Vikan framundan
- Í dag birtir Ferðamálastofa mánaðarlega skýrslu sína, Ferðaþjónustan í tölum.
- Á þriðjudag birtir Iceland Seafood uppgjör.
- Á miðvikudag birtir Hagstofan vöru- og þjónustujöfnuð við útlönd. Sýn birtir uppgjör.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Við búumst við 0,4% hækkun milli mánaða. Brim, Eimskip, Festi, Kvika banki og VÍS birta uppgjör.
- Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga fyrir 2019.
Mynd vikunnar
Einkaneysla er um helmingur af landsframleiðslu hér á landi og hefur þróun hennar því mikil áhrif. Verulega hefur hægt á vexti einkaneyslu frá árinu 2017 samhliða hægari kaupmáttaraukningu launa. Upplýsingar um kortaveltu á 4. ársfjórðungi. síðasta árs benda hins vegar til þess að nokkur aukning hafi orðið á einkaneyslu á þeim fjórðungi. Á föstudag birtir Hagstofan síðan fyrsta mat á landsframleiðslunni, og því einnig einkaneyslu, á 4. ársfjórðungi.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Samkvæmt fundargerð peningastefnunefndar vegna síðustu vaxtaákvörðunar greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að lækka vexti um 0,25 prósentustig og vildi halda vöxtum óbreyttum.
- Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,5% milli mánaða í janúar.
- Reitir og Síminn birtu uppgjör.
- Arion banki birti árs- og samfélagsskýrslu og áhættuskýrslu.
- Hagstofan birti skammtímahagvísa ferðaþjónustu.
- Íslandsbanki lauk víxlaútboði, Lánasjóður sveitarfélaga lauk skuldabréfaútboði og útboði á grænum skuldabréfum, Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa og Arion banki gaf út skuldabréf sem flokkast sem viðbótar eiginfjárþáttur 1.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 24. febrúar 2020 (PDF)