Hvern­ig get­ur þú ávaxtað lausafé fyr­ir­tæk­is­ins?

Eins og fjármálastjórar og aðrir sem koma að fjármálum fyrirtækja vita eru úrlausnarefnin mörg og flókin þessa dagana. Ávöxtun lausafjár krefst útsjónarsemi og að við gefum okkur góðan tíma til að skoða þá kosti sem í boði eru.
22. ágúst 2021

Í flestum tilfellum vilja fyrirtæki ávaxta veltufjármuni til skemmri tíma. Almennt gildir að þegar við hugum að ávöxtun til skemmri tíma er ekki svigrúm fyrir sveiflur í ávöxtun. Því þarf að athuga vel eðli fjármálagerninga áður en maður velur fjárfestingarkost. Stundum er þó verið að safna í sjóð sem getur verið ætlaður til verkefna, svo sem mögulegra framkvæmda eða fjárfestinga lengra fram í tímann. Þá er mikilvægt að huga að viðskiptakostnaði sem getur fallið til við kaup og sölu verðbréfa, svo sem víxla og skuldabréfa á verðbréfamarkaði. Einnig þurfum við að huga að seljanleika og binditíma fjárfestingarkosta. Markmiðin með sparnaðinum stýra okkur í gegnum þær ákvarðanir sem þarf að taka og að þeirri leið sem best þjónar okkur hverju sinni.

Misjöfn kjör á innlánum

Kjör á innlánum fara að miklu leyti eftir þeirri upphæð sem er til ávöxtunar og hversu lengi hún má vera bundin. Sem dæmi má nefna að reikningar sem eru bundnir til t.d. eins mánaðar bera töluvert hagstæðari kjör en reikningar sem eru lausir til úttektar án fyrirvara. Að auki hækka vextirnir eftir því sem upphæðin er hærri.

Peningamarkaðsinnlán fyrir stærstu fyrirtækin

Peningamarkaðsinnlán eru þess eðlis að gerður er samningur til ákveðins tíma um upphæð og vaxtakjör á milli aðila. Öll innlánsfjárhæðin er bundin allan innlánstímann sem getur verið allt frá því að vera einungis sólarhringur til nokkurra mánaða. Þessi tegund innlána er einungis í boði fyrir verulegar fjárhæðir og hentar aðeins allra stærstu fyrirtækjunum. Peningamarkaðsinnlán geta líka verið uppsegjanleg með fyrirfram ákveðnum dagafjölda.

Víxlar yfirleitt fyrir skammtímafjármögnun

Víxlar eru óverðtryggðir og yfirleitt notaðir ef um skammtímafjármögnun er að ræða og eru þeir yfirleitt ekki gefnir út til lengri tíma en eins árs. Helstu útgefendur skráðra víxla á Íslandi eru fjármálafyrirtæki og ríkissjóður. Alla jafna er eftirmarkaður með víxla frekar lítill. Sem ávöxtunarmöguleiki henta víxlar því helst þeim sem sjá fram á að eiga þá til gjalddaga.

Lausafjársjóðir njóta meiri vinsælda

Fyrirtæki, sveitarfélög og opinberar stofnanir hafa í auknum mæli nýtt möguleika lausafjársjóða til ávöxtunar veltufjár. Lausafjársjóðir geta verið verðbréfasjóðir eða fjárfestingasjóðir og fjárfesta oftast í peningamarkaðsinnlánum fjármálafyrirtækja, stuttum ríkisskuldabréfum og víxlum,  sértryggðum skuldabréfum fjármálafyrirtækja  og skuldabréfum fyrirtækja. Í slíkum sjóðum er búið að setja saman og dreifa áhættu á milli nokkurra útgefenda og einnig er búið að dreifa gjalddögum þeirra eigna sem eru undirliggjandi í sjóðnum. Fjárfestingu í lausafjársjóði getur þú innleyst án fyrirvara en hafðu í huga að sjóðirnir eru með eins til tveggja daga uppgjörstíma á viðskiptum (kaup og sölu). Einn af kostunum við fjárfestingu í lausafjársjóðum er að sjóðstjóri sér um stýringu fyrir þig í samræmi við reglur sjóðsins.

Misjöfn samsetning lausafjársjóða

Samsetning lausafjársjóða er breytileg á milli rekstraraðila en þegar þú fjárfestir í sjóði til að ávaxta fjármuni til skamms tíma eru nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga, meðal annars viðskiptakostnaður og vaxtaáhætta.

  • Viðskiptakostnaður
    Þegar rætt er um viðskiptakostnað í sjóðum þá er verið að tala um muninn á kaup- og sölugengi sjóða. Flestir lausafjársjóðir eru án gengismunar en í sumum tilfellum er tekið afgreiðslugjald og er það breytilegt á milli fjármálafyrirtækja.
  • Vaxtaáhætta
    Meðaltími undirliggjandi eigna í sjóðnum skiptir máli þar sem sveiflur í ávöxtun, þ.e. vaxtaáhætta bréfa, eru meiri eftir því sem líftími er lengri. Líftími vísar í tíma fram að gjalddaga bréfa og lausafjársjóðir eru alla jafna með stuttan líftíma til að takmarka mögulegar sveiflur í sjóðunum. Flestir lausafjársjóðir takmarka meðallíftíma við 6-12 mánuði. Sjóðstjóri metur aðstæður á markaði og fjárfestingartækifæri út frá þessum og öðrum skilyrðum og út frá því getur líftími verið breytilegur innan þeirra takmarkana sem fjárfestingarheimildir sjóðsins leyfa.

Ávöxtun til lengri tíma

Mögulegum fjárfestingarkostum fjölgar þegar þú ert að ávaxta fjármuni til lengri tíma. Nú getur þú horft til leiða sem fela í sér auknar sveiflur en jafnframt væntingar um meiri ávöxtun. Enn og aftur skiptir máli að kortleggja sparnaðinn, setja markmið og hafa í huga getu fyrirtækisins til að takast á við mögulegar niðursveiflur á markaði.

Þegar þú ávaxtar til lengri tíma koma skuldabréf með lengri líftíma, fjölbreyttari útgefendahópar og mögulega hlutabréf, innlend sem erlend, til greina. Alltaf er þó mikilvægt að huga að áhættudreifingu og seljanleika.

Að finna réttu leiðina

Við bjóðum fyrirtækjum upp á fjölbreyttar leiðir til að ávaxta fé og veitum vandaða og trausta ráðgjöf.

  • Bankareikningar
    Hjá okkur finnur þú fjölbreytt úrval reikninga sem þjóna þörfum fyrirtækisins, hvort sem þarf að ávaxta til lengri eða skemmri tíma.
    Bankareikningar
  • Lausafjársjóðir
    Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur tvo lausafjársjóði; Veltubréf og Veltubréf plús. Sjóðirnir henta vel til að ávaxta sparnað til skemmri eða lengri tíma.
    Veltubréf
    Veltubréf plús
  • Blandaðir sjóðir – ávöxtun til lengri tíma
    Landsbréf reka fjölmarga skuldabréfasjóði og innlenda og erlenda hlutabréfasjóði. Einnig reka Landsbréf blandaða sjóði sem henta vel til að ávaxta sparnað í vel dreifðu eignasafni til lengri tíma.
    Sjóðir
  • Ráðgjöf
    Við í fagfjárfestaþjónustu Landsbankans erum með áralanga reynslu af starfi á verðbréfamarkaði. Við veitum faglega ráðgjöf, þar sem þörfum hvers og eins er mætt. 
    Fagfjárfestaþjónusta

Þessi grein birtist fyrst 15. apríl 2021 en var uppfærð 31. ágúst 2022.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ungt fólk
5. apríl 2024
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
Stúlkur á hlaupahjólum
15. mars 2024
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Hjón úti í náttúru
12. mars 2024
Það gæti borgað sig að spara í sjóðum ef þú færð greiðslur frá TR
Þau sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins hafa mörg hver rekið sig á að fjármagnstekjur umfram ákveðna fjárhæð geta skert greiðslurnar. Það er eðlilegt að spyrja sig hvaða leiðir séu bestar fyrir sparnaðinn, sérstaklega eftir að vextir tóku að hækka, og hvernig best er að haga sparnaði með tilliti til fjármagnstekna.
Verðbréfasíða í netbanka
24. jan. 2024
Viltu ná árangri með eignadreifingu?
Okkur er oft ráðlagt að dreifa eignum okkar til þess að draga úr sveiflum. Viðkvæðið „ekki setja öll eggin í sömu körfuna“ stendur fyrir sínu, en með því að dreifa áhættunni getum við varið okkur gegn ófyrirséðu tapi af stökum fjárfestingum.
18. jan. 2024
Hvernig er fjármálaheilsan?
Við upphaf nýs árs er mjög algengt að fólk byrji í heilsuátaki, enda oft ekki vanþörf á eftir margra vikna sykurát og óhóflega neyslu á mat og drykk. Það er upplagt að nota tækifærið til að velta líka fyrir sér fjármálaheilsunni og setja sér markmið um að bæta fjármálin.
16. jan. 2024
Hægt að spara stórfé með því að leggja bílnum
Svigrúmið til að skera niður föst útgjöld heimilisins þannig að virkilega muni um er oft lítið. Eitt liggur þó betur við höggi en flest annað, nefnilega hinn rándýri einkabíll!
Verðbréf í appi
4. jan. 2024
Þetta er gott að vita áður en þú kaupir í sjóði
Fjárfesting í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum er vinsæl leið til að ávaxta sparifé. Ef þú ert að velta fyrir þér að setja sparnaðinn þinn, eða hluta af honum, í sjóð er gott að þekkja nokkur lykilhugtök.
20. des. 2023
Hvað á að borga fyrir barnapössun?
Stundum þurfa foreldrar að skreppa eða geta ekki sótt börn á réttum tíma vegna vinnu eða náms. Frí í skólum eru líka lengri en sumarfrí foreldra og sumarnámskeið eru yfirleitt styttri en vinnudagur. Því þarf stundum að redda pössun. En hvað á að borga á tímann fyrir barnapössun?
Rafræn greiðsla
10. nóv. 2023
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-44% ársvöxtum. Og það er slatti!
2. nóv. 2023
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur