Viltu spara hluta af sum­ar­laun­un­um þín­um?

Það skiptir flesta máli að fá góðar tekjur af sumarvinnunni og eiga sem mest eftir í lok sumars. Hér fjöllum við um nokkur atriði sem er gott að hafa í huga þegar þú ræður þig í sumarvinnuna og vilt byrja að spara.
Ungt fólk
16. júní 2022 - Landsbankinn

Þegar þú ræður þig í vinnu átt þú að fá upplýsingar um kaup, kjör og vinnutíma. Þú þarft líka að hafa á hreinu hvort þú sért launamaður eða verktaki. Þegar þú ert launamaður nýtur þú meiri réttinda en sem verktaki. Ef þú vilt fá upplýsingar um réttindi, s.s. um lágmarkslaun, vinnutíma og fleira, getur þú leitað til stéttarfélagsins þíns og fengið upplýsingar og ráðgjöf.

Það er líka góð regla að fara vandlega yfir launaseðilinn um hver mánaðamót, skoða tímaskráningu, launataxta, hvort launin hafi verið lögð inn á reikninginn þinn, hvort þú fáir greitt orlof (ef það á við) og að greitt sé í lífeyrissjóð.

Hvað sýnir launaseðillinn?

Þegar þú færð útborgað í fyrsta sinn sérðu á launaseðlinum þínum að við launin þín geta bæst ýmsar greiðslur, s.s. orlofsgreiðslur, mótframlag launagreiðanda í skyldulífeyrissparnað og viðbótarlífeyrissparnað sem þú færð ekki útborgaðar strax. Svo er líka tekið af laununum þínum, t.d. skattur, greiðslur í lífeyrissjóð og gjald til stéttarfélags.

Ef þú ert 16 ára eða eldri áttu rétt á persónuafslætti sem er í raun skattaafsláttur sem dregst frá þeim skatti sem þú greiðir af launum þínum. Persónuafsláttur árið 2023 er 59.665 krónur kr. á mánuði, eða 715.980 kr. á ári. Ef persónuafsláttur er ekki fullnýttur í hverjum mánuði safnast hann upp sem kemur sér sérlega vel fyrir þau sem eru bara með vinnu á sumrin. Ef þú ert með fleiri en einn vinnuveitanda þarftu að passa að persónuafslátturinn þinn sé ekki fullnýttur hjá báðum aðilum – þú vilt ekki fá bakreikninginn frá Skattinum.

Upplýsingar um persónuafslátt hjá Skattinum

Það borgar sig að spara

Ef þú vilt eiga afgang í lok sumars þarftu að spara. Upphæðin þarf ekki að vera há en margt smátt gerir eitt stórt. 

Þú getur til dæmis farið í Landsbankaappið og stofnað reikning (spara í appi). Þar getur þú sett þér sparnaðarmarkmið og appið reiknar hversu mikið þú þarft að leggja fyrir á mánuði til að ná markmiðinu. Þú getur valið hvort þú leggur fyrir fasta upphæð í hverjum mánuði eða ákveðið hlutfall af laununum þínum. Með sjálfvirkum sparnaði þarftu ekki að muna eftir því að leggja hluta af laununum til hliðar.

Yfirleitt eru laun greidd inn á veltureikninga en það eru reikningar sem eru notaðir til að greiða daglega neyslu og eru oft tengdir við debetkort. Ef þú átt peninga sem þú ætlar að spara, eða a.m.k. ekki eyða alveg strax, er miklu betra að hagstæðara að vera með sparnaðarreikning í appinu og leggja peningana inn þar. Þegar þú þarft á honum að halda ertu enga stund að færa hann af sparnaðarreikningnum yfir á veltureikninginn. Þegar þessi grein var uppfærð (maí 2024) færðu 8,25% vexti þegar þú sparar í appinu en 2,20% vexti ef þú geymir peninginn á veltureikningi. Um er að ræða óbundinn reikning sem þýðir að peningarnir eru aðgengilegir hvenær sem er.

Nú er töluverð verðbólga og ef þú ert til í að geyma peninginn lengur í bankanum getur þú lagt hann inn á Landsbók sem er verðtryggður reikningur. Upphæðin sem þú leggur inn er bundin í 11 mánuði og þá getur þú beðið um útgreiðslur sem berst 31 degi síðar. Eftir þennan tíma eru inngreiðslur lausar með 31 dags fyrirvara. Með því að hafa sparnað á verðtryggðum reikningi færð þú verðbætur í samræmi við verðbólguna. Til viðbótar við verðtrygginguna ber reikningurinn nú 1,60% vexti.

Hægt er að velja um ýmiskonar aðra reikninga og upplýsingar um þá eru aðgengilegir á vefnum okkar.

Nánar um sparnað í appi

Sparnaður er hluti af því að undirbúa framtíðina, tímamótin, húsnæðiskaupin eða hvað sem er. Ef þú ert 18 ára eða eldri þá getur þú stofnað mánaðarlega áskrift í appinu og stundað viðskipti með sjóði Landsbréfa.

Nánar um verðbréf í appi

Viðbótarlífeyrissparnaður til að kaupa fyrstu íbúð

Frá 16 ára aldri getur þú borgað hluta af laununum þínum í viðbótarlífeyrissparnað. Ef þú greiðir 2-4% af heildarlaunum í viðbótarlífeyrissparnað þá færðu aukalega 2% af laununum þínum frá vinnuveitanda sem mótframlag. Þessi 2% frá vinnuveitanda eru í raun launahækkun sem þú færð bara ef þú ert með viðbótarlífeyrissparnað. Þú getur síðar nýtt þér viðbótarlífeyrissparnaðinn, skattfrjálst, til þess að kaupa þína fyrstu íbúð. Það getur því margborgað sig að skrá sig sem fyrst í viðbótarlífeyrissparnað.

Meira um viðbótarlífeyrissparnað

Hvert fer skyldulífeyrissparnaðurinn þinn?

Sem launamaður greiðir þú 4% af laununum þínum í skyldulífeyrissparnað en vinnuveitandi yfirleitt 11,5% til viðbótar, eða samtals 15,5%. Stór hluti launamanna getur valið í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða en sumar starfsstéttir eru bundnar tilteknum lífeyrissjóðum vegna kjarasamninga. Sjóðirnir eru ólíkir og því mikilvægt að kynna sér þá möguleika sem í boði eru. Hjá flestum lífeyrissjóðum rennur allur eða meirihluti skyldulífeyrissparnaðarins í samtryggingu. Samtrygging er ekki eign heldur réttindi sem tryggja fastar mánaðarlegar greiðslur út ævina.

Meira um skyldulífeyrissparnað

Í langflestum tilvikum eru fyrstu skrefin út á vinnumarkaðinn skemmtileg og gagnleg reynsla. Vonandi kynnist þú nýju og áhugaverðu fólki, færð innsýn í hin ýmsu störf og lærir eitthvað nýtt. Gangi þér vel!

Greinin birtist fyrst 1. júní 2021 en var síðast uppfærð 16. júní 2023.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Fjölskylda við rafmagnsbíl
20. maí 2024
Ertu að hugsa um að kaupa rafbíl?
Kaupverð og rekstrarkostnaður vega þungt í ákvarðanatöku um bílakaup en umhverfis- og samfélagsábyrgð skipta okkur flest æ meira máli. Til viðbótar við gerð, lit og stærð þarf að velja á milli orkugjafa, en rafbílar eru að hasla sér völl í öllum stærðarflokkum fólksbíla. Þannig eru nú til fjölmargar rafbílategundir í öllum flokkum sem mætt get fjölbreyttum þörfum neytenda. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Íbúðir
8. maí 2024
Getur borgað sig að festa vexti þegar þeir eru svona háir?
Þau sem festu vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þegar vextir voru sem lægstir, sjá nú fram á að greiðslubyrðin af lánunum muni hækka verulega þegar vextirnir losna. Margar leiðir eru færar til að lækka greiðslubyrði af íbúðalánum og ein þeirra er að festa vextina. En getur það borgað sig þegar vextir eru svona háir og fara vonandi lækkandi?
Lyftari í vöruhúsi
8. maí 2024
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Ungt fólk
5. apríl 2024
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
Stúlkur á hlaupahjólum
15. mars 2024
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Hjón úti í náttúru
12. mars 2024
Það gæti borgað sig að spara í sjóðum ef þú færð greiðslur frá TR
Þau sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins hafa mörg hver rekið sig á að fjármagnstekjur umfram ákveðna fjárhæð geta skert greiðslurnar. Það er eðlilegt að spyrja sig hvaða leiðir séu bestar fyrir sparnaðinn, sérstaklega eftir að vextir tóku að hækka, og hvernig best er að haga sparnaði með tilliti til fjármagnstekna.
Verðbréfasíða í netbanka
24. jan. 2024
Viltu ná árangri með eignadreifingu?
Okkur er oft ráðlagt að dreifa eignum okkar til þess að draga úr sveiflum. Viðkvæðið „ekki setja öll eggin í sömu körfuna“ stendur fyrir sínu, en með því að dreifa áhættunni getum við varið okkur gegn ófyrirséðu tapi af stökum fjárfestingum.
18. jan. 2024
Hvernig er fjármálaheilsan?
Við upphaf nýs árs er mjög algengt að fólk byrji í heilsuátaki, enda oft ekki vanþörf á eftir margra vikna sykurát og óhóflega neyslu á mat og drykk. Það er upplagt að nota tækifærið til að velta líka fyrir sér fjármálaheilsunni og setja sér markmið um að bæta fjármálin.
16. jan. 2024
Hægt að spara stórfé með því að leggja bílnum
Svigrúmið til að skera niður föst útgjöld heimilisins þannig að virkilega muni um er oft lítið. Eitt liggur þó betur við höggi en flest annað, nefnilega hinn rándýri einkabíll!
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur