Vikan framundan
- Klukkan 16 í dag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslujöfnuð á 2. ársfjórðungi og erlenda stöðu þjóðarbúsins.
- Á fimmtudag birtir Seðlabankinn tölur um gjaldeyrismarkað, raungengi og krónumarkað í ágúst.
- Á föstudag birtir Hagstofan tölur um landsframleiðslu á 2. ársfjórðungi, ásamt endurskoðuðum tölum fyrir árið 2017.
Mynd vikunnar
Á miðvikudaginn birti Seðlabankinn Peningamál 2018/3 með uppfærðri verðbólgu- og þjóðhagsspá, en bankinn birtir slíka spá ársfjórðungslega. Gerir bankinn núna ráð fyrir 3,6% hagvexti í ár. Bankinn hefur gert tiltölulega litlar breytingar á spám sínum um hagvöxt í ár og á næsta ári frá því að hann spáði 3,1% hagvexti í febrúar í fyrra. Við erum nokkuð bjartsýnni en Seðlabankinn en í maíspá Hagfræðideildar er gert ráð fyrir 4,1% hagvexti í ár.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Peningastefnunefnd tilkynnti um óbreytta vexti, eins og við höfðum spáð.
- Samhliða vaxtaákvörðuninni gaf Seðlabankinn út Peningamál 2018/3 með uppfærðri spá.
- Hagstofan birti vísitölu neysluverðs.
- Hagstofan birti tölur um þjónustujöfnuð við útlönd á öðrum ársfjórðungi.
- Landsbankinn gaf út víkjandi skuldabréf í evrum.
- Lánamál ríkisins voru með útboð ríkisvíxla.
- Skeljungur, Síminn, Sýn, N1, HB Grandi, EIK og Eimskip birtu hálfsársuppgjör.
- Icelandair sendi frá sér lækkun á afkomuspá.
- Reykjavíkurborg, RARIK, Kópavogsbær og ÍLS birtu hálfsársuppgjör.
- Seðlabankinn birti rannsóknarritgerð um mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu.
- Hagstofan birti tölur um verðmæti sjávarafla í maí, vísitölu framleiðsluverðs í júlí og endurskoðaðar tölur um vöruskipti við útlönd á fyrstu 7 mánuðum ársins.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 3. september 2018 (PDF)