Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Hagstofan marsmælingu vísitölu neysluverðs. Við spáum rúmlega 1% hækkun vísitölunnar og að ársverðbólgan hækki úr 6,2% í 6,8%. Hagstofan birtir einnig þjóðhagsspá þennan dag.
- Á fimmtudag er ársfundur Seðlabanka Íslands og útgáfa á ársskýrslu bankans. Hagstofan birtir einnig fjölda gistinótta í febrúar þennan dag.
- Á föstudag birtir Seðlabankinn ársfjórðungslega Hagvísa.
Mynd vikunnar
Samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands töldu tæplega 12% heimila byrði húsnæðiskostnaðar þunga í fyrra. Þetta hlutfall hefur lækkað verulega, en árið 2010, fyrsta árið sem þessi spurning var borin fram í könnuninni, töldu rétt undir 30% heimila byrði húsnæðiskostnaðar þunga. Þróunin hefur verið nokkuð mismunandi eftir stöðu á húsnæðismarkaði. Þannig hefur þetta hlutfallið batnað verulega meðal þeirra sem eiga eigið húsnæði á meðan lítil breyting hefur orðið á þessu hlutfalli hjá þeim sem leigja. Þetta hlutfall lækkaði nokkuð minna meðal þeirra sem búa í fjölbýli með fleiri en 6 íbúðum en hjá þeim sem búa í einbýli, raðhúsi eða húsi með 2-5 íbúðum.