Vikubyrjun 29. júlí 2024
Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Festi árshlutauppgjör fyrir 2. ársfjórðung 2024.
- Á miðvikudag birtir Hagstofan gistinætur í júní og seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnir um vaxtaákvörðun.
- Á fimmtudag tilkynnir Englandsbanki um vaxtaákvörðun.
Mynd vikunnar
Verulega hefur dregið úr árshækkun launavísitölunnar á síðustu mánuðum. Vísitalan er nú 6,0% hærri en á sama tíma í fyrra, en í júní 2023 var hún 10,9% hærri en í júní 2022. Þetta skýrist aðallega af hófstilltari launahækkunum í síðustu kjarasamningum en í þeim sem gerðir voru ári fyrr, en einnig kann að vera að minnkandi spenna á vinnumarkaði hafi dregið úr launaskriði. Árshækkun launa er sambærileg verðbólgunni og því hefur kaupmáttur launa staðið nokkurn veginn í stað á síðustu 12 mánuðum.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% milli mánaða í júlí. Ársverðbólgan hækkar úr 5,8% í 6,3%, um 0,5 prósentustig. Þetta var meiri hækkun en við áttum von á, en sumarútsölurnar voru dræmari en við bjuggumst við og verð á matarkörfunni hækkaði meira en við héldum. Við hækkum verðbólguspá okkar til næstu mánaða lítillega og gerum ráð fyrir að ársverðbólgan verði 6,2% í ágúst, 6,1% í september og 5,6% í október. Verðbólgumælingin er sú síðasta fyrir næstu vaxtaákvörðun, 21. ágúst. Undanfarið höfum við gert ráð fyrir að vöxtum verði haldið óbreyttum í ágúst og við höldum okkur við þá spá í bili.
- Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 2,8% ársgrundvelli á öðrum ársfjórðungi. Þetta var meiri hagvöxtur en búist var við og nokkuð meiri en á fyrsta ársfjórðungi þegar hann mældist 1,4%. Svo virðist sem tekist hafi að ná böndum á verðbólgu vestanhafs án þess að valda samdrætti. Vextir á tveggja ára Bandarískum ríkisskuldabréfum, sem hreyfast yfirleitt með vöxtum, hreyfðust ekki í kjölfarið, en staða framvirkra samninga um vaxtalækkun lækkaði.
- Marel (fjárfestakynning), Arion banki, Íslandsbanki og Play birtu árshlutauppgjör. Áður en Play birti afkomu tilkynnti félagið um að afkomuspá 2024 hafi verið felld úr gildi.
- Lánamál ríkisins birtu niðurstöður viðbótarútgáfu RIKB 27 0415 – RIKB 35 0917
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).