30. júlí 2018
Vikan framundan
- Í dag er Lánamál ríkisins með útboð ríkisvíxla.
- Á morgun birtir Hagstofan tölur um gistinætur og gestakomur á hótelum ásamt tölum um vöruviðskipti við útlönd.
- Á morgun birtir Icelandair Group hálfsársuppgjör.
- Á miðvikudag birtir Arion banki árshlutauppgjör fyrir 2. ársfj.
- Á fimmtudag birtir Íslandsbanki hálfsársuppgjör.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,04% milli mánaða.
- Hagstofan birti tölur um launavísitölu í júní og veltu virðisaukaskattskyldrar starfsemi.
- Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 2,3% milli mánaða.
- Marel birti uppgjör fyrir 2. ársfj.
- Landsbankinn birti hálfsársuppgjör.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á
![Pund, Dalur og Evra](https://images.prismic.io/landsbankinn/035d08fc-49cc-4b29-83b6-7b46761ddd88_Dollari-Evra-Pund-1920.jpg?fit=max&w=3840&rect=495,0,1425,1069&q=50)
17. jan. 2025
Krónan styrktist á móti evru en veiktist aðeins á móti Bandaríkjadal á árinu 2024. Árið var nokkuð rólegt á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem velta dróst saman og minna var um flökt.
![Ský](https://images.prismic.io/landsbankinn/a975c174-975b-4bcd-835e-59e91d690a7a_Skyjum-ofar.jpg?fit=max&w=3840&rect=333,0,5333,4000&q=50)
13. jan. 2025
Atvinnuleysi var að meðaltali 3,5% árið 2024, líkt og við spáðum í október. Komur erlendra ferðamanna til Íslands á árinu voru lítillega fleiri en við bjuggumst við, eða tæplega 2,3 milljónir, og desembermánuður var sá fjölmennasti frá upphafi. Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá og gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6% í janúar.
![Fataverslun](https://images.prismic.io/landsbankinn/1da63ef3-f754-4e33-85b0-ae3d774b3971_Fataverslun.jpg?fit=max&w=3840&rect=58,0,1440,1080&q=50)
9. jan. 2025
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/35de1bcf-c5e3-4cd3-ae60-cf32894ad792_LB_Office_11200+1920px.jpg?fit=max&w=3840&rect=120,0,1707,1280&q=50)
6. jan. 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/028a0757-28f9-4183-b615-499104716808_Landsbankinn_Irma_Abstrakt_018.jpg?fit=max&w=3840&rect=0,140,1168,876&q=50)
2. jan. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
![Flugvöllur, Leifsstöð](https://images.prismic.io/landsbankinn/b0c57a7a-f73a-448b-8212-7f6ad4d3b4c3_keflavikurflugvollur-1920.jpg?fit=max&w=3840&rect=367,551,1185,889&q=50)
19. des. 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
![Símagreiðsla](https://images.prismic.io/landsbankinn/70729767-bf19-4cbd-bf24-fd48e37009c5_Simi-greida-naermynd.jpg?fit=max&w=3840&rect=5,0,1911,1433&q=50)
17. des. 2024
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra.
![Greiðsla](https://images.prismic.io/landsbankinn/c266d4e3-b30b-4c49-a81a-cffe2b7aacd4_LB_Greidslumidlun_detail1675.jpg?fit=max&w=3840&rect=109,0,1748,1311&q=50)
16. des. 2024
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
![Flutningaskip við Vestmannaeyjar](https://images.prismic.io/landsbankinn/eb63e91b-2dd7-49e6-b216-7219f2044d85_Flutningaskip-1920.jpg?fit=max&w=3840&rect=211,0,1709,1282&q=50)
16. des. 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
![Ferðamenn á jökli](https://images.prismic.io/landsbankinn/c17f4791-eaf2-4efc-94db-20bcd459b773_Ferdamenn-1920.jpg?fit=max&w=3840&rect=107,0,1707,1280&q=50)
12. des. 2024
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.