Vikubyrjun 2. juni
Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar vegna ákvörðunar nefndarinnar 20. maí.
Mynd vikunnar
Efnahagsleg áhrif Covid-19 hafa komið mishart niður á viðskiptalöndum Íslands. Sum lönd upplifðu töluverðan samdrátt á meðan lítilsháttar aukning mældist í öðrum. Þannig var 5,4% samdráttur í Frakklandi á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Í Þýskalandi var 2,3% samdráttur og 1,6% samdráttur í Bretlandi. Í Bandaríkjunum var hins vegar 0,3% hagvöxtur og einnig var lítilsháttar hagvöxtur í Svíþjóð og Noregi á fyrsta fjórðungi ársins.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Verðbólgan fór upp yfir verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands.
- Hagstofan birti vöru- og þjónustujöfnuð og Seðlabankinn birti viðskiptajöfnuð fyrir 1F.
- Launavísitalan hækkaði um 3,3% milli mánaða í apríl.
- Neysla breyttist verulega í samkomubanni.
- Verð íslenskra sjávarafurða hélt áfram að hækka á fyrsta ársfjórðungi.
- Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar er sterkur vinnumarkaður síðustu ára að gefa eftir.
- TM (fjárfestakynning) og Orkuveita Reykjavíkur birtu árhlutauppgjör fyrir 1F.
- Gistinætur drógust saman um 96% milli ára í apríl.
- Ferðamálastofa birti niðurstöður úr könnun um ferðaáform Íslendinga.
- Ríkissjóður gaf út skuldabréf í evrum.
- Reykjavíkurborg lauk skuldabréfaútboði og Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla.