Ein­stak­ling­ar vakt­að­ir hverja ein­ustu sek­úndu

Fjölmargir aðilar safna, greina og selja umfangsmikið magn persónuupplýsinga einstaklinga á degi hverjum. Upplýsingarnar flæða frá okkur í gegnum snjallsíma, snjallúr, samfélagsmiðla eða öpp, við kaup á vörum eða þjónustu og þegar vafrað er um netið.
28. janúar 2019

Í liðinni viku sektuðu frönsk persónuverndaryfirvöld tæknirisann Google um tæpa sjö milljarða króna fyrir brot á persónuverndarlögum. Brot Google fólst í skorti á gagnsæi og upplýsingagjöf til neytenda. Þar að auki var samþykki fyrir vinnslunni ekki nægilega skýrt en illskiljanlegt er fyrir notendendur að átta sig á því hvernig persónuupplýsingar þeirra eru unnar af tæknirisanum í þeim tilgangi að beina til þeirra persónubundnum auglýsingum.

Ný persónuverndarlög sem byggja á Evrópureglugerð um sama efni (GDPR) gera ríkar kröfur til gagnsæis og upplýsingagjafar til neytenda en slíka fræðslu ber að veita á aðgengilegu formi og skýru og einföldu máli.

Hinn alsjáandi „stóri bróðir“ birtist ekki í formi ríkisvaldsins eins og hjá George Orwell heldur gagnadrifinna fyrirtækja og stofnana sem þekkja virði gagna og persónuupplýsinga.

Stafræn sjálfsmynd hefur áhrif á réttindi og þjónustu

Persónuvernd og vernd persónuupplýsinga er hluti af grundvallarrétti allra einstaklinga til friðhelgi einkalífs. Þar er sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga gert hátt undir höfði. Persónuverndarlög eru ekki sett eingöngu til að vernda þá sem hafa eitthvað að fela. Þvert á móti er markmið þeirra að veita einstaklingum betri stjórn yfir eigin upplýsingum - hvenær, hvernig og af hverjum upplýsingar eru unnar og hvaða mynd er dregin upp af einstaklingum, hvort sem er í net- eða raunheimum.

Stafræn sjálfsmynd einstaklinga fylgir þeim og hefur áhrif á réttindi þeirra og þá þjónustu sem þeim er veitt. Þá er ósvífin og ítarleg gagnagreining farin að hafa áhrif á kosningar í lýðræðisríkjum og persónubundin skilaboð til kjósenda, á grundvelli ítarlegrar greiningar á persónubundnu hátterni þeirra, vegur þar með að grunnstoðum lýðræðisríkja.

Tækniframfarir gera hvers kyns söfnun, vinnslu og greiningu persónuupplýsinga mun auðveldari en áður auk þess sem afleiðingar misferlis með upplýsingarnar eru mun alvarlegri en áður. Tækniframfarir leiða ekki til þess að réttur einstaklinga til friðhelgi einkalífs dragist saman heldur auka þær þvert á móti mikilvægi þess að samfélagið standi vörð um slík grundvallar mannréttindi.

Ýmsar leiðir færar til að standa vörð um persónuupplýsingar

Í dag, 28. janúar, er hinn evrópski persónuverndardagur haldinn hátíðlegur víða um heim. Það er vert að staldra við og huga að því hvaða upplýsingar við látum frá okkur í skiptum fyrir þægindi, dægradvöl eða hagræði sem samfélagsmiðlar og smáforrit færa okkur. Neytendum eru ýmsar leiðir færar vilji þeir standa vörð um persónuupplýsingar sínar.

Mikilvægt er að kynna sér friðhelgisstillingar þeirra snjalltækja, miðla og netvafra sem notaðir eru. Það er um að gera að velja sterk lykilorð og alls ekki nota sama lykilorðið á fleiri en einum stað. Lykilorð er hægt að vista í sérstökum og öruggum öppum sem aðstoða einstaklinga við að muna hin ýmsu lykilorð. Vírusvarnir eru mikilvægar til að tryggja öryggi og uppfærslum á hugbúnaði og öppum fylgja oft öryggisuppfærslur, svo að ekki er gott að draga slíkar uppfærslur. Hér eru fleiri góð ráð til að tryggja örugg bankaviðskipti.

Einnig er hægt að vafra um netið þannig að ekki verði til stafræn slóð um vefsöguna og hvað einstaklingar skoða, með því að stilla netvafra á „private browsing“. Þá er hægt að stilla hvort/hvaða vefkökur einstaklingur samþykkir á netvafra sínum en persónuupplýsingum er safnað með vefkökum, t.d. í auglýsingaskyni. Upplýsingasöfnun með vefkökum er einnig takmörkuð ef slökkt er á Facebook, eða öðrum samfélagsmiðlum í tölvunni, þegar einstaklingar vafra um netið.

Að lokum er vert að nefna mikilvægi þess að lesa skilmála fyrir vöru, þjónustu eða öpp sem einstaklingur nýtir sér – sem vonandi verða settir fram á skýran, hnitmiðaðan og einfaldan hátt eins og ný persónuverndarlög gera nú kröfu um.

Réttindagátt á vef Landsbankans

Á þessum degi hafa persónuverndaryfirvöld og aðrir aðilar, sem láta sig persónuvernd varða, staðið fyrir vitundarvakningu um persónu- og einkalífsrétt einstaklinga. Í réttindagátt Landsbankans á vef bankans geta einstaklingar á einfaldan hátt sótt um aðgang að eigin persónuupplýsingum og lesið sér nánar til um þann rétt sem persónuverndarlög veita þeim.

Höfundur er persónuverndarfulltrúi Landsbankans og stundakennari í persónurétti við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Krani með stiga
21. mars 2023
Byggingamarkaður - Mikil umsvif komin til að vera
Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023
Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög
Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. feb. 2023
Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt
Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
8. feb. 2023
Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum
Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur