Landsbankinn seldi bréf í flokknum LBANK CB 25 að nafnvirði 440 m.kr. á kröfunni 3,52% (0,42% álag á ríki) í útboði 11. maí.
Íslandsbanki hafnaði öllum tilboðum í útboði sínu 26. maí. Arion banki hélt ekki útboð á sértryggðum skuldabréfum í maí.
Ávöxtunarkrafan á markaði hækkaði nokkuð í maí. Mesta breytingin var á Arion CB 22 (+0,46%), ARION CB 21 (+0,45%) og LBANK CB 23 (+0,32%). Krafan á markaði lækkaði einungis í einum flokki í maí, en krafan á ISLA CB 21 lækkaði um 0,39%.