Vikubyrjun 4. maí
Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Skeljungur uppgjör fyrir 1. ársfj.
- Á miðvikudag birta Arion banki og Íslandsbanki.
- Á fimmtudag birta Landsbankinn og Heimavellir.
Mynd vikunnar
Á fyrsta ársfjórðungi dróst landsframleiðslan í Bandaríkjunum saman um 1,2% milli ársfjórðunga, eða sem nemur 4,8% á ársgrundvelli. Þetta er mesti samdráttur síðan í fjármálakreppunni 2008. Mestu munar um mikinn samdrátt í einkaneyslu. Eins skrýtið og það kann að hljóma var heilbrigðisþjónusta einn af þeim geirum sem dró einkaneyslu niður, en sjúkrahús drógu verulega úr valfrjálsum aðgerðum vegna Covid-19-faraldursins. Samdrátturinn á evrusvæðinu var nokkuð meiri, eða 3,8% milli ársfjórðunga. Búast má við að mun meiri samdráttur mælist á 2. ársfjórðungi.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% milli mánaða.
- Eftirfarandi félög birtu uppgjör fyrir F1:
- Líkt og í öðrum löndum er ríkissjóður Íslands kominn í aðalhlutverk í efnahags- og atvinnulífinu.
- Mjög hefur dregið úr eftirspurn eftir ferskum sjávarafurðum.
- Icelandair Group tilkynnti um fækkun starfsmanna.
- Ferðamálastofa birti greiningu á fjárhagstölum ferðaþjónustufyrirtækja.
- Hagstofan birti tilraunatölfræði um hlutfallslega dreifingu greindra með Covid-19.
- Auk þess birti Hagstofan:
- Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla og Lykill fjármögnun gaf út nýjan skuldabréfaflokk.