Vikubyrjun 22. október
Nokkur aukning hefur orðið á stöðu innlendra aðila á gjaldeyrisreikninum innanlands í ár. Til að mynda hafa innistæður aukist um 58 ma. kr. á fyrstu átta mánuðum ársins eftir að búið er að leiðrétta fyrir gengisbreytingum. Til að setja þessar tölu í samhengi var heildarafgangur af viðskiptajöfnuði við útlönd á seinasta ári 87 ma. kr.
19. október 2018
Vikan framundan
- Á morgun birtir Seðlabankinn seinni fjármálastöðugleikaskýrslu ársins.
- Á miðvikudag birtir VÍS 9 mánaða uppgjör.
- Á fimmtudag birta Landsbankinn og Tryggingarmiðstöðin 9 mánaða uppgjör.
Mynd vikunnar
Nokkur aukning hefur orðið á innlánum innlendra aðila á gjaldeyrisreikninum í ár. Innistæður jukust um 58 ma. kr. á fyrstu átta mánuðum ársins eftir að búið er að leiðrétta fyrir gengisbreytingum. Til að setja þessar tölu í samhengi var viðskiptajöfnuður við útlönd á seinasta ári jákvæður um 87 ma. kr. Seðlabankinn birtir nýjar tölur miðað við lok september klukkan 16:00 í dag.

Það helsta frá vikunni sem leið
- Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar vegna seinustu vaxtaákvörðunar.
- Seðlabankinn birti einnig upplýsingar um greiðslumiðlun í september.
- Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,6% milli mánaða í september.
- Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,6% milli mánaða í október.
- Origo birti afkomuviðvörun.
- Hagstofan birti mannfjöldaspá til 2067.
- Arion banki lauk víxlaútboði og Lánamál ríkisins skiptiútboði.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 22. október 2018 (PDF)
Þú gætir einnig haft áhuga á

22. okt. 2025
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.

20. okt. 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.

16. okt. 2025
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.

13. okt. 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.

6. okt. 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.

2. okt. 2025
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga hefur haldist á þröngu bili í kringum 4% frá því í febrúar og horfur eru á nær óbreyttri verðbólgu á næstu mánuðum. Áfram má greina skýr merki um þenslu í hagkerfinu og nær óhugsandi að peningastefnunefnd telji tímabært að halda vaxtalækkunarferlinu áfram.

1. okt. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

29. sept. 2025
Verðbólga mældist í takt við væntingar í september og fór úr 3,8% í 4,1%, samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem Hagstofan birti í síðustu viku. Aukin verðbólga var fyrirséð og mælingin ber þess ekki merki að verðbólguþrýstingur í hagkerfinu hafi aukist. Kaupmáttur launa er 3,8% meiri en í ágúst í fyrra.

25. sept. 2025
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% á milli mánaða í september og verðbólga jókst úr 3,8% í 4,1%. Hækkunin skýrist að langmestu leyti af því að lækkunaráhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða duttu nú úr 12 mánaða taktinum. Fátt í septembermælingunni kom á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og 4,1% verðbólgu. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði áfram á þessu bili út árið og verði 4,0% í árslok.

23. sept. 2025
Greiðslukortavelta heimila heldur áfram að aukast samhliða aukinni einkaneyslu. Það sama má segja um utanlandsferðir Íslendinga en það sem af er ári hafa Íslendingar farið í rúmlega 20% fleiri utanlandsferðir en á sama tímabili í fyrra. Auk þess að fara meira til útlanda virðast landsmenn kaupa þó nokkuð fleiri bíla en í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs voru nýskráðir bílar um 28% fleiri en á sama tíma í fyrra.