Er end­ur­fjármögn­un skyn­sam­leg­ur kost­ur fyr­ir mig?

Margir geta haft hag af því að endurfjármagna lánin en ýmislegt þarf að hafa í huga þegar endurfjármögnun er skoðuð.
Fjölskylda heima í stofu
19. maí 2021 - Landsbankinn

Vaxtabreytingar geta skipt íbúðareigendur miklu máli enda eru afborganir af íbúðalánum oft stór hluti af föstu útgjöldum heimilins. Fyrsta skrefið er að skoða lánið sem þú ert að greiða af núna. Hvaða vexti ber lánið? Ef vextirnir eru svipaðir þeim vöxtum sem bjóðast núna - eða jafnvel lægri - þá er líklegast ekki tímabært að endurfjármagna.

Eru vextirnir fastir eða breytilegir?

Breytilegir vextir geta lækkað og hækkað í takt við sveiflur á markaði og efnahagsástand. Þetta getur verið gott eða slæmt eftir því í hvora áttina vextirnir sveiflast. Með föstum vöxtum bindur þú vextina í tiltekinn tíma, þrjú eða fimm ár, og tryggir þig fyrir vaxtasveiflum, en getur þá staðið frammi fyrir því líka að vextir á íbúðaláninu þínu eru hærri en þeir breytilegir vextir sem nú bjóðast.

Það er hægt að festa vexti á íbúðalánum með því að hafa samband við bankann og miðast þá kjörin við það sem er í gildi á umsóknardeginum.

Uppgreiðslu- og lántökugjald?

Þarf að borga uppgreiðslugjald? Í skilmálum sumra lánasamninga er kveðið á um uppgreiðslugjald, sem gerir það dýrara fyrir lántaka að greiða upp lánið og gerir endurfjármögnun því mögulega ekki eins hagkvæma.

Ef ekki þarf að greiða uppgreiðslugjald er endurfjármögnun álitlegri kostur en ella. En hjá Landsbankanum er eingöngu uppgreiðslugjald ef íbúðalán er greitt á fastvaxtatímabili eða 0,2% fyrir hvert ár sem eftir er af tímanum. Uppgreiðslugjaldið lækkar því alltaf eftir því sem líður á tímabilið.

Í flestum tilvikum þarf að greiða fast lántökugjald af íbúðalánum. Hjá Landsbankanum er lántökugjaldið nú ... og er það óháð fjölda lána sem tekin eru vegna íbúðakaupanna. Einnig þarf að hafa í huga kostnað við greiðslumat og svo þinglýsingu sem er gjald innheimt af Sýslumanni.

Hvenær viltu verða skuldlaus?

Lengi vel voru nær öll íbúðalán til 40 ára, en nú eru fjármögnunarleiðirnar miklu fleiri. Með því að stytta lánstímann eða taka lán til styttri tíma greiðir lántaki hraðar upp höfuðstól lánsins, eignamyndun verður hraðari og endanleg endurgreiðslufjárhæð lægri. Mánaðarlegar afborganir eru á hinn bóginn hærri, enda greiðist lánið hraðar upp.

Með því að huga að þessum þáttum við lántökuna er hægt að spara háar fjárhæðir. Þegar fólk lætur af störfum, byrjar að taka út lífeyri og tekjurnar minnka, getur verið gott að hafa greitt upp íbúðalánin og búa í skuldlausu húsnæði.

Það er auðvelt að bera saman mismunandi kosti og sjá kostnað við lántöku í íbúðalánareiknivél Landsbankans.

Verðtryggt eða óverðtryggt?

Miklu máli skiptir hvort valið er verðtryggt eða óverðtryggt lán. Kostir verðtryggðra lána eru lægri vextir sem þýðir að mánaðarlegar afborganir eru lægri. Ókostir verðtryggðra lána eru hins vegar hægari eignamyndun og verðbætur sem falla á lánið vegna verðbólgu. Meginkostur óverðtryggðra lána er hraðari og tryggari niðurgreiðsla höfuðstóls sem leiðir af sér hraðari eignamyndun, sé tekið mið af stöðugum fasteignamarkaði. Á móti kemur að óverðtryggðum lánum fylgja hærri mánaðarlegar afborganir.

Pantaðu tíma í ráðgjöf

Lánakjör eru mjög mismunandi eftir lánveitendum og tegundum lána. Mikilvægt er að kynna sér hvaða kjör eru í boði og meta út frá því hvernig best hentar að endurfjármagna lán. Í íbúðalánareiknivél Landsbankans getur þú reiknað út greiðslubyrði, afborganir og kostnað ólíkra tegunda íbúðalána. Auðvelt er að bera saman ólíka lánakosti, meðal annars ólíka blöndun verðtryggðra og óverðtryggðra lána, allt eftir því sem á við.

Þú getur alltaf pantað tíma til að fara yfir stöðuna. Sérfræðingar bankans aðstoða þig við að finna svör við þeim spurningum sem vakna í ferlinu og hjálpa þér að komast að niðurstöðu sem hentar þér og þínum aðstæðum.

Greinin var fyrst birt 20. maí 2020 og uppfærð 19. maí 2021.

Þú gætir einnig haft áhuga á
31. maí 2023

Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?

Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
Grafarholt
19. maí 2023

Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?

Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Þá sjá margir lántakar, sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir, fram á að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?
Evrópsk verslunargata
2. maí 2023

Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum

Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
Strákar með hjólabretti
12. apríl 2023

Hvað á að gera við fermingarpeninginn?

Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Íslenskir peningaseðlar
28. mars 2023

Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum

Þjónustugjöldum er ætlað að mæta kostnaði við veitta þjónustu. Grunnþjónusta í appinu og netbankanum er gjaldfrjáls og hægt er að komast hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækka þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá bankanum.
21. mars 2023

Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga

Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
15. feb. 2023

Hvernig virkar greiðslubyrðarhlutfall þegar ég sæki um íbúðalán?

Greiðslubyrðarhlutfall er fyrir mörgum nýyrði þegar kemur að umsóknum um íbúða- og fasteignalán. Útreikningurinn á hlutfallinu – sem er misjafn eftir því hvort lán eru verðtryggð eða óverðtryggð – vefst líka fyrir mörgum.
24. jan. 2023

Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum

Það er gott að hefja nýtt ár á að fara yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort maður sé að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
12. jan. 2023

Byrjum árið með góða yfirsýn og setjum okkur sparnaðarmarkmið

Við þekkjum það örugglega mörg að skilja ekkert í því í hvað peningarnir fara og hvers vegna okkur gengur svona hægt að spara. Einföld leið til að breyta þessu er að skapa sér betri yfirsýn yfir fjármálin.
Skipulagning framkvæmda
6. des. 2022

Hvað kostar að taka skammtímalán?

Óvænt útgjöld eða tekjufall geta valdið því að stundum þarf að taka lán til skamms tíma og með litlum fyrirvara. Ýmis skammtímalán eru í boði og það borgar sig að kanna hvar hægt er að fá bestu kjörin.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur