Hvernig get­ur þú ávaxt­að lausa­fé fyr­ir­tæk­is­ins?

Eins og fjármálastjórar og aðrir sem koma að fjármálum fyrirtækja vita eru úrlausnarefnin mörg og flókin þessa dagana. Ávöxtun lausafjár krefst útsjónarsemi og að við gefum okkur góðan tíma til að skoða þá kosti sem í boði eru.
22. ágúst 2021

Í flestum tilfellum vilja fyrirtæki ávaxta veltufjármuni til skemmri tíma. Almennt gildir að þegar við hugum að ávöxtun til skemmri tíma er ekki svigrúm fyrir sveiflur í ávöxtun. Því þarf að athuga vel eðli fjármálagerninga áður en maður velur fjárfestingarkost. Stundum er þó verið að safna í sjóð sem getur verið ætlaður til verkefna, svo sem mögulegra framkvæmda eða fjárfestinga lengra fram í tímann. Þá er mikilvægt að huga að viðskiptakostnaði sem getur fallið til við kaup og sölu verðbréfa, svo sem víxla og skuldabréfa á verðbréfamarkaði. Einnig þurfum við að huga að seljanleika og binditíma fjárfestingarkosta. Markmiðin með sparnaðinum stýra okkur í gegnum þær ákvarðanir sem þarf að taka og að þeirri leið sem best þjónar okkur hverju sinni.

Misjöfn kjör á innlánum

Kjör á innlánum fara að miklu leyti eftir þeirri upphæð sem er til ávöxtunar og hversu lengi hún má vera bundin. Sem dæmi má nefna að reikningar sem eru bundnir til t.d. eins mánaðar bera töluvert hagstæðari kjör en reikningar sem eru lausir til úttektar án fyrirvara. Að auki hækka vextirnir eftir því sem upphæðin er hærri.

Peningamarkaðsinnlán fyrir stærstu fyrirtækin

Peningamarkaðsinnlán eru þess eðlis að gerður er samningur til ákveðins tíma um upphæð og vaxtakjör á milli aðila. Öll innlánsfjárhæðin er bundin allan innlánstímann sem getur verið allt frá því að vera einungis sólarhringur til nokkurra mánaða. Þessi tegund innlána er einungis í boði fyrir verulegar fjárhæðir og hentar aðeins allra stærstu fyrirtækjunum. Peningamarkaðsinnlán geta líka verið uppsegjanleg með fyrirfram ákveðnum dagafjölda.

Víxlar yfirleitt fyrir skammtímafjármögnun

Víxlar eru óverðtryggðir og yfirleitt notaðir ef um skammtímafjármögnun er að ræða og eru þeir yfirleitt ekki gefnir út til lengri tíma en eins árs. Helstu útgefendur skráðra víxla á Íslandi eru fjármálafyrirtæki og ríkissjóður. Alla jafna er eftirmarkaður með víxla frekar lítill. Sem ávöxtunarmöguleiki henta víxlar því helst þeim sem sjá fram á að eiga þá til gjalddaga.

Lausafjársjóðir njóta meiri vinsælda

Fyrirtæki, sveitarfélög og opinberar stofnanir hafa í auknum mæli nýtt möguleika lausafjársjóða til ávöxtunar veltufjár. Lausafjársjóðir geta verið verðbréfasjóðir eða fjárfestingasjóðir og fjárfesta oftast í peningamarkaðsinnlánum fjármálafyrirtækja, stuttum ríkisskuldabréfum og víxlum,  sértryggðum skuldabréfum fjármálafyrirtækja  og skuldabréfum fyrirtækja. Í slíkum sjóðum er búið að setja saman og dreifa áhættu á milli nokkurra útgefenda og einnig er búið að dreifa gjalddögum þeirra eigna sem eru undirliggjandi í sjóðnum. Fjárfestingu í lausafjársjóði getur þú innleyst án fyrirvara en hafðu í huga að sjóðirnir eru með eins til tveggja daga uppgjörstíma á viðskiptum (kaup og sölu). Einn af kostunum við fjárfestingu í lausafjársjóðum er að sjóðstjóri sér um stýringu fyrir þig í samræmi við reglur sjóðsins.

Misjöfn samsetning lausafjársjóða

Samsetning lausafjársjóða er breytileg á milli rekstraraðila en þegar þú fjárfestir í sjóði til að ávaxta fjármuni til skamms tíma eru nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga, meðal annars viðskiptakostnaður og vaxtaáhætta.

 • Viðskiptakostnaður
  Þegar rætt er um viðskiptakostnað í sjóðum þá er verið að tala um muninn á kaup- og sölugengi sjóða. Flestir lausafjársjóðir eru án gengismunar en í sumum tilfellum er tekið afgreiðslugjald og er það breytilegt á milli fjármálafyrirtækja.
 • Vaxtaáhætta
  Meðaltími undirliggjandi eigna í sjóðnum skiptir máli þar sem sveiflur í ávöxtun, þ.e. vaxtaáhætta bréfa, eru meiri eftir því sem líftími er lengri. Líftími vísar í tíma fram að gjalddaga bréfa og lausafjársjóðir eru alla jafna með stuttan líftíma til að takmarka mögulegar sveiflur í sjóðunum. Flestir lausafjársjóðir takmarka meðallíftíma við 6-12 mánuði. Sjóðstjóri metur aðstæður á markaði og fjárfestingartækifæri út frá þessum og öðrum skilyrðum og út frá því getur líftími verið breytilegur innan þeirra takmarkana sem fjárfestingarheimildir sjóðsins leyfa.

Ávöxtun til lengri tíma

Mögulegum fjárfestingarkostum fjölgar þegar þú ert að ávaxta fjármuni til lengri tíma. Nú getur þú horft til leiða sem fela í sér auknar sveiflur en jafnframt væntingar um meiri ávöxtun. Enn og aftur skiptir máli að kortleggja sparnaðinn, setja markmið og hafa í huga getu fyrirtækisins til að takast á við mögulegar niðursveiflur á markaði.

Þegar þú ávaxtar til lengri tíma koma skuldabréf með lengri líftíma, fjölbreyttari útgefendahópar og mögulega hlutabréf, innlend sem erlend, til greina. Alltaf er þó mikilvægt að huga að áhættudreifingu og seljanleika.

Að finna réttu leiðina

Við bjóðum fyrirtækjum upp á fjölbreyttar leiðir til að ávaxta fé og veitum vandaða og trausta ráðgjöf.

 • Bankareikningar
  Hjá okkur finnur þú fjölbreytt úrval reikninga sem þjóna þörfum fyrirtækisins, hvort sem þarf að ávaxta til lengri eða skemmri tíma.
  Bankareikningar
 • Lausafjársjóðir
  Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur tvo lausafjársjóði; Veltubréf og Veltubréf plús. Sjóðirnir henta vel til að ávaxta sparnað til skemmri eða lengri tíma.
  Veltubréf
  Veltubréf plús
 • Blandaðir sjóðir – ávöxtun til lengri tíma
  Landsbréf reka fjölmarga skuldabréfasjóði og innlenda og erlenda hlutabréfasjóði. Einnig reka Landsbréf blandaða sjóði sem henta vel til að ávaxta sparnað í vel dreifðu eignasafni til lengri tíma.
  Sjóðir
 • Ráðgjöf
  Við í fagfjárfestaþjónustu Landsbankans erum með áralanga reynslu af starfi á verðbréfamarkaði. Við veitum faglega ráðgjöf, þar sem þörfum hvers og eins er mætt. 
  Fagfjárfestaþjónusta

Þessi grein birtist fyrst 15. apríl 2021 en var uppfærð 31. ágúst 2022.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Íbúðahús
9. nóv. 2022

Hvernig virka verðtryggð lán?

Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
2. nóv. 2022

Hvernig er hægt að ávaxta sparnað í verðbólgu?

Þegar verðbólga er há getur verið snúið að ávaxta sparnað til skemmri tíma. Ef ávaxta á sparnaðinn til lengri tíma eru fleiri möguleikar í stöðunni.
20. okt. 2022

Þú getur byggt upp séreign með skyldulífeyrissparnaðinum

Í hugum margra er lítill munur á lífeyrissjóðum og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Sú er þó ekki raunin og liggur munurinn m.a. í því að sumir lífeyrissjóðir bjóða fólki upp á þann kost að greiða hluta af skyldulífeyrissparnaði í séreign sem ella hefði runnið í samtryggingu. Séreignin erfist að fullu við fráfall sjóðsfélaga.
11. okt. 2022

Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?

Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
Fasteignir
2. sept. 2022

Ætti ég að festa vextina á íbúðaláninu mínu?

Seðlabankinn hefur á árinu 2022 hækkað stýrivexti, úr 2% í 5,5% en lægstir voru stýrivextir 0,75% á árinu 2021. Þegar vextir byrjuðu að hækka varð algengara að fólk festi vextina, í 3 eða 5 ár. Í þessari grein er fjallað um muninn á föstum og breytilegum vöxtum og hvað þarf að hafa í huga þegar ákvörðun um lánsform er tekin.
26. ágúst 2022

Kaup í sjóðum getur verið einfaldasta leiðin til að dreifa áhættunni

Sjóðir eru í stuttu máli safn margra fjárfestinga og er ætlað að einfalda fólki dreifingu eigna til að draga úr áhættu og sveiflum. Margar tegundir sjóða eru í boði og fylgja þeir ólíkum markmiðum. Sumir sjóðir stefna til dæmis að því að lágmarka áhættu eða sérhæfa sig í tilteknum atvinnugreinum eða hugmyndafræði, s.s. sjálfbærni.
26. ágúst 2022

Hvernig kaupi ég hlutabréf?

Það er mjög einfalt að kaupa hlutabréf. Til dæmis er hægt að fjárfesta í hlutabréfum einstakra félaga og margskonar sjóðum í netbanka Landsbankans og í Landsbankaappinu á einfaldan hátt og fylgjast þar með þróun fjárfestingarinnar.
26. ágúst 2022

Fyrstu skrefin í verðbréfafjárfestingum

Áður en byrjað er að fjárfesta í verðbréfum er mikilvægt að hafa ákveðin lykilatriði á hreinu og vera meðvituð um áhættuna.
15. júní 2022

Hvað á að borga fyrir barnapössun?

Stundum þurfa foreldrar að skreppa eða geta ekki sótt börn á réttum tíma vegna vinnu eða náms. Sumarnámskeið eru líka yfirleitt styttri en vinnudagur. Því þarf stundum að redda pössun. En hvað á að borga á tímann fyrir barnapössun?
10. júní 2022

Hafðu bankann í vasanum í sumarfríinu

Þú getur nýtt þér nánast alla þjónustu bankans í símanum og tölvunni. Í þessari grein er fjallað um nokkrar algengustu aðgerðirnar í appinu og netbankanum sem geta komið sér vel í sumarfríinu.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur