Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Vinnu­mark­að­ur­inn óðum að bragg­ast

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að um 215.400 manns hafi verið á vinnumarkaði í júlí 2021, sem jafngildir 81,5% atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 206.600 starfandi, eða 78,2% af vinnuaflinu, og um 8.800 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 4,1% af vinnuaflinu.
Kranar á byggingarsvæði
31. ágúst 2021 - Greiningardeild

Starfandi fólki í júlí fjölgaði um 10.200 milli ára, en fækkaði eilítið frá síðasta mánuði en þá hafði starfandi fólk aldrei verið fleira í einum mánuði í vinnumarkaðsrannsókninni. Atvinnulausum fækkaði um 4.400 frá júlí í fyrra og atvinnuleysi hefur minnkað stöðugt síðustu mánuði. Hlutfall starfandi var

Í fyrra fór atvinnuþátttaka lægst niður í 73,4% í apríl og hafði ekki verið lægri áður í sögu  vinnumarkaðskönnunarinnar. Atvinnuþátttaka hefur aukist stöðugt á þessu ári og var 81,5 % nú í júlí sem er 1,3 prósentustigum meira en í júlí í fyrra.

Atvinnuleysi, samkvæmt mælingum Hagstofunnar, var 4,1% í júlí, sem er 2,2 prósentustigum lægra en á sama tíma í fyrra. Almennt atvinnuleysi skráð hjá Vinnumálastofnun var hins vegar 6,1% í júlí og hafði minnkað um 1,8 prósentustig milli ára.

Frá apríl til júlí í ár er áætlað að um helmingur afskráninga af atvinnuleysisskrá hafi verið vegna ráðningarstyrkja og að án þess stuðnings hefði atvinnuleysi verið um 2,5 prósentustigum meira í júlí.  Það skiptir því miklu að þau störf sem hafa orðið til með þessum hætti verði varanleg og að ekki komi bakslag í atvinnuleysi.

Samkvæmt könnun Hagstofunnar höfðu alls um 21.900 einstaklingar þörf fyrir atvinnu í júlí 2021. Sá fjöldi jafngildir 9,9% af vinnuafli og mögulegu vinnuafli. Af þessum hópi voru 40% atvinnulausir og 22% tilbúnir að vinna en ekki að leita að vinnu. 9% voru í vinnuleit en ekki tilbúnir að vinna og 29% voru starfandi en samtímis vinnulitlir og vildu vinna meira. Þessi tala Hagstofunnar, um 9,9% þörf fyrir atvinnu, er töluvert hærri en mæling Vinnumálastofnunar á heildaratvinnuleysi í júlí, sem var 6,1%. Samkvæmt þröngri skilgreiningu Hagstofunnar á atvinnuleysi var það hins vegar talið vera 4,1% í júlí.

Starfandi fólki í júlí fjölgaði um 5,2% miðað við sama mánuð í fyrra. Vinnutími styttist um 0,25% á sama tíma þannig að heildarvinnustundum fjölgaði um 4,9% milli ára. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem við sjáum fjölgun heildarvinnustunda milli ára, en þeim tók að fækka í upphafi ársins 2020 um svipað leyti og faraldurinn brast á.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Vinnumarkaðurinn óðum að braggast

Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Greiðsla
20. okt. 2025
Vikubyrjun 20. október 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.  
Flugvél
16. okt. 2025
Spáum 4,2% verðbólgu í október
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.
Fjölskylda við matarborð
13. okt. 2025
Vikubyrjun 13. október 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.