30. mars 2020
Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Hagstofan talnaefni um gistinætur í febrúar.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð Peningastefnunefndar vegna vaxtákvaðarinnar sem tilkynnt var um 18. mars.
Mynd vikunnar
Frá áramótum hefur úrvalsvísitalan lækkað um tæp 18%. Hún hefur lækkað aðeins minna en hlutabréfavísitölur helstu viðskiptalanda okkar, en þýska DAX vísitalan, breska FTSE100, bandaríska S&P500 og norræna OMXN40 hafa allar lækkað meira en úrvalsvísitalan frá áramótum.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Peningastefnunefnd ákvað að Seðlabankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði.
- Seðlabankinn kynnti tvær sviðsmyndir um möguleg áhrif Covid-19 á efnahagshorfur í ár.
- Samkvæmt fundargerð peningastefnunefndar frá fundum nefndarinnar 9. og 10. mars voru allir nefndarmeðlimir sammála um að lækka stýrivexti um 0,5 prósentur, en tilkynnt var um ákvörðun þessa fundar miðvikudaginn 11. mars.
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,23% milli mánaða í mars.
- Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysi muni aukast í 10-11% í apríl og maí.
- Launavísitalan hækkaði um 0,14% milli mánaða í febrúar.
- Reykjavíkurborg tilkynnti um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum vegna Covid-19.
- Icelandair tilkynnti um aðgerðir vegna útbreiðslu Covid-19.
- Seðlabankinn hélt ársfund og birti ársskýrslu.
- Hagstofan birti skammtímahagvísa í ferðaþjónustu og niðurstöður úr mánaðarlegri vinnumarkaðsrannsókn sinni.
- Tilkynnt var um tvær hópuppsagnir í febrúar.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.

13. mars 2025
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.

13. mars 2025
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.

10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.

7. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.

3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.

28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.

27. feb. 2025
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,91% á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,6% í 4,2%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði, þó það hægi á lækkunartaktinum, og mælist 3,8% í maí.

24. feb. 2025
Í vikunni birtir Hagstofan febrúarmælingu vísitölu neysluverðs og þjóðhagsreikninga fyrir lokafjórðung síðasta árs. Í síðustu viku uppfærði Hafrannsóknarstofnun ráðleggingar um loðnuafla en samkvæmt því munu íslensk skip fá um 4,6 þúsund tonn. Í síðustu viku bárust einnig gögn um greiðslukortaveltu landsmanna í janúar sem var 6,5% meiri að raunvirði en árið áður. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5% á milli mánaða í janúar, en svo mikið hefur hún ekki hækkað síðan í febrúar 2024.