Verðtryggð lán eru tengd verðbólgu sem þýðir að höfuðstóll lánsins getur hækkað, sérstaklega í upphafi lánstímans. Það hefur í för með sér hægari eignamyndun.
Þótt lánið hækki vegna verðbólgu þýðir það þó ekki endilega verri fjárhagsstöðu því til lengri tíma litið hækkar fasteignaverð yfirleitt í takt við verðbólgu. Kostur verðtryggðra lána er sá að vextir eru almennt lágir og greiðslubyrði lægri.
Óverðtryggð lán eru ekki bundin við verðbólgu sem þýðir að lánið hækkar aldrei, heldur lækkar jafnt og þétt út lánstímann. Þetta skilar sér í hraðari eignamyndun og lægri afborgunum þegar líður á lánstímann. Vextir af óverðtryggðum lánum eru yfirleitt hærri en af verðtryggðum og greiðslubyrði getur því verið töluvert hærri í upphafi.