Vikubyrjun 21. desember 2020
Vikan framundan
- Í dag birtir Hagstofan launavísitölu og vísitölu heildarlauna.
- Á morgun birtir Hagstofan mánaðarlega vinnumarkaðsrannsókn.
- Á þriðjudag birtir Hagstofan vísistölu neysluverðs. Við spáum 3,7% verðbólgu. Seðlabankinn birtir ársfjórðungslega Hagvísa sína þennan dag.
Mynd vikunnar
Út frá fjölda streyma á Spotify má ætla að þrjú vinsælustu jólalögin hér á landi í ár séu All I want for Christmas is you með Mariah Carey, Last Christmas með Wham! og Snjókorn falla með Ladda. Einungis tvö lög sem ekki eru jólalög eru á nýjast lista (19. desember) yfir 40 mest streymdu lögin á Íslandi, Rólegur Kúreki og Esjan með Bríet. Eins og við er að búast hefur streymi á jólalögunum aukist eftir því sem líður að jólum. Streymi á jólalögunum er mest um helgar, en svipið um helgar og á virkum dögum á öðrum lögunum.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Svo virðist sem jólaverslun fari vel af stað, þrátt fyrir veirufaraldurinn.
- Íbúðaverð hækkaði um 0,8% í nóvember.
- Atvinnuleysi jókst áfram í nóvember.
- Seðlabankinn birti yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
- Hagdeild HMS birti mánaðarskýrslu sína.
- Eimskip og VÍS birtu afkomutilkynningar.
- Lánasjóður sveitarfélaga lauk skuldabréfaútboði, Kvika banki lauk víxlaútboði.