Viku­byrj­un 31. októ­ber 2022

Verðlag hækkaði um 0,67% milli mánaða í október sem er umfram okkar spá um 0,44% hækkun. Það sem skýrir spáskekkjuna er fyrst og fremst að matvöruverð hækkaði um 1,6%, sem er mesta hækkun milli mánaða síðan í maí 2020, og fjórum sinnum meiri hækkun en við höfðum spáð. Það er einkum verð á kjöti sem þrýstir vísitölunni upp, en það hækkaði um 4,8% milli mánaða. Lambakjöt hækkaði langmest, um 16,7%. 12 mánaða verðbólga mældist 9,4% í október og hækkaði lítillega frá því í september þegar hún var 9,3%.
Rafbíll í hleðslu
31. október 2022 - Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á þriðjudag verður útboð ríkisbréfa.
  • Á miðvikudag birta Sýn og Marel árshlutauppgjör.
  • Á fimmtudag birta Play, Reginn og Eimskip árshlutauppgjör.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan gögn um vinnumarkaðinn á þriðja ársfjórðungi.

Mynd vikunnar

Ársverðbólgan stendur í 9,4% og þeir liðir sem hafa hækkað mest í verði eru bensín (26,2%) og húsnæði (17%). Matur og drykkur hafa hækkað í verði um 9,6% og föt og skór um 2,5%.

Við fjölluðum um það í vikunni að matvælaverð hefði hækkað mun minna hér á landi en í Evrópu. Þegar þróun matvöruverðs er metin út frá samræmdri vísitölu neysluverðs í september hækkaði það um 8,6% hér á landi á síðustu 12 mánuðum, um 13,8% á evrusvæðinu og 15,5% í löndum Evrópusambandsins.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Hagstofan birti á fimmtudag vísitölu neysluverðs fyrir október. Verð hækkaði um 0,67% milli mánaða, en við höfðum spáð 0,44% hækkun. Hækkunin var mest í mat og drykk og þar var það lambakjöt sem hækkaði langmest, um 16,7%. Við gáfum út Hagsjá með samanburði á verðbólgu á Íslandi og í öðrum löndum.
  • Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentustig. Hækkunin var í takt við væntingar og stýrivextir á evrusvæðinu standa nú í 2%.
  • Af skuldabréfamarkaði var helst að frétta að útboð ríkisvíxla (23 0118 og 23 0315) var haldið 24. október og að þann 26. október var RIKB 22 1026 á gjalddaga (73 ma.kr.)
  • Af hlutabréfamarkaði var helst að frétta að Síminn, Arion banki, Festi, Eik, Íslandsbanki, Landsbankinn, Origo, Sjóvá og Skeljungur birtu árshlutauppgjör.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 31. október 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. nóv. 2022

Verðbólgan í nóvember í samræmi við væntingar – óbreyttar horfur næstu mánuði

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,29% milli mánaða í nóvember. Ársverðbólgan dróst saman úr 9,4% í 9,3% og er nú sú sama og í september. Alls hefur verðbólgan minnkað um 0,6 prósentustig frá því hún náði hámarki í júlí.
Seðlabanki Íslands
28. nóv. 2022

Vikubyrjun 28. nóvember 2022

Það er ekki bara hér á landi sem Seðlabankinn hefur hækkað vexti til að reyna að slá á verðbólguna. Seðlabankar flest allra þróaðra ríkja, að Japan undanskildu, hafa hækkað vexti frá upphafi árs 2021.
Siglufjörður
23. nóv. 2022

Mjög mismunandi launahækkanir hópa á samningstímabilinu

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli september og október samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,9%. Launahækkanir halda ekki lengur í við verðbólguþróun og er kaupmáttur því á niðurleið.
Ferðamenn við Strokk
21. nóv. 2022

Vikubyrjun 21. nóvember 2022

Undanfarin ár, eða allt fram að heimsfaraldrinum, hefur verið viðvarandi halli á vöruskiptum við útlönd en að sama skapi myndarlegur afgangur á þjónustujöfnuði. Skýrist þetta meðal annars af því hversu stóran sess ferðaþjónustan skipar í íslenska hagkerfinu. Nýjustu gögn um bæði vöru- og þjónustujöfnuð eiga við um ágústmánuð 2022 og sé horft 12 mánuði aftur í tímann sést að á því tímabili ríkti nokkurn veginn jafnvægi milli vöru- og þjónustujafnaðar.
Seðlabanki Íslands
18. nóv. 2022

Spáum óbreyttum vöxtum í næstu viku

Sjötti og síðasti fundur Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í ár er í næstu viku og verður ákvörðun hennar kynnt á miðvikudaginn. Nokkuð öruggt er að nefndin muni ræða að halda vöxtum óbreyttum eða hækka um 0,25-0,5 prósentustig. Færa má góð rök fyrir óbreyttu eða hækkun, en við teljum líklegast að nefndin haldi vöxtum óbreyttum.
Epli
17. nóv. 2022

Verðbólga gengur hægar niður á næstunni vegna veikari krónu

Krónan hefur veikst verulega hratt í nóvembermánuði en evran fór yfir 150 krónur sl. mánudag sem var lægsta gildi hennar í 12 mánuði. Þó að krónan hafi aðeins komið til baka á síðustu dögum er hún mun veikari en þegar við birtum síðustu verðbólguspá. Við spáum því enn að verðbólga muni áfram hjaðna á næstu mánuðum en gengisveikingin mun hliðra þeirri þróun fram í tímann.
16. nóv. 2022

Enn mælist kraftur í íbúðamarkaðnum

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6% milli mánaða í október. Spár hafa gert ráð fyrir að nokkurs konar frost sé fram undan og verð hækki lítið milli mánaða. Hækkunin nú kemur því nokkuð á óvart, en gæti þó gengið til baka á næstu mánuðum.
14. nóv. 2022

Vikubyrjun 14. nóvember 2022

Heildarlaun hækkuðu að meðaltali um 7,6% milli 2. ársfjórðungs 2021 og 2. ársfjórðungs í ár. Eins og oft vill verða var þróunin nokkuð ólík eftir því hvort um almenna eða opinbera markaðinn er að ræða og eins eftir atvinnugreinum.
Vindmyllur og raflínur
8. nóv. 2022

Loftslagsráðstefnan - blendnar hugmyndir um árangur

Um þessar mundir sitja leiðtogar heimsins saman í Egyptalandi og ræða saman um loftslagsmál. Á sama tíma í fyrra horfðu allir til Glasgow og COP26 fundarins.
Icelandair Hótel Reykjavík Natura
7. nóv. 2022

Vikubyrjun 7. nóvember 2022

Heildarfjöldi gistinótta á öllum tegundum skráðra gististaða hér á landi voru 7,1 milljón á fyrstu 9 mánuðum ársins, sem er mesti fjöldi sem mælst hefur frá upphafi. Þetta eru 155 þúsund fleiri gistinætur en á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 sem til þessa var metárið.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur