Vinnu­mark­að­ur­inn óðum að bragg­ast

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að um 215.400 manns hafi verið á vinnumarkaði í júlí 2021, sem jafngildir 81,5% atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 206.600 starfandi, eða 78,2% af vinnuaflinu, og um 8.800 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 4,1% af vinnuaflinu.
Kranar á byggingarsvæði
31. ágúst 2021 - Hagfræðideild

Starfandi fólki í júlí fjölgaði um 10.200 milli ára, en fækkaði eilítið frá síðasta mánuði en þá hafði starfandi fólk aldrei verið fleira í einum mánuði í vinnumarkaðsrannsókninni. Atvinnulausum fækkaði um 4.400 frá júlí í fyrra og atvinnuleysi hefur minnkað stöðugt síðustu mánuði. Hlutfall starfandi var

Í fyrra fór atvinnuþátttaka lægst niður í 73,4% í apríl og hafði ekki verið lægri áður í sögu  vinnumarkaðskönnunarinnar. Atvinnuþátttaka hefur aukist stöðugt á þessu ári og var 81,5 % nú í júlí sem er 1,3 prósentustigum meira en í júlí í fyrra.

Atvinnuleysi, samkvæmt mælingum Hagstofunnar, var 4,1% í júlí, sem er 2,2 prósentustigum lægra en á sama tíma í fyrra. Almennt atvinnuleysi skráð hjá Vinnumálastofnun var hins vegar 6,1% í júlí og hafði minnkað um 1,8 prósentustig milli ára.

Frá apríl til júlí í ár er áætlað að um helmingur afskráninga af atvinnuleysisskrá hafi verið vegna ráðningarstyrkja og að án þess stuðnings hefði atvinnuleysi verið um 2,5 prósentustigum meira í júlí.  Það skiptir því miklu að þau störf sem hafa orðið til með þessum hætti verði varanleg og að ekki komi bakslag í atvinnuleysi.

Samkvæmt könnun Hagstofunnar höfðu alls um 21.900 einstaklingar þörf fyrir atvinnu í júlí 2021. Sá fjöldi jafngildir 9,9% af vinnuafli og mögulegu vinnuafli. Af þessum hópi voru 40% atvinnulausir og 22% tilbúnir að vinna en ekki að leita að vinnu. 9% voru í vinnuleit en ekki tilbúnir að vinna og 29% voru starfandi en samtímis vinnulitlir og vildu vinna meira. Þessi tala Hagstofunnar, um 9,9% þörf fyrir atvinnu, er töluvert hærri en mæling Vinnumálastofnunar á heildaratvinnuleysi í júlí, sem var 6,1%. Samkvæmt þröngri skilgreiningu Hagstofunnar á atvinnuleysi var það hins vegar talið vera 4,1% í júlí.

Starfandi fólki í júlí fjölgaði um 5,2% miðað við sama mánuð í fyrra. Vinnutími styttist um 0,25% á sama tíma þannig að heildarvinnustundum fjölgaði um 4,9% milli ára. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem við sjáum fjölgun heildarvinnustunda milli ára, en þeim tók að fækka í upphafi ársins 2020 um svipað leyti og faraldurinn brast á.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Vinnumarkaðurinn óðum að braggast

Þú gætir einnig haft áhuga á
Sky Lagoon
24. sept. 2021

Tekjur af erlendum ferðamönnum mun meiri nú en fyrir faraldur

Neyslumynstur erlendra ferðamanna hefur breyst mikið frá því faraldurinn skall á. Þannig eyddi hver ferðamaður tvöfalt til þrefalt meira í sínum heimagjaldmiðli á fyrstu tveimur fjórðungum ársins í ár borið saman við sama tímabil árið 2019, þ.e. síðasta árið fyrir faraldur. Hvort þessi neyslubreyting verður að einhverju leyti varanleg verður tíminn að leiða í ljós en líklegt er að svipuð þróun haldist a.m.k. fram á næsta ár. Auknar meðaltekjur á hvern ferðamann hafa dregið umtalsvert úr neikvæðum áhrifum af fækkun ferðamanna vegna faraldursins og stutt við ferðaþjónustuna.
Háþrýstiþvottur
24. sept. 2021

Vinnumarkaðurinn heldur áfram að rétta úr kútnum

Starfandi fólki í ágúst fjölgaði um 3% miðað við sama mánuð í fyrra. Vinnutími styttist um 1% á sama tíma þannig að heildarvinnustundum fjölgaði um 2% milli ára. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem við sjáum fjölgun heildarvinnustunda milli ára, en þeim tók að fækka í upphafi ársins 2020 um svipað leyti og faraldurinn brast á.
Valtari
23. sept. 2021

Launavísitalan hækkaði um 0,3% í ágúst og heldur siglingu sinni áfram

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli júlí og ágúst samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,9%, sem er eilítið hærri árstaktur en verið hefur síðustu mánuði. Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,3% milli ágústmánaða 2020 og 2021. Launavísitalan hækkaði um 7,9% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukningin á milli ára var 3,5%. Kaupmáttur launa er því áfram mikill í sögulegu samhengi þrátt fyrir töluverða verðbólgu á síðustu mánuðum.
Fasteignir
22. sept. 2021

Ekkert lát á hækkun íbúðaverðs

Íbúðaverð hækkaði um 1,6% milli mánaða í ágúst sem er talsvert meiri hækkun en á fyrri sumarmánuðum. Hækkanir eru komnar fram úr hækkun undirliggjandi þátta og því ósjálfbærar til lengri tíma. Áhrif vaxtahækkana eiga enn eftir að koma fram.
Alþingi
20. sept. 2021

Rekstur hins opinbera áfram erfiður

Tekjur ríkissjóðs lækkuðu um 4,6% á föstu verðlagi á milli áranna 2018 og 2019 og lækkuðu síðan um 9,6% í fyrra. Tekjur sveitarfélaganna hafa hins aukist milli ára allt frá árinu 2013 og jukust um 2,5% í fyrra. Það hefur því verið mikill munur á tekjuþróun ríkissjóðs og sveitarfélaganna á síðustu árum.
Orlofshús á Íslandi
20. sept. 2021

Vikubyrjun 20. september 2021

Í tölum um kortaveltu Íslendinga sjást skýr merki um aukinn ferðahug Íslendinga.
Kauphöll
17. sept. 2021

Mesta verðhækkunin á íslenska hlutabréfamarkaðnum

Mikið líf hefur verið á íslenskum hlutabréfamarkaði á síðustu misserum. Verðhækkanir hafa verið miklar og viðskipti aukist mikið. Í lok ágúst nam 12 mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi 65,4%. Það er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða.
Flugvél á flugvelli
16. sept. 2021

Ferðahugur landsmanna endurspeglast í kortaveltunni

Vöxtur í kortaveltu er nú drifinn áfram af verulega aukinni neyslu erlendis frá. Kaup á skipulögðum ferðum hefur ríflega þrefaldast milli ára og eru margir komnir með útþrá sem mun að líkindum endurspeglast í kortaveltu næstu mánaða.
Fasteignir
16. sept. 2021

Spáum 4,4% verðbólgu í september

Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) þriðjudaginn 28. september. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 4,3% í 4,4%. Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,3% í ágúst en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði áfram 3,3% í september.
Smiður
13. sept. 2021

Atvinnuleysi minnkaði um 0,6% í ágúst og mun væntanlega minnka áfram

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í ágúst 5,5% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði minnkað úr 6,1% frá því í júlí. Um 11.500 manns voru á atvinnuleysisskrá í ágúst. Almennt skráð atvinnuleysi náði hámarki í janúar 2021 þegar það var 11,6% og hefur þannig minnkað um 6,1 prósentustig síðan. Í ágúst 2020 var almennt atvinnuleysi 8,5% og það hefur því minnkað um 2,4 prósentustig á einu ári.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur