Veistu hvaða upp­lýs­ing­um Tinder - og önn­ur öpp - safna um þig?

Við reiðum okkur öll á smáforrit eða „öpp“ í daglegu lífi og jafnvel notum við mörg, ólík öpp í snjallsímum okkar á hverjum degi. Við finnum símanúmer, eigum samskipti við fjölskyldu, vini og jafnvel ókunnuga, pöntum mat, skoðum veðrið, lesum greinar og fylgjumst með matar-, svefn- og drykkjarvenjum okkar.
28. september 2017

Þrátt fyrir að öppin auðveldi okkur lífið og geri tilveruna oft skemmtilegri þá geta þau einnig safnað umfangsmiklum persónuupplýsingum um okkur án okkar vitundar. Stundum er sagt að „ef þú greiðir ekki fyrir vöruna þá ert þú varan“ og það á oftar en ekki við um ókeypis öpp. Upplýsingar sem þú veitir um aldur, staðsetningu, áhugamál og venjur eru hluti af verðmætu stafrænu fótspori sem hægt er að selja til hæstbjóðanda.

Nýlega birtist grein á vef breska dagblaðsins The Guardian um gríðarlega söfnun persónuupplýsinga stefnumótaappsins Tinder. Stefnumótaappið safnar og varðveitir ýmsar viðkvæmar persónuupplýsingar sem m.a. skapast í samskiptum notenda í gegnum appið en líka með því að safna upplýsingum frá öðrum samfélagsmiðlum eins og Facebook. Appið safnar einnig ljósmyndum, upplýsingum um uppruna einstaklinga, menntun, kynhneigð, aldur og fleira.

Tinder-sagan fyllti 800 blaðsíður

Sú sem ritaði greinina í The Guardian, Judith Duportail, óskaði eftir aðgangi að persónuupplýsingum sínum hjá Tinder í krafti persónuverndarlöggjafar ESB. Tinder varð við beiðninni og sendi henni 800 blaðsíðna langt yfirlit yfir alla notkun hennar á Tinder; þ.m.t. um Facebook-„læk“, myndir af Instagram, menntun og aldursbil karlmanna sem hún hafði áhuga á, hversu oft hún átti samskipti í gegnum Tinder og við hverja og þannig hélt listinn áfram.

Tinder er ekki einsdæmi þegar kemur að söfnun umfangsmikilla persónuupplýsinga. Viðskiptamódel heilu fyrirtækjanna byggja á söfnun, greiningu og sölu persónuupplýsinga einstaklinga. Fyrirtækjum ber skylda til að fræða notendur sína um hvaða persónuupplýsingum er safnað, tilganginn með söfnuninni og meðferð upplýsinganna en skilmálar smáforrita eru hins vegar oft afar langir, tæknilega flóknir og satt best að segja getur verið erfiðleikum bundið að finna út nákvæmlega hvaða persónuupplýsingum öppin safna. Þetta umhverfi mun breytast um mitt ár 2018 þegar ný persónuverndarlöggjöf tekur gildi í flestum ríkjum Evrópu, þ.m.t. á Íslandi.

App-notendur þurfa að átta sig á eigin ábyrgð þegar kemur að notkun smáforrita, t.d. hverju þeir fórna fyrir aukin þægindi með notkun appa. Hið sama á við um hvers kyns „persónuleikapróf“ á netinu sem þykjast geta sagt til um í hvaða landi viðkomandi bjó í fyrra lífi, hvaða kóngur eða drottning hann væri og fleira slíkt. Allt sem við gerum á netinu skilur eftir sig stafræna slóð sem hægt er að rekja til okkar. Gagnamiðlarar (e. data brokers) safna og selja upplýsingarnar til dæmis til greiningarfyrirtækja sem kortleggja hegðun okkar og venjur eða auglýsenda sem senda okkur persónusniðnar auglýsingar.

Upplýsingamyndband um nýja persónuverndarlöggjöf og þýðingu hennar

Standið vörð um ykkar stafræna sjálf

Til að standa vörð um okkar stafræna sjálf má grípa til ýmissa aðgerða. Til dæmis er hægt að breyta stillingum fyrir einstök smáforrit í snjallsímanum með því að afturkalla samþykki fyrir því að appið safni persónuupplýsingum um þig (veljið „stillingar“ > „persónuvernd“ og breytið þeim fyrir einstaka smáforrit). Þá er mikilvægt að lesa persónuverndarstefnu eða notendaskilmála appsins eða a.m.k. átta sig á því hvort slíkt sé til staðar. Veljið öpp sem tryggja vernd persónuupplýsinga, t.d. með dulkóðun, og uppfærið öppin reglulega en uppfærslum fylgja oft uppfærðar öryggisráðstafanir. Loks er gott að eyða öppum sem þú notar ekki lengur.

Verum vakandi svo það komi okkur ekki á óvart þegar beiðni um aðgang að persónuupplýsingum okkar skilar 800-1200 blaðsíðna skýrslum sem innihalda margra ára upplýsingasöfnun um samskipti okkar, venjur og jafnvel dýpstu leyndarmál. Höfum líka í huga að það er ekki útilokað að tölvuþrjótar komist yfir þessar upplýsingar og að þær leki út á netið. Viljum við að allir geti séð það sem gerst hefur á Tinder?

Alma Tryggvadóttir er persónuverndarfulltrúi Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur