Vikubyrjun 28. maí 2018
Vikan framundan
- Á morgun birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs og við búumst við 0,1% hækkun milli mánaða.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar vegna síðustu vaxtaákvörðunar. HB Grandi birtir árshlutauppgjör.
- Á fimmtudag birtum við verðbólgu- og þjóðhagsspá til næstu þriggja ára.
- Á föstudag birtir Hagstofan þjónustujöfnuð fyrir 1. ársfjórðung.
Mynd vikunnar
Auk vöru- og þjónustujafnaðar er liðurinn þáttatekjur í greiðslujöfnuði við útlönd. Hann á að ná utan um hluti eins og vaxtagreiðslur af erlendum lánum og arð af erlendum fjárfestingum. Sögulega hefur þessi liður alltaf verið neikvæður, enda voru erlendar skuldir meiri en erlendar eignir lengi vel. Á síðustu árum hefur orðið viðsnúningur og núna eru bæði hrein erlend staða þjóðarbúsins og þáttatekjujöfnuður jákvæður. Þetta ætti, að öðru óbreyttu, að styðja við gengi krónunnar næstu ár.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Hlutabréf í Heimavöllum voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni.
- Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar var atvinnuleysi 4,5% í apríl.
- Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli mánaða í apríl.
- Landsvirkjun birti árshlutauppgjör.
- Reykjavíkurborg birtir árshlutareikning.
- Hagstofan birti tekjuskiptingaruppgjör fyrir 2016.
- Greiningardeild Íslandsbanka birti þjóðhagsspá.
- Íslandsbanki hélt útboð sértryggðra skuldabréfa, Lánasjóður sveitarfélaga hélt skuldabréfaútboð og Lánamál ríkisins hélt útboð á ríkisvíxlum.