Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Vinnu­mark­að­ur­inn bú­inn að ná full­um styrk

Starfandi fólki á 2. ársfjórðungi 2022 fjölgaði um 8,3% miðað við sama tíma 2021. Vinnutími lengdist um 0,8% á sama tíma þannig að heildarvinnustundum fjölgaði um 9,0% milli ára. Þetta er fimmti fjórðungurinn í röð sem heildarvinnustundum fjölgar milli ára.
Bakarí
4. ágúst 2022 - Greiningardeild

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að um 224.300 manns hafi verið á vinnumarkaði í júní. Það jafngildir 82,9% atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 216.800 starfandi og um 7.500 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 3,3% af vinnuaflinu.

Starfandi fólki fjölgaði um 10.100 milli ára í júní og atvinnulausum fækkaði um 2.700 á sama tíma. Hlutfall starfandi var 80,1% í júní og hækkaði um 1,7 prósentustig frá júní 2021. Starfandi fólk hefur aldrei verið fleira samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar.

Atvinnuþátttaka hefur aukist síðustu mánuði og var 82,9% nú í júní sem er 0,6 prósentustigum hærra en í júní 2021. Sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal var atvinnuþátttaka mest um mitt ár 2017, en þá fór hún upp í 82%. Samsvarandi tala nú er 79,9% og hefur atvinnuþátttaka aukist nokkuð

Mismunandi mælingar á atvinnuleysi

Atvinnuleysi, samkvæmt mælingum Hagstofunnar, var 3,3% í júní sem er 1,4 prósentustigum lægra en á sama tíma í fyrra. Almennt atvinnuleysi skráð hjá Vinnumálastofnun var hins einnig 3,3% og hafði minnkað um 3,0 prósentustig milli ára.

Vinnutími hefur styst töluvert á undanförnum misserum, en mikið hefur hægt á þeirri þróun síðustu mánuði. Venjulegur vikulegur vinnutími var þannig 39,4 stundir nú í júní sem er 0,2 stundum styttra en í júní 2021. Sveiflur eru miklar í vinnutíma milli mánaða, en sé horft til 12 mánaða hlaupandi meðaltals er vinnutími nú rúmlega einni klukkustund styttri en hann var í upphafi ársins 2020.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Vinnumarkaðurinn búinn að ná fullum styrk

Þú gætir einnig haft áhuga á
Bananar
28. júlí 2025
Vikubyrjun 28. júlí 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 4,0% í júlí. Við teljum ekki horfur á að verðbólga fari aftur niður fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands í ár, heldur haldist á bilinu 4,0% til 4,3% út árið.
25. júlí 2025
Minni verðbólga með bættri aðferð
Nú er liðið rúmt ár síðan Hagstofan tók upp nýja aðferð við að mæla reiknaða húsaleigu, sem er sá hluti vísitölu neysluverðs sem metur kostnað fólks við að búa í eigin húsnæði.
24. júlí 2025
Verðbólga aftur við efri vikmörk
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,32% á milli mánaða og verðbólgan hjaðnaði úr 4,2% í 4,0%. Þetta var í samræmi við væntingar, en við spáðum 0,26% aukningu VNV á milli mánaða og 4,0% verðbólgu. Við teljum að verðbólga komist ekki undir 4,0% efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í ár.
Fjölbýlishús
21. júlí 2025
Vikubyrjun 21. júlí 2025
Í júní dró úr árshækkun bæði vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs. Ró virðist hafa færst yfir húsnæðismarkaðinn og HMS fjallaði um það í síðustu viku að markaðurinn væri frekar á valdi kaupenda en seljenda. Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%.
Háþrýstiþvottur
14. júlí 2025
Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
10. júlí 2025
Spáum 4% verðbólgu í júlí
Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og breytingar á flugfargjöldum hafi mest áhrif á vísitölu neysluverðs. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
Fjölbýlishús
9. júlí 2025
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum 
Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Greiðslubyrði af meðalláni hélst tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum.   
Hús í Reykjavík
7. júlí 2025
Matur og húsnæði helstu drifkraftar verðbólgu
Hækkandi matvöruverð og húsnæðiskostnaður eru þeir þættir sem eiga stærstan þátt í því að viðhalda verðbólgu á Íslandi um þessar mundir. Verðbólga mældist 4,2% í júní, nokkuð umfram spár. Ef matvara og húsnæði væru ekki hluti af vísitölu neysluverðs hefði verðbólga verið undir markmiði Seðlabankans frá því í ágúst í fyrra. Þættir á borð við sterkari krónu og lækkandi olíuverð hafa líkast til haldið aftur af verðhækkunum á ýmsum vörum upp á síðkastið, en á móti hefur þjónustuverð hækkað.
Bakarí
7. júlí 2025
Vikubyrjun 7. júlí 2025
Hagstofa Íslands spáir 2,2% hagvexti á yfirstandandi ári, samkvæmt hagspá sem birt var á föstudaginn. Hagvaxtarhorfur hafa verið færðar upp frá marsspánni þegar gert var ráð fyrir 1,8% hagvexti á árinu. Hagstofan spáir lítillega auknu atvinnuleysi næstu misserin, en Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir júnímánuð síðar í þessari viku.
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.