30. janúar 2023
Vikan framundan
- Í dag birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir janúar og við eigum von á að verðbólgan lækki úr 9,6% í 9,4%.
- Á þriðjudag birtir Hagstofan tölur um gistinætur í desember.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila sem fór fram í síðustu viku. Erlendis er vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum.
- Á fimmtudag birta Landsbankinn, Origo og Icelandair uppgjör. Erlendis er vaxtaákvörðun hjá Evrópska seðlabankanum og Englandsbanka.
Mynd vikunnar
Nýjum, fullbúnum íbúðum fjölgaði minna í fyrra en á árunum 2019 til 2021. Við sjáum samt ýmis merki þess að það sé nokkuð kröftug uppbygging í kortunum, m.a. þau að ófullgerðum íbúðum og starfsfólki í byggingariðnaði er að fjölga og velta í byggingariðnaði samkvæmt VSK-skýrslum er að aukast. Nánar er farið í þetta í Hagsjá um byggingarmarkaðinn sem við birtum í síðustu viku.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala launa hækkaði um 4% milli mánaða í desember. Hækkunin skýrist af launahækkunum í nýgerðum kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Í þeim var samið um afturvirka hækkun frá 1. nóvember, en launagögnum Hagstofunnar er ekki breytt afturvirkt þannig að launahækkunin kemur inn í vísitöluna í desember í stað nóvember.
- Seðlabankinn birti gögn um bankakerfið í desember. Úr þeim mátti m.a. lesa að hrein ný íbúðalán innlánastofnana til heimila námu einungis 7,1 ma.kr. í desember og hafa ekki verið lægri í stökum mánuði síðan í desember 2019. Öll hrein ný íbúðalántaka var í formi verðtryggðra lána, sem er ný staða. Uppgreiðslur voru meiri en ný útlán á meðal óverðtryggðra íbúðalána í fyrsta sinn síðan í desember 2016.
- Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands var árstíðaleiðrétt atvinnuleysi 3,3% í desember og lækkaði um 1,6 prósentustig milli mánaða. Þar sem þetta er úrtakskönnun eiga tölurnar það til að sveiflast nokkuð milli mánaða og því betra að horfa á langtímaleitni, sem hefur haldist stöðug í 3,8% í um hálft ár.
- Hagdeild HMS birti mánaðarskýrslu fyrir janúar.
- Á skuldabréfamarkaði tilkynntu Lánamál ríkisins um niðurstöðu viðbótarútgáfu RIKB 26 1015 og Útgerðarfélag Reykjavíkur hélt lokað skuldabréfaútboð. Landsbankinn birti útgáfudagatal.
- Á hlutabréfamarkaði fengu Alvotech og Bioventure markaðsleyfi fyrir AVT02 í Sádi-Arabíu.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á
13. mars 2023
Vikubyrjun 13. mars 2023
Mannfjöldi hér á landi var 388 þúsund 1. janúar 2023. Íbúum fjölgaði um 11.500 í fyrra, sem samsvarar 3,1% fólksfjölgun, sé horft til breytinga milli 1. janúar hvers árs. Landsmönnum hefur aldrei fjölgað jafnmikið og á síðasta ári.
6. mars 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf
Meðfylgjandi er nýjasta mánaðarlega yfirlit Hagfræðideildar um sértryggð skuldabréf.
6. mars 2023
Vikubyrjun 6. mars 2023
Þótt verðbólgan sé svipuð nú og í júlí í fyrra hefur orðið sú breyting á að verðbólgan er almennari. Í júlí í fyrra höfðu 17% undirliða hækkað um meira en 10% yfir árið, en núna í febrúar var það hlutfall komið upp í 35%.
28. feb. 2023
Kröftugur hagvöxtur á síðasta ári, í samræmi við væntingar
Hagvöxtur mældist 6,4% árið 2022, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Hagvöxturinn var drifinn áfram af kröftugum vexti einkaneyslu og fjármunamyndunar. Útflutningur og innflutningur jukust verulega á milli ára, en heildaráhrif utanríkisverslunar á hagvöxt voru engin að þessu sinni. Tölurnar eru í takt við opinberar spár, en í nýjustu spá okkar frá því í október í fyrra gerðum við ráð fyrir 6,5% hagvexti.
27. feb. 2023
Ársverðbólgan komin í tveggja stafa tölu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,39% milli mánaða í febrúar og ársverðbólgan jókst úr 9,9% í 10,2%. Þetta er mesta verðbólga sem hefur mælst í yfirstandandi verðbólgukúfi, og tveggja stafa verðbólga hefur ekki mælst á Íslandi síðan í september 2009. Verðbólgan var mun meiri en við áttum von á, en við höfðum spáð 9,6% ársverðbólgu í febrúar.
27. feb. 2023
Vikubyrjun 27. febrúar 2023
Íbúðamarkaður heldur áfram að kólna og íbúðaverð lækkaði milli mánaða í janúar, þriðja mánuðinn í röð. 280 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði voru gefnir út á höfuðborgarsvæðinu og hafa þeir ekki verið færri í janúar síðan 2011.
23. feb. 2023
Launavísitalan enn á fullri ferð
Launavísitalan hækkaði um 0,2% milli desember 2022 og janúar 2023 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,6%, sem er lækkun frá síðasta mánuði og nálgast mánuðina þar á undan.
22. feb. 2023
Íbúðaverð lækkar þriðja mánuðinn í röð
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,5% milli mánaða í janúar. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan lækkað um 1,4% sem er mesta lækkun á þriggja mánaða grunni síðan í ágúst 2010. Fáir kaupsamningar voru undirritaðir í janúar og augljóst að markaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er farinn að kólna töluvert.
20. feb. 2023
Vikubyrjun 20. febrúar 2023
Velta greiðslukorta heimilanna bendir til þess að hægt hafi á aukningu einkaneyslu á síðustu þremur mánuðum ársins 2022, en að hún hafi farið aftur á flug nú í janúar.
16. feb. 2023
Spáum að verðbólga lækki í 9,6% í febrúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,88% milli mánaða í febrúar. Gangi spáin eftir lækkar ársverðbólgan úr 9,9% í 9,6%. Spá okkar til næstu mánaða gerir ráð fyrir örlítið meiri verðbólgu en í síðustu spá sem við birtum í lok janúar. Við teljum engu að síður að verðbólgan hjaðni næstu mánuði.