Er hag­vöxt­ur hinn eini sanni mæli­kvarði á vel­meg­un og fram­far­ir?

Stutta svarið við þessari spurningu er nei. En eins og oftast þegar hagfræðingar eru spurðir einfaldra spurninga setja þeir fyrirvara við svarið. Nákvæmara svar við spurningunni er því: Nei, en hagvöxtur er algengasti og e.t.v. skásti mælikvarðinn á efnahagsþróun. Hann er engu að síður takmarkaður.
10. maí 2019

Hagvöxtur mælir magnbreytingu á landsframleiðslu tiltekins hagkerfis (t.d. Íslands) yfir tiltekið tímabil; aukist framleiðsla eykst hagvöxtur en dragist landsframleiðsla saman mælist samdráttur. Tvær aðferðir eru algengastar til að mæla landsframleiðslu, annars vegar mæling með ráðstöfunaruppgjöri og hins vegar framleiðsluuppgjöri. Ráðstöfunaruppgjör mælir neyslu, fjárfestingu og útflutning en innflutningur kemur til frádráttar. Framleiðsluuppgjör er, eins og nafnið gefur til kynna, mæling á framleiðslu. Algengara er að nota ráðstöfunaruppgjör, líklega vegna þess að nauðsynlegar upplýsingar til að beita þeim mælikvarða eru aðgengilegri og berast örar.

Einn helsti gallinn á þessum mælikvörðum, eins og þeir eru útfærðir í dag, er að lítið sem ekkert tillit er tekið til hversu mikið hagkerfi nýta af náttúruauðlindum til að standa undir hagvexti. Ekki er heldur tekið tillit til þess hversu mikið hagkerfin menga eða ganga á náttúruna og almannagæði, eins og hreint loft.

Dæmi um þetta er ein helsta auðlind Íslands, fiskurinn í sjónum. Hér væri auðveldlega hægt að auka hagvöxt til skamms tíma með því að afnema kvótakerfið og hefja á ný stjórnlausar fiskveiðar þar sem öllum sem vettlingi geta valdið væri heimilt að veiða eins mikið þeir geta. Meiri afli úr sjó myndi auka útflutningstekjur hagkerfisins og auka efnahagsumsvif. Meðan á ævintýrinu stæði myndi mælast meiri hagvöxtur, enda væri ekkert tillit tekið til áhrifa á fiskistofnana til lengri tíma litið. Þegar því síðan lyki yrði þjóðin þó mun fátækari en áður, enda búið að eyðileggja auðlindina.

Aðrir gallar á mælingum á hagvexti sem nefndir eru hér að ofan eru t.d. að ekki er tekið tillit til sjálfboðastarfs og til vinnu íbúa innan heimilisins, svo sem þvotta, þrifa, viðhalds húsnæðis og garðvinnu. Garðvinna mælist þannig ekki til hagvaxtar nema hún sé unnin af garðyrkjumanni sem fær greitt fyrir sína vinnu, þvottarnir mælast ekki nema farið sé með þvottinn í þvottahús o.s.frv.

Ekki er spurt að því hvort garðurinn sé snyrtilegur eða þvotturinn hreinn – aðeins að því hvort greitt hafi verið fyrir verkið.
Olíuborholur

Markmiðið að auka hamingju

Þá vitum við það, hagvöxtur er síður en svo fullkominn mælikvarði á framgang, hamingju og velsæld samfélaga. En er til einhver annar og betri mælikvarði?

Á síðustu árum og misserum hefur mikið verið rætt um að taka þurfi ríkara tillit til ýmissa atriða sem ekki hafa verið inni í mælingum á hagvexti. Þessi umræða hefur ekki síst sprottið upp úr umfjöllun um hlýnun jarðar af mannavöldum og hvernig áhersla á aukna neyslu og aukna framleiðslu hefur leitt til loftslagsbreytinga.

Fjöldi mælikvarða hafa verið þróaðir til að mæla þróun og velsæld. Enginn þeirra hefur þó enn náð jafn almennri útbreiðslu og hagvaxtarmælikvarðinn. Nýsjálendingar ákváðu nýverið að reyna að bæta úr þessu. Markmið Nýsjálendinga er að mæla hamingju og lífsskilyrði íbúanna.

Á árlega Alþjóða efnahagsþinginu í Davos (World Economic Forum) í janúar útskýrði Jacinda Arden, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þetta þannig að fáir gæfu kost á sér í stjórnmálum með það sem helsta markmið að stuðla að auknum hagvexti. Markmið flestra stjórnmálamanna, að hennar mati, sé að auka hamingju og velsæld íbúanna. Þetta geri þeir til dæmis með því að reyna að draga úr fjölda heimilislausra, bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu eða bæta menntakerfið. Vandinn er sá að það getur verið erfitt að mæla árangur af aðgerðum. Mun meiri áhersla er yfirleitt lögð á einfalda mælikvarða eins og hagvöxt og helstu undirliði hagvaxtarmælinga í opinberri umræðu.

Eitt gott dæmi um það er að þegar stjórnmálamenn eru inntir eftir árangri í heilbrigðismálum eða menntun, þá er svarið oft á þá leið að útgjöld hafi verið aukin til málaflokksins um svo og svo marga milljarða eða prósent. Það segir aftur á móti ekkert um hvort heilsa þjóðarinnar hafi batnað eða menntunin aukist.

Nýsjálendingarnir hafa ákveðið að bæta úr þessu með innleiðingu velferðarmælikvarða inn í fjárlagaramma sinn. Þeim er ætlað að meta langtímaáhrif stjórnmálaákvarðana í fjárlögum á lífsgæði fólks. Sem dæmi um þetta verða mælikvarðar á barnafátækt á hverjum tíma hluti af fjárlögum sem lögð eru fram á þingi. Í hvert sinn sem stofnað er til nýrra útgjalda verður að fylgja rökstuðningur um hvernig sú aðgerð muni hafa áhrif til lækkunar á t.d. barnafátækt. Ráðherrum er þannig gert að rökstyðja hvernig ákvarðanir um útgjöld muni hafa mælanleg jákvæð áhrif á lífs fólks.

Mælikvarðar sem þessir eru ekki nýir af nálinni þótt Nýsjálendingar séu meðal fyrstu þjóða til að innleiða þá formlega inn í fjárlagarammann. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur t.a.m. um nokkurt skeið þróað og mælt fjölda tölfræðivísa á sviði efnahags, atvinnumála, velferðar, skattlagningar og árangurs í umhverfismálum. Árið 2011 hóf stofnunin að birta sérstaka lífskjaravísitölu (OECD Better Life Index) þar sem hægt er að sjá hvernig lönd koma út í alþjóðlegum samanburði í þáttum eins og tekjum, heilsu, hreinleika lofts og menntun.

Í næstu grein mun ég fjalla um hvernig Ísland kemur út í þessum samanburði.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur