárgreiðslu, nota alls konar linsur (e.filters) sem breyta ásýnd viðkomandi og svipbrigðum og sjá hvernig ellin leikur hann. En vita einstaklingar hvernig myndirnar þeirra eru notaðar af forritinu eftir að þeim hefur verið hlaðið þar inn?

Maður notar snjallsíma til andlitsgreiningar

Með því að samþykkja skilmála og persónuverndarstefnu FaceApp gefa notendur appinu víðtækan rétt til að nota myndirnar þeirra og nöfn í hvaða tilgangi sem er jafn lengi og smáforritið vill.  Þessi réttur smáforritsins er endalaus og óafturkallanlegur samkvæmt 5. gr. skilmála FaceApp þar sem segir m.a. í lauslegri þýðingu:

„Þú veitir FaceApp eilífan, óafturkallanlegan, óafturkræfan, opinn, framseljanlegan, varanlegan, gjaldfrían rétt og leyfi sem nær um allan heim til að nota, endurgera, breyta, aðlaga, birta, þýða, búa til afleidd verk, dreifa, framkvæma og birta opinberlega efni notanda, og hvaða nafn, notendanafn eða líkingu af mynd sem tengist efni notanda, í öllum fjölmiðlum sem nú eru þekktir eða kunna að verða þróaðir, án endurgjalds. Þegar þú birtir eða deilir efni á eða í gegnum þjónustuna áttar þú þig á að efni þitt og tengdar upplýsingar (s.s. notendanafn þitt, staðsetning eða prófílmynd) verða sýnilegar almenningi.“

Mikilvægt er að notendur átti sig á því að eftir notkun forritsins eru myndir af þeim ekki lengur þeirra eign – heldur forritsins. Appið á réttinn að öllum myndum sem yfir 100 milljón notendur hafa hlaðið inn í forritið í dag og getur gert við þær það sem það vill. Nákvæm kortlagning á andliti einstaklinga er mjög verðmæt vara í stafrænum heimi. Hægt er að nota andlitsgreiningartækni eins og smáforritið styðst við í málefnalegum og ómálefnalegum tilgangi. Tæknin er notuð til að aflæsa snjallsímum, í öryggis- og eftirlitstilgangi hjá löggæsluyfirvöldum og jafnvel hafa tiltekin ríki notað andlitsgreiningartækni til að greina og smána fólk fyrir refsiverða háttsemi.

Því miður eru einhliða skilmálar sem þessir ekki óalgengir þegar kemur að ókeypis forritum og oftast eru þeir afar óhliðhollir neytendum sem hvorki lesa þá né huga að persónuvernd sinni eða því sem gerist eftir að notkun á forritinu lýkur. Viðvörunarbjöllur hringdu hjá mörgum vegna þess að FaceApp er í eigu rússnesks félags að nafni Wireless Lab, m.a. hjá bandarísku alríkislögreglunni. Skilmálar annarra forrita og samfélagsmiðla í eigu bandarískra félaga sem við notum daglega ganga jafn freklega á persónuvernd neytenda eins og áður hefur verið fjallað um.

Hvort sem FaceApp fær aðgang að öllum myndum af notanda eða bara þeim sem er bætt inn í appið ættu þau miklu viðbrögð sem hafa komið fram vegna FaceApp smáforritsins að hvetja notendur til að huga betur að friðhelgi og vernd persónuupplýsinga þeirra á netinu í öllum smáforritum, samfélagsmiðlum og tækjum sem þeir nota.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Krani með stiga
21. mars 2023
Byggingamarkaður - Mikil umsvif komin til að vera
Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023
Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög
Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. feb. 2023
Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt
Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
8. feb. 2023
Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum
Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Strönd
21. des. 2022
Grjóthart efnahagsmál að tryggja líffræðilega fjölbreytni
Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur