Hvern­ig er hægt að ávaxta sparn­að í verð­bólgu?

Þegar verðbólga er há getur verið snúið að ávaxta sparnað til skemmri tíma. Ef ávaxta á sparnaðinn til lengri tíma eru fleiri möguleikar í stöðunni.
2. nóvember 2022

Þegar þessi grein er skrifuð er verðbólga um 9% en stýrivextir Seðlabankans eru mun lægri, eða 5,75%. Þegar vextir eru lægri en verðbólga rýrnar verðgildi sparifjár þar sem raunvextir, þ.e. nafnvextir að frádreginni verðbólgu, eru neikvæðir. Í þessari stöðu er eðlilegt að sparifjáreigendur velti fyrir sér hvaða möguleikar séu í stöðunni.

Hvaða leiðir eru í boði?

Til eru margar mismunandi ávöxtunarleiðir fyrir sparnað. Hægt er að leggja peninga inn á innlánsreikninga, kaupa skuldabréf, hlutabréf eða í sjóðum. Við mælum með því að þú kynnir þér sem flesta valkosti áður en þú tekur ákvörðun.

Verðtryggðir innlánsreikningar

Lágmarksbinding á slíkum reikningi er þrjú ár og því er ekki hægt að taka peninginn út hvenær sem þér hentar. Þú þarft líka að velta fyrir þér hvernig verðbólga/vextir gætu þróast næstu þrjú árin en ekki bara skoða stöðuna í dag eða undanfarin ár. Vextir eru greiddir samkvæmt vaxtatöflu hverju sinni og verðbætur eru greiddar mánaðarlega eftir því hvernig vísitala neysluverðs þróast.

Óverðtryggðir innlánsreikningar

Hægt er að velja á milli bundinna og óbundinna reikninga. Á bundnum reikningum getur binditími verið í allt að 24 mánuði. Bestu vextirnir sem bankinn býður nú á óbundnum óverðtryggðum reikningi er þegar þú sparar í appinu.

Lausafjársjóðir

Þeir geta hentað fyrir skammtíma ávöxtun, t.d. ef sparnaðartíminn er innan við ár. Í lausafjársjóðum eru sveiflur í ávöxtun minni og ávöxtun fer hækkandi vegna hækkunar á stýrivöxtum. Þessir sjóðir fjárfesta yfirleitt einnig í skuldabréfum og víxlum og flokkast því sem skuldabréfasjóðir, líkt og t.d. Veltubréf og Veltubréf + sem eru lausafjársjóðir hjá Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans.

Skuldabréf / skuldabréfasjóðir

Kaup í þeim eru yfirleitt hugsuð sem fjárfesting til lengri tíma og þá er jafnan átt við tvö ár eða lengur. Þessi fjárfestingarkostur myndar kjölfestuna í fjárfestingum lífeyrissjóða og er í eðli sínu áhættuminni en t.d. hlutabréf. Skuldaraáhætta (áhætta tengd útgefanda bréfa, t.d. fyrirtæki eða ríkissjóður) er mismunandi eftir því hver gefur út bréfin. Þannig bera ríkisskuldabréf almennt minni skuldaraáhættu vegna þess að ríkið sem útgefandi er ekki talið líklegt til að vanefna skuldbindingar sínar. Það má freista þess að fá hærri ávöxtun til lengri tíma með því að fjárfesta í öðrum skuldabréfum en þeim sem eru útgefin af ríkinu en þá er skuldaraáhættan líka meiri.

Hlutabréf/hlutabréfasjóðir

Hér getur virði fjárfestingarinnar sveiflast töluvert og því er almennt talað um að fjárfesta þurfi til langs tíma. Ráðlagður fjárfestingartími í hlutabréfasjóðum Landsbréfa er t.d. fjögur ár eða meira. Ekki hugsað sem skammtímafjárfesting.

Blandaðir sjóðir

Svo eru til sjóðir sem byggja á blöndu af þessu öllu. Blandaðir sjóðir eru í virkri eignastýringu, sem þýðir að sjóðstjóri fylgist með og bregst við þróuninni í hagkerfinu og á mörkuðum á hverjum tíma með því að aðlaga fjárfestingar sjóðsins. Fjárfest er í skuldabréfum og hlutabréfum bæði hér á Íslandi og erlendis. Þú getur valið sjóð eftir því hversu framsækna eða varfærna fjárfestingarstefnu þú vilt.

Mismunandi leiðir að sama markmiði

Það er því miður ekki er hægt að sjá fram í tímann og segja til um hvernig mismunandi eignaflokkar munu þróast. Þetta snýst á endanum um þolinmæði og sígandi lukku nema fólk sé tilbúið til að taka þeim mun meiri áhættu með sparifé sitt. Það er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum hvað varðar fjárfestingartíma, áhættuvilja, sveifluþol og markmið með sparnaðinum, en þessi atriði skipta miklu máli þegar kemur að vali á ávöxtunarleið.

Við mælum með að þú fáir persónulega ráðgjöf til að fara yfir valmöguleikana og finna farsælustu leiðina miðað við þínar forsendur. Þú getur bókað tíma hjá sérfræðingum bankans hér á vefnum og hitt á okkur þegar þér hentar.

Panta tíma

Jóhanna og Gústav starfa í Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Fjölskylda við rafmagnsbíl
20. maí 2024
Ertu að hugsa um að kaupa rafbíl?
Kaupverð og rekstrarkostnaður vega þungt í ákvarðanatöku um bílakaup en umhverfis- og samfélagsábyrgð skipta okkur flest æ meira máli. Til viðbótar við gerð, lit og stærð þarf að velja á milli orkugjafa, en rafbílar eru að hasla sér völl í öllum stærðarflokkum fólksbíla. Þannig eru nú til fjölmargar rafbílategundir í öllum flokkum sem mætt get fjölbreyttum þörfum neytenda. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Íbúðir
8. maí 2024
Getur borgað sig að festa vexti þegar þeir eru svona háir?
Þau sem festu vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þegar vextir voru sem lægstir, sjá nú fram á að greiðslubyrðin af lánunum muni hækka verulega þegar vextirnir losna. Margar leiðir eru færar til að lækka greiðslubyrði af íbúðalánum og ein þeirra er að festa vextina. En getur það borgað sig þegar vextir eru svona háir og fara vonandi lækkandi?
Lyftari í vöruhúsi
8. maí 2024
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Ungt fólk
5. apríl 2024
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
Stúlkur á hlaupahjólum
15. mars 2024
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Hjón úti í náttúru
12. mars 2024
Það gæti borgað sig að spara í sjóðum ef þú færð greiðslur frá TR
Þau sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins hafa mörg hver rekið sig á að fjármagnstekjur umfram ákveðna fjárhæð geta skert greiðslurnar. Það er eðlilegt að spyrja sig hvaða leiðir séu bestar fyrir sparnaðinn, sérstaklega eftir að vextir tóku að hækka, og hvernig best er að haga sparnaði með tilliti til fjármagnstekna.
Verðbréfasíða í netbanka
24. jan. 2024
Viltu ná árangri með eignadreifingu?
Okkur er oft ráðlagt að dreifa eignum okkar til þess að draga úr sveiflum. Viðkvæðið „ekki setja öll eggin í sömu körfuna“ stendur fyrir sínu, en með því að dreifa áhættunni getum við varið okkur gegn ófyrirséðu tapi af stökum fjárfestingum.
18. jan. 2024
Hvernig er fjármálaheilsan?
Við upphaf nýs árs er mjög algengt að fólk byrji í heilsuátaki, enda oft ekki vanþörf á eftir margra vikna sykurát og óhóflega neyslu á mat og drykk. Það er upplagt að nota tækifærið til að velta líka fyrir sér fjármálaheilsunni og setja sér markmið um að bæta fjármálin.
16. jan. 2024
Hægt að spara stórfé með því að leggja bílnum
Svigrúmið til að skera niður föst útgjöld heimilisins þannig að virkilega muni um er oft lítið. Eitt liggur þó betur við höggi en flest annað, nefnilega hinn rándýri einkabíll!
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur