Vikan framundan
- Á morgun birtir Hagstofan bráðabirgðatölur um vöruskipti við útlönd.
- Á miðvikudag er vaxtaákvörðun ásamt útgáfa Peningamála, við gerum ráð fyrir óbreyttum vöxtum. Sama dag birtir Eimskip ársuppgjör fyrir 2017.
- Á föstudag birtir Icelandair ársuppgjör.
Mynd vikunnar
Sem hluti af útreikningi á vísitölu neysluverðs reiknar Hagstofan annars vegar kostnað við að búa í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) og hins vegar kostnað við að leigja (greidd húsaleiga). Reiknuð húsaleiga er reiknuð út frá fasteignaverði og vöxtum á fasteignalánum á meðan greidd húsaleiga er reiknuð út frá þinglýstum leigusamningum. Eins og sést þá hefur kostnaður við að búa í eigin húsnæði og kostnaður við að leigja þróast með mjög ólíkum hætti síðustu ár.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,09% milli mánaða.
- Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands var 2,6% atvinnuleysi á 4. ársf.
- Samkvæmt bráðabirgðatölum var 178 ma.kr. halli á vöruskiptum við útlönd í fyrra.
- Gistinóttum á hótelum í desember fjölgaði um 3% milli ára.
- Seðlabanki Evrópu hóf að skrá gengi íslensku krónunnar að nýju, en því var hætt í desember 2008.
- Origo birti ársuppgjör.
- VÍS birti afkomuspá fyrir 2018.
- Landsbankinn hélt víxlaútboð.
- Í vikunni sendum við út Hagsjár um vinnumarkaðinn og þróun launa.