Ein­stak­ling­ar vakt­að­ir hverja ein­ustu sek­úndu

Fjölmargir aðilar safna, greina og selja umfangsmikið magn persónuupplýsinga einstaklinga á degi hverjum. Upplýsingarnar flæða frá okkur í gegnum snjallsíma, snjallúr, samfélagsmiðla eða öpp, við kaup á vörum eða þjónustu og þegar vafrað er um netið.
28. janúar 2019

Í liðinni viku sektuðu frönsk persónuverndaryfirvöld tæknirisann Google um tæpa sjö milljarða króna fyrir brot á persónuverndarlögum. Brot Google fólst í skorti á gagnsæi og upplýsingagjöf til neytenda. Þar að auki var samþykki fyrir vinnslunni ekki nægilega skýrt en illskiljanlegt er fyrir notendendur að átta sig á því hvernig persónuupplýsingar þeirra eru unnar af tæknirisanum í þeim tilgangi að beina til þeirra persónubundnum auglýsingum.

Ný persónuverndarlög sem byggja á Evrópureglugerð um sama efni (GDPR) gera ríkar kröfur til gagnsæis og upplýsingagjafar til neytenda en slíka fræðslu ber að veita á aðgengilegu formi og skýru og einföldu máli.

Hinn alsjáandi „stóri bróðir“ birtist ekki í formi ríkisvaldsins eins og hjá George Orwell heldur gagnadrifinna fyrirtækja og stofnana sem þekkja virði gagna og persónuupplýsinga.

Stafræn sjálfsmynd hefur áhrif á réttindi og þjónustu

Persónuvernd og vernd persónuupplýsinga er hluti af grundvallarrétti allra einstaklinga til friðhelgi einkalífs. Þar er sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga gert hátt undir höfði. Persónuverndarlög eru ekki sett eingöngu til að vernda þá sem hafa eitthvað að fela. Þvert á móti er markmið þeirra að veita einstaklingum betri stjórn yfir eigin upplýsingum - hvenær, hvernig og af hverjum upplýsingar eru unnar og hvaða mynd er dregin upp af einstaklingum, hvort sem er í net- eða raunheimum.

Stafræn sjálfsmynd einstaklinga fylgir þeim og hefur áhrif á réttindi þeirra og þá þjónustu sem þeim er veitt. Þá er ósvífin og ítarleg gagnagreining farin að hafa áhrif á kosningar í lýðræðisríkjum og persónubundin skilaboð til kjósenda, á grundvelli ítarlegrar greiningar á persónubundnu hátterni þeirra, vegur þar með að grunnstoðum lýðræðisríkja.

Tækniframfarir gera hvers kyns söfnun, vinnslu og greiningu persónuupplýsinga mun auðveldari en áður auk þess sem afleiðingar misferlis með upplýsingarnar eru mun alvarlegri en áður. Tækniframfarir leiða ekki til þess að réttur einstaklinga til friðhelgi einkalífs dragist saman heldur auka þær þvert á móti mikilvægi þess að samfélagið standi vörð um slík grundvallar mannréttindi.

Ýmsar leiðir færar til að standa vörð um persónuupplýsingar

Í dag, 28. janúar, er hinn evrópski persónuverndardagur haldinn hátíðlegur víða um heim. Það er vert að staldra við og huga að því hvaða upplýsingar við látum frá okkur í skiptum fyrir þægindi, dægradvöl eða hagræði sem samfélagsmiðlar og smáforrit færa okkur. Neytendum eru ýmsar leiðir færar vilji þeir standa vörð um persónuupplýsingar sínar.

Mikilvægt er að kynna sér friðhelgisstillingar þeirra snjalltækja, miðla og netvafra sem notaðir eru. Það er um að gera að velja sterk lykilorð og alls ekki nota sama lykilorðið á fleiri en einum stað. Lykilorð er hægt að vista í sérstökum og öruggum öppum sem aðstoða einstaklinga við að muna hin ýmsu lykilorð. Vírusvarnir eru mikilvægar til að tryggja öryggi og uppfærslum á hugbúnaði og öppum fylgja oft öryggisuppfærslur, svo að ekki er gott að draga slíkar uppfærslur. Hér eru fleiri góð ráð til að tryggja örugg bankaviðskipti.

Einnig er hægt að vafra um netið þannig að ekki verði til stafræn slóð um vefsöguna og hvað einstaklingar skoða, með því að stilla netvafra á „private browsing“. Þá er hægt að stilla hvort/hvaða vefkökur einstaklingur samþykkir á netvafra sínum en persónuupplýsingum er safnað með vefkökum, t.d. í auglýsingaskyni. Upplýsingasöfnun með vefkökum er einnig takmörkuð ef slökkt er á Facebook, eða öðrum samfélagsmiðlum í tölvunni, þegar einstaklingar vafra um netið.

Að lokum er vert að nefna mikilvægi þess að lesa skilmála fyrir vöru, þjónustu eða öpp sem einstaklingur nýtir sér – sem vonandi verða settir fram á skýran, hnitmiðaðan og einfaldan hátt eins og ný persónuverndarlög gera nú kröfu um.

Réttindagátt á vef Landsbankans

Á þessum degi hafa persónuverndaryfirvöld og aðrir aðilar, sem láta sig persónuvernd varða, staðið fyrir vitundarvakningu um persónu- og einkalífsrétt einstaklinga. Í réttindagátt Landsbankans á vef bankans geta einstaklingar á einfaldan hátt sótt um aðgang að eigin persónuupplýsingum og lesið sér nánar til um þann rétt sem persónuverndarlög veita þeim.

Höfundur er persónuverndarfulltrúi Landsbankans og stundakennari í persónurétti við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands.

Þú gætir einnig haft áhuga á
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur