2. október 2017
Vikan framundan
- Á miðvikudag er stýrivaxtaákvörðun, við gerum ráð fyrir óbreyttum vöxtum.
- Á fimmtudag birtir Seðlabankinn mælingu á raungengi fyrir september og Hagstofan bráðabirgðatölur um vöruskipti í september.
- Á föstudag birtir Seðlabankinn upplýsingar um efnahag bankans.
Mynd vikunnar
Undanfarna tólf mánuði hefur verð á matvælum almennt lækkað hér á landi. Spilar margt þar inn í, meðal annars styrking á gengi krónunnar, lítil alþjóðleg verðbólga og meiri samkeppni samhliða komu Costco til landsins. Verðþróun á ávöxtum og grænmeti sker sig nokkuð úr. Þrátt fyrir nokkra hækkun seinustu þrjá mánuði hafa þessir tveir flokkar af matvælum lækkað mun meira en hinir flokkarnir.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,14% milli mánaða.
- Landsbankinn hélt ferðaþjónusturáðstefnu.
- Við birtum hagsá um launaskrið.
- Lánamál ríkisins birtu ársfjórðungsáætlun fyrir 4. ársfj.
- Hagstofan birti ferðaþjónustureikninga.
- Aflaverðmæti í júní var rúmir 7 ma.kr.
- Hagstofan uppfærði tölur sínar um vöruskipti á fyrstu 8 mánuðum ársins.
- Atvinnuleysi var 2,5% í ágúst samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar.
- Gistinóttum á hótelum í ágúst fjölgaði um 2% milli ára.
- Seðlabankinn birti stöðu markaðsverðbréfa.
- Orkuveita Reykjavíkur lauk skuldabréfaútboði.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

27. nóv. 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.

24. nóv. 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.

21. nóv. 2025
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.

17. nóv. 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.

14. nóv. 2025
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.

13. nóv. 2025
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.

10. nóv. 2025
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.

10. nóv. 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.

6. nóv. 2025
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.

3. nóv. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
