Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar vegna síðustu vaxtaákvörðunar.
Mynd vikunnar
Samkvæmt nýbirtri könnun Ferðamálastofu á ferðaáformum Íslendinga ætla mun færri að fari í frí til útlanda í ár en í sambærilegri könnun í fyrra, en könnunin í fyrra var framkvæmd áður en Covid-19 heimsfaraldurinn skall á. Álíka margir ætla í sumarbústaðaferð innanlands, í heimsókn til vina eða ættingja innanlands, ferð innanlands með vinahópi eða klúbbfélögum eða í menningar-/heilsu-/ dekurferð innanlands í ár og í fyrra. Hins vegar ætla fleiri í borgarferð innanlands, að „elta veðrið“ eða fara í útivistarferð innanlands.
Það helsta frá síðustu viku
- Enn og aftur er óvissa um áhrif sóttvarnaaðgerða á vinnumarkað.
- Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,5% milli mánaða í febrúar.
- Nýjasta fjármálaáætlun gerir ráð fyrir meiri halla hins opinbera 2021 og 2022, en minni halla 2023-2025.
- Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hélt sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki óbreyttum.
- Seðlabankinn birti skýrslu fjármálastöðugleikanefndar til Alþingis og fundargerð fjármálastöðugleikanefndar frá því í desember.
- Seðlabankinn birti einnig tilkynningar um reglulega gjaldeyrissölu og á kaup á skuldabréfum ríkissjóðs.
- Hluthafar Kviku, TM og Lykils samþykktu samruna félaganna.
- Ferðamálastofa birti niðurstöður úr könnun á ferðalögum 2020 og ferðaáformum 2021.
- Ferðamálastofa birti mánaðarlega skýrslu sína ferðaþjónustan í tölum.
- Taconic Capital Advisors kláruðu að selja bréf sín í Arion banka.
- Hagstofan birti heildartekjur í viðskiptahagkerfinu skv. skattskýrslum fyrir 2019, gistinætur í febrúar, og vöruviðskipti í febrúar.
- Lánamál ríkisins birtu ársfjórðungsáætlun í lánamálum ríkisins.
- Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla.