22. mars 2021 - Greiningardeild
Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Hagstofan vísitölu launa fyrir febrúar.
- Á miðvikudag er vaxtaákvörðun hjá Seðlabankanum. Við eigum von á að peningastefnunefnd haldi vöxtum óbreyttum.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan marsmælingu vísitölu neysluverðs og eigum við von á að verðbólgan mælist 4,3%.
- Á föstudag birtir Seðlabankinn ársfjórðungslegt rit sitt Hagvísa.
- Í vikunni halda Festi (mánudag), Landsbankinn (miðvikudag), Brim (fimmtudag), Eik (fimmtudag) og Eimskip (fimmtudag) aðalfundi.
Mynd vikunnar
Frá árslokum 2019 til loka febrúar í ár hefur eign erlendra aðila í ríkisbréfum lækkað úr 90 mö.kr. að nafnvirði (15% af útistandandi ríkisbréfum) í um 37 ma.kr. (5% af útistandandi ríkisbréfum). Þessi þróun einskorðast ekki við ríkisbréf, en eignarhlutur 5 stærstu erlendra eigenda hlutabréfa í Arion banka hafa farið úr 41% í lok árs 2019 í 22% í byrjun mars í ár.
Það helsta frá síðustu viku
- Eftir rólegan janúarmánuð hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,6% milli mánaða í febrúar.
- Heildarfjárfesting dróst saman um 6,3% í fyrra.
- Tekjujöfnuður hins opinbera var neikvæður um 215 ma.kr. í fyrra.
- Leiguverð íbúðarhúsnæðis lækkaði milli mánaða í febrúar.
- Heildarvelta innlendra greiðslukorta jókst um 0,1% milli mánaða í febrúar.
- Hagstofan birti: afla íslenskra fiskiskipa í febrúar, atvinnutekjur eftir menntunarstigi, tilraunatölfræði um staðgreiðsluskyldar launagreiðslur og skammtímahagvísa ferðaþjónustu.
- Arion banki, Marel, Iceland Seafood, Íslandsbanki, TM, Sýn og VÍS héldu aðalfundi.
- Lánasjóður sveitarfélaga hélt skuldabréfaútboð, Kvika banki víxlaútboð og Lánamál ríkisins útboð ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á
3. des. 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. des. 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
29. nóv. 2024
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.
29. nóv. 2024
Skammtímaleiga í gegnum Airbnb hefur stóraukist eftir faraldurinn og framboð á íbúðum til langtímaleigu virðist hafa minnkað á móti. Þessi þróun gæti hafa átt þátt í að þrýsta upp leiguverðinu. Stærstur hluti Airbnb-íbúðanna er leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu.
28. nóv. 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í nóvember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 5,1% í 4,8%, eða um 0,3 prósentustig. Reiknuð húsaleiga hafði mest áhrif til hækkunar vísitölunnar og flugfargjöld til útlanda mest áhrif til lækkunar.
26. nóv. 2024
Nýjustu gögn af íbúðamarkaði benda til þess að lítillega hafi dregið úr eftirspurn. Grindavíkuráhrifin eru líklega tekin að fjara út og hugsanlega heldur fólk að sér höndum nú þegar vaxtalækkunarferlið er nýhafið og loks glittir í ódýrari fjármögnun. Verðið gæti tekið hratt við sér þegar vextir lækka af meiri alvöru.
25. nóv. 2024
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku, í takt við væntingar. Í þessari viku birtir Hagstofan verðbólgumælingu nóvembermánaðar en við eigum von á að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Á föstudag, þegar Hagstofan birtir þjóðhagsreikninga, kemur svo í ljós hvernig hagvöxtur þróaðist á þriðja ársfjórðungi.
19. nóv. 2024
Við spáum því að verðbólga lækki nokkuð hratt allra næstu mánuði og í nýlegri verðbólguspá gerum við ráð fyrir að verðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar, sem er talsverð hjöðnun frá núverandi gildum. Það er því ágætt að staldra við og skoða hvaða þættir munu skýra lækkunina, gangi spá okkar eftir.
18. nóv. 2024
Við gerum ráð fyrir því að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,50 prósentustig á miðvikudaginn. Verðmælingar vegna nóvembermælingar vísitölu neysluverðs fóru fram í síðustu viku, en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 5,1% niður í 4,5%. Tæplega 5% fleiri erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í október í ár en í fyrra og kortavelta þeirra hér á landi jókst um 5,4% miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga jókst um 6,8% að raunvirði á milli ára í október.
14. nóv. 2024
Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð kröftuglega á síðustu mánuðum og við spáum því að hún mælist 4,5% í nóvember. Loks má greina merki um hægari gang í neyslu heimilanna og íbúðaverð virðist vera á minna flugi en áður. Þá virðist eftirspurn eftir vinnuafli hafa minnkað auk þess sem hægt hefur á launahækkunum. Peningalegt aðhald hefur aukist statt og stöðugt og landsframleiðsla gæti orðið lítillega minni á þessu ári en því síðasta.