30. apríl 2018
Vikan framundan
- Í vikunni birta Icelandair (mánudag), VÍS (miðvikudag), Arion banki (miðvikudag) og Landsbankinn (fimmtudag).
- Í dag birtir Hagstofan tölur um nýskráningar og gjaldþrot hluta- og einkahlutafélaga.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan ársfjórðungslega vinnumarkaðsúttekt sína.
Mynd vikunnar
Um 173 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Leifsstöð í mars, sem er 3,1% fjölgun miðað við mars 2017. Óhætt er að segja að verulega er að draga úr fjölguninni, en fara þarf aftur til mars 2011 til að sjá minni fjölgun milli ára.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,04% milli mánaða og fór verðbólga aftur undir markmið.
- Marel, Síminn, N1, Origo og Eik birtu þriggja mánaða uppgjör.
- Á fyrsta ársfjórðungi mældist minnsta fjölgun ferðamanna síðan á þriðja ársfjórðungi 2010.
- Á árinu 2017 var hæsta meðalverð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu í miðborginni, næst dýrasta hverfið var Teigar og Tún og í þriðja sæti Melar og Hagar.
- Í nýrri skýrslu AGS er spáð auknum hagvexti í viðskiptalöndum okkar.
- Samkvæmt mati Hagstofunnar voru ríflega 1,9 milljón gistinátta seldar í gegnum Airbnb og sambærilegar vefsíður árið 2017
- Opinberar tölur benda til þess að byggingarstarfsemi hefur aukist mikið seinasta ár.
- Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofnunnar var 2,8% atvinnuleysi í mars.
- Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli mánaða í mars.
- Hagstofan birti einnig gögn um fjölda launþega.
- Lánasjóður sveitarfélaga lauk skuldabréfaútboð, Íslandsbanki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa og Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla.
- Reykjavíkurborg, Árborg og Stykkishólmsbær birti ársreikning.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á
13. jan. 2025
Atvinnuleysi var að meðaltali 3,5% árið 2024, líkt og við spáðum í október. Komur erlendra ferðamanna til Íslands á árinu voru lítillega fleiri en við bjuggumst við, eða tæplega 2,3 milljónir, og desembermánuður var sá fjölmennasti frá upphafi. Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá og gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6% í janúar.
9. jan. 2025
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
6. jan. 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
2. jan. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
19. des. 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
17. des. 2024
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra.
16. des. 2024
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
16. des. 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
12. des. 2024
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
9. des. 2024
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.