Vinnu­mark­að­ur­inn held­ur áfram að rétta úr kútn­um

Starfandi fólki í ágúst fjölgaði um 3% miðað við sama mánuð í fyrra. Vinnutími styttist um 1% á sama tíma þannig að heildarvinnustundum fjölgaði um 2% milli ára. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem við sjáum fjölgun heildarvinnustunda milli ára, en þeim tók að fækka í upphafi ársins 2020 um svipað leyti og faraldurinn brast á.
Háþrýstiþvottur
24. september 2021 - Hagfræðideild

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að um 211.600 manns hafi verið á vinnumarkaði í ágúst 2021, sem jafngildir 79,8% atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 200.800 starfandi, eða 75,8% af vinnuaflinu, og um 10.900 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 5,5% af vinnuaflinu.

Starfandi fólki í ágúst fjölgaði um 5.900 milli ára, en fækkaði nokkuð frá síðasta mánuði, en í júní og júlí hafði starfandi fólk aldrei verið fleira í einum mánuði í vinnumarkaðsrannsókninni. Atvinnulausum fækkaði um 2.800 frá ágúst í fyrra en fjölgaði nokkuð frá síðasta mánuði. Hlutfall starfandi var 75,8% í ágúst og hækkaði hlutfallið um 1,4 prósentustig frá ágúst 2020.

Atvinnuþátttaka hefur aukist nokkuð á þessu ári og var 79,8 % nú í ágúst, sem var reyndar lægra en næstu 3 mánuði á undan. Atvinnuþátttakan í ágúst var 0,1 prósentustigi hærri en í ágúst í fyrra. Sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal var atvinnuþátttaka mest um mitt ár 2017, en þá fór hún upp í 82%. Samsvarandi tala nú er 78,1% og hefur atvinnuþátttaka á þann mælikvarða verið á stöðugri uppleið frá því í janúar.

Atvinnuleysi, samkvæmt mælingum Hagstofunnar, var 5,2% í ágúst, sem er 1,4 prósentustigum lægra en á sama tíma í fyrra. Almennt atvinnuleysi skráð hjá Vinnumálastofnun var hins vegar 5,5% í ágúst og hafði minnkað um 3 prósentustig milli ára.

Samkvæmt könnun Hagstofunnar höfðu alls um 27.200 einstaklingar þörf fyrir atvinnu í ágúst 2021. Sá fjöldi jafngildir 12,2% af vinnuafli og mögulegu vinnuafli. Samsvarandi tala var 9,9% í fyrri mánuði. Af þessum hópi voru 40% atvinnulausir (40% í júlí) og 34% tilbúnir að vinna en ekki að leita að vinnu - það hlutfall var 22% í júlí. 6% voru í vinnuleit en ekki tilbúnir að vinna (9% í júlí) og 20% voru starfandi en samtímis vinnulitlir og vildu vinna meira (29% í júlí). Þessi tala Hagstofunnar, um 12,2% þörf fyrir atvinnu, er verulega hærri en mæling Vinnumálastofnunar á heildaratvinnuleysi í ágúst, sem var 5,5%. Samkvæmt þröngri skilgreiningu Hagstofunnar á atvinnuleysi var það hins vegar talið vera 5,2% í ágúst.

Starfandi fólki í ágúst fjölgaði um 3% miðað við sama mánuð í fyrra. Vinnutími styttist um 1% á sama tíma þannig að heildarvinnustundum fjölgaði um 2% milli ára. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem við sjáum fjölgun heildarvinnustunda milli ára, en þeim tók að fækka í upphafi ársins 2020 um svipað leyti og faraldurinn brast á.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Vinnumarkaðurinn heldur áfram að rétta úr kútnum

Þú gætir einnig haft áhuga á
Skólavörðustígur í Reykjavík
22. okt. 2021

Enn hækkar íbúðaverð

Íbúðaverð hækkaði um 1,2% milli mánaða í september sem verður að teljast veruleg hækkun í sögulegu samhengi. Íbúðasala var hinsvegar minni en á fyrri mánuðum árs og því mögulega einhver merki um að markaðurinn sé að róast. Hagfræðideild spáir 14% hækkun íbúðaverðs milli ára í ár og 9% á næsta ári.
20. okt. 2021

Þjóðhags- og verðbólguspá 2021-2024

Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti 2021 og 2022. Ferðaþjónustan er vöknuð úr dvala, horfur eru á sérstaklega góðri loðnuvertíð og atvinnuleysi heldur áfram að minnka. Töluverðar áskoranir eru í ríkisfjármálum og kröftugur efnahagsbati og þrálát verðbólga munu knýja á um töluverða hækkun stýrivaxta, áður en aðstæður skapast til að lækka þá á nýjan leik. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans 2021-2024.
Flugvél
18. okt. 2021

Vikubyrjun 18. október 2021

Um 40% færri ferðamenn fóru um Leifsstöð í september en í september 2019. Velta erlendra greiðslukorta hér á landi í september var hins vegar einungis 9% lægri en í september 2019.
Seðlabanki Íslands
14. okt. 2021

Spáum 4,5% verðbólgu í október

Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) miðvikudaginn 27. október. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 4,4% í 4,5%. Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,3% í september en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,4% í október.
Smiður
11. okt. 2021

Atvinnuleysi minnkaði um 0,5% í september og er nú svipað og fyrir faraldur

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í september 5,0% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði minnkað úr 5,5% frá því í ágúst. 10.428 manns voru á atvinnuleysisskrá í lok september og fækkaði um 1.071 í september. Almennt skráð atvinnuleysi náði hámarki í janúar 2021 þegar það var 11,6% og hefur þannig minnkað um 6,6 prósentustig síðan þá.
Ferðafólk
11. okt. 2021

Vikubyrjun 11. október 2021

Munurinn á ávöxtunarkröfu óverðtryggðra og verðtryggðra skuldabréfa, útgefin af ríkinu til svipaðs langs tíma, hefur aukist síðan hann var minnstur um mitt ár 2020. Þetta bendir til þess að markaðurinn hafi auknar áhyggjur af verðbólgu.
Dalir og evrur
7. okt. 2021

Krónan veiktist í september

Íslenska krónan veiktist á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í september. Í lok mánaðarins stóð evran í 150,9 krónum samanborið við 149,6 í lok ágúst. SÍ greip inn í markaðinn fimm daga í september og seldi evrur í öll skiptin.
5. okt. 2021

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Í september seldi Landsbankinn bréf að fjárhæð 3.040 m.kr., Íslandsbanki hafnaði öllum tilboðum í útboði sínu en Arion banki hélt ekki útboð. Ávöxtunarkrafan á flestum óverðtryggðu flokkunum hækkaði í september, en lækkaði á flestum verðtryggðu flokkunum.
Fjölbýlishús
4. okt. 2021

Leiga heldur ekki í við þróun íbúðaverðs

Á meðan íbúðaverð hækkar óðum, er staðan á leigumarkaði afar róleg þar sem raunverð hefur lækkað síðustu misseri. Lágir vextir hafa auðveldað mörgum kaup og eftirspurn eftir leiguhúsnæði hefur því dregist saman á sama tíma og framboð hefur aukist. Arðsemi þess að kaupa íbúð til þess að leigja út hefur að líkindum minnkað.
Fjölbýlishús
4. okt. 2021

Vikubyrjun 4. október 2021

Innan við helmingur af fasteignalánum heimilanna eru verðtryggð núna.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur