Vikan framundan
- Í dag birtir Eik ársuppgjör.
- Á þriðjudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs, við spáum +0,7% milli mánaða.
- Á miðvikudag birta Fjarskipti, HB Grandi og VÍS ársuppgjör.
- Klukkan 9 á fimmtudag birtir Hagstofan þjónustujöfnuð við útlönd á fjórða ársfjórðungi síðasta árs.
- Eftir lokun markaða á föstudag birtir Seðlabankinn síðan greiðslujöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins.
Mynd vikunnar
Mikil umræða hefur spunnist um skort á íbúðum síðustu misseri. Það er viðtekin skoðun að stórir hópar, sérstaklega ungt fólk, bíði í röðum til þess að geta keypt íbúð. Sé hins vegar litið á meðalfjölda íbúa á hverja íbúð á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2008 og 2017 má sjá að fjöldinn er nákvæmlega sá sami, 2,5 íbúar á hverja íbúð að meðaltali. Staðan hefur því ekkert breyst. Þetta er meðal þess sem skoðað er í Hagsjá sem við birtum í vikunni, en þar veltum við því fyrir okkur hvort eftirspurn eftir íbúðum sé hugsanlega ofmetin.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Samkvæmt fundargerð peningastefnunefndar voru allir nefndarmenn sammála um að halda vöxtum Seðlabankans óbreyttum á síðasta fundi.
- Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,0% milli mánaða.
- Að okkar mati er ólíklegt að kjarasamningum verði sagt upp nú í lok mánaðar.
- Opinn fundur peningastefnunefndar með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis var haldinn í vikunni.
- Í nýuppfærðri þjóðhagsspá gerir Hagstofan ráð fyrir 2,9% hagvexti á þessu ári.
- Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar var atvinnuleysi 4,0% í janúar.
- Síminn, N1, Skeljungur og Eimskip birtu ársreikninga.
- Lánamál ríkisins héldu víxlaútboð og skiptiútboð óverðtryggðra ríkisbréfa. Íslandsbanki hélt útboð á sértryggðum skuldabréfum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 26. febrúar 2018 (PDF)