Endurfjármögnun

Get­um við boð­ið þér hag­stæð­ara lán?

Oft má finna leið­ir til að greiða minna á mán­uði eða greiða lán­ið hrað­ar nið­ur.

Endurfjármögnun

Standast lánin þín samanburð við önnur lán? Hjá okkur getur þú endurfjármagnað fyrir allt að 70% af fasteignamati.

Reiknaðu þína leið

Fasteignamat í krónum

Upphæð láns í krónum

Veðsetning 70%
Óverðtryggt100%
Verðtryggt0%
Óverðtryggt50%
Verðtryggt50%

Verðtryggt eða óverðtryggt?

Verðtryggð lán eru tengd verðbólgu sem þýðir að höfuðstóll lánsins getur hækkað, sérstaklega í upphafi lánstímans. Það hefur í för með sér hægari eignamyndun.

Þótt lánið hækki vegna verðbólgu þýðir það þó ekki endilega verri fjárhagsstöðu því til lengri tíma litið hækkar fasteignaverð yfirleitt í takt við verðbólgu. Kostur verðtryggðra lána er sá að vextir eru almennt lágir og greiðslubyrði lægri.

Óverðtryggð lán eru ekki bundin við verðbólgu sem þýðir að lánið hækkar aldrei, heldur lækkar jafnt og þétt út lánstímann. Þetta skilar sér í hraðari eignamyndun og lægri afborgunum þegar líður á lánstímann. Vextir af óverðtryggðum lánum eru yfirleitt hærri en af verðtryggðum og greiðslubyrði getur því verið töluvert hærri í upphafi.

Hver er munurinn á breytilegum og föstum vöxtum?

Breytilegir vextir geta hækkað og lækkað í takt við sveiflur á markaði og efnahagsástand og taka mið af vaxtatöflu hverju sinni. Þetta getur verið gott eða slæmt eftir því í hvora áttina vextirnir sveiflast.

Með föstum vöxtum bindur þú vextina í tiltekinn tíma og tryggir þig fyrir vaxtasveiflum. Hægt er að taka fasta vexti í 36 eða 60 mánuði í senn. Á lánum með föstum vöxtum er uppgreiðslugjald.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur