Vikubyrjun 26. ágúst

Vikan framundan
- Klukkan 9 í dag birtir Hagstofan tölur um þjónustujöfnuð við útlönd.
- Á þriðjudag birta Síminn og Skeljungur hálfsársuppgjör.
- Á miðvikudag verður vaxtaákvörðun peningastefnunefndar kynnt en við búumst við 0,25 prósentustiga lækkun. Samhliða vaxtaákvörðuninni birtir Seðlabankinn Peningamál 2019/3 með uppfærðri verðbólgu- og þjóðhagsspá. Eik, Festi og Sýn birta hálfsársuppgjör.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Við búumst við því að hún hækki um 0,2% milli mánaða. Kvika, Eimskip, Heimavellir og Brim birta hálfsársuppgjör.
- Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung ásamt fyrstu endurskoðun á 2018 tölunum.
Mynd vikunnar
Vísitala fyrirhugaðra húsnæðiskaupa, sem Gallup mælir á þriggja mánaða fresti út frá könnun sem fyrirtækið gerir um væntingar neytenda, hækkaði verulega á milli mars og júní mælinga í ár. Hefur þessi vísitala ekki mælst hærri síðan í september 2007. Nýjustu tölur af fasteignamarkaði benda til þess að enn sé nokkuð í land með að þessar væntingar raungerist. Mögulega eru margir að bíða eftir nánari útfærslum á þeim aðgerðum sem stjórnvöld boðuðu í tengslum við undirritun kjarasamninga í vetur.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Seðlabankinn birti niðurstöður úr könnun á væntingum markaðsaðila sem fór fram fyrr í mánuðinum.
- Seðlabankinn birti á vef sínum skýrslu peningastefnunefndar til Alþingis um störf nefndarinnar á fyrri hluta ársins.
- Dr. Ásgeir Jónsson tók við embætti seðlabankastjóra.
- Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,1% á milli mánaða í júlí.
- Milli F2 2018 og 2019 hefur fasteignaverð hækkað mest í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
- Hægt hefur á vexti greiðslukortanotkunar Íslendinga.
- Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar var atvinnuleysi 3,1% í júlí.
- Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu í júlí lækkaði um 0,1% á milli mánaða.
- Reitir (uppgjör), VÍS (uppgjör, fjárfestakynning), Origo (uppgjör, fjárfestakynning) og Sjóvá (uppgjör, fjárfestakynning) birtu hálfsársuppgjör.
- Sýn birti afkomuviðvörun.
- Lánasjóður sveitarfélaga hélt skuldabréfaútboð, Landsbankinn útboð sértryggðra skuldabréfa, Kópavogsbær skuldabréfaútboð, Arion banki víxlaútboð og Lánamál ríkisins útboð verðtryggðra ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar









