Landsbankinn seldi bréf í flokknum LBANK CB 25 að nafnvirði 4.220 m. kr. á kröfunni 3,15% (0,47% álag á ríki) í útboði 15. apríl.
Íslandsbanki seldi bréf í flokknum ISLA CB 27 að nafnvirði 4.100 m. kr. á kröfunni 2,94% (0,56% álag á ríki) í útboði 20. apríl. Seld voru bréf í eigu bankans. Auk þess gaf bankinn út bréf í flokki ISLA SB 23 að nafnvirði 10.000 m. kr. til eigin nota.
Ávöxtunarkrafan á markaði hækkaði á óverðtryggðum bréfunum og lækkaði á verðtryggðum (verðbólguálagið hækkaði) í kjölfar þess að vísitala neysluverð hækkaði umfram væntingar 27. Apríl.