Vikan framundan
- Á miðvikudag verður vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans tilkynnt, við spáum óbreyttum vöxtum. Samhliða vaxtaákvörðuninni koma út Peningamál 2018/3.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs, við spáum 0,3% hækkun.
- Á föstudag birtir Hagstofan tölur um vöru- og þjónustuviðskipti við útlönd á 2. ársfjórðungi ásamt tölum um gistinætur og gestakomur á hótelum í júlí.
Mynd vikunnar
Einfalt meðaltal verðbólguvæntinga heimila, stærstu fyrirtækja og markaðsaðila á fjármálamarkaði hefur farið hækkandi undanfarið ár. Væntingar nú samsvara væntingum á fyrrihluta ársins 2016, en væntingar fóru lækkandi allt árið 2016. Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur einnig hækkað í sumar og mælist nú 3,5%. Á miðvikudag kemur vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. Þessi þróun hinna ýmsu mælikvarða á verðbólguvæntingar ætti að vera nefndinni ákveðið áhyggjuefni og dregur verulega úr líkum á vaxtalækkunum. Við spáum að nefndin muni samt sem áður halda vöxtum óbreyttum á miðvikudag.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Atvinnuleysi í júlí mældist 2,5% samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunni.
- Seðlabankinn birti könnun á væntingum markaðsaðila.
- VÍS, Origo, Sjóvá, TM og Heimavellir birtu hálfsársuppgjör
- Hagstofan birti útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2017.
- Launavísitalan í júlí hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði.
- Vísitala byggingakostnaðar stóð í stað milli mánaða.
- Landsbankinn lauk útboð sértryggðra skuldabréfa.
- Orkuveita Reykjavíkur og Lánasjóður sveitarfélaga luku skuldabréfaútboði.
- Lánamál ríkisins héldu útboð óverðtryggðra ríkisbréfa.