15. nóvember 2019
Vikan framundan
- Reitir birta árshlutauppgjör í dag.
- Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar vegna síðustu vaxtaákvörðunar.
- Á fimmtudag birtir Eimskip árshlutauppgjör.
Mynd vikunnar
Meðal sex fjölmennustu þjóðerna sem koma hingað til lands eyða Bandaríkjamenn mest á hvern ferðamann. Hver Bandaríkjamaður sem kom hingað til lands á fyrstu 9 mánuðum ársins eyddi að meðaltali 155 þús.kr. á meðan á dvöl hans stóð. Á eftir Bandaríkjamönnum eyddu Bretar mestu, tæplega 150 þús.kr. Kínverjar eyddu síðan minnst, eða tæplega 80 þús. kr. á mann.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Við spáum að verðbólga fari niður að markmiði í nóvember.
- Skeljungur (uppgjör), Kvika (uppgjör, fjárfestakynning), Brim (uppgjör, fjárfestakynning).
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti frumniðurstöður úttektar sinnar á stöðu og horfum í íslensku efnahagslífi.
- Erlendum ferðamönnum um Leifsstöð fækkaði um 18% milli ára í október.
- S&P staðfesti lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.
- Seðlabankinn birti tölur um greiðslumiðlun.
- Hagstofan birti talnaefni um virðisaukaskattskylda veltu í júlí-ágúst og fjölda launþega í september.
- Vinnumálstofnun birti tölur um skráð atvinnuleysi í október.
- Arion banki hélt markaðsdaga.
- Moody’s hækkaði lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar.
- Þjóðskrá birti tölur um veltu á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og utan höfuðborgarsvæðisins í október.
- Ferðamálastofa birti skýrslur um viðhorf heimafólks til ferðamanna.
- Kópavogsbær og Hafnarfjarðarbær lögðu fram fjárhagsáætlanir.
- Lánamál ríkisins birtu Markaðsupplýsingar.
- Landsbankinn lauk útboði sértryggðra skuldbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 18. nóvember 2019 (PDF)
Þú gætir einnig haft áhuga á
12. sept. 2024
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
9. sept. 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
6. sept. 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
5. sept. 2024
Halli mældist á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs, ólíkt öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar lítils háttar afgangur mældist. Það var afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins versnaði lítillega á fjórðungnum.
3. sept. 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. sept. 2024
Verðbólga lækkaði óvænt á milli mánaða í ágúst. Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, en á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur í fyrra var meiri en áður var talið og einnig að samdráttur var minni á fyrsta ársfjórðungi. Í þessari viku birtir Seðlabankinn gögn um greiðslujöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
30. ágúst 2024
Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur var meiri í fyrra en áður var talið og samdráttur einnig minni á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist saman.
29. ágúst 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland. Ársverðbólga lækkar því úr 6,3% í 6,0%, um 0,3 prósentustig. Vísitalan hækkaði nokkuð minna en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum óbreyttri verðbólgu. Það sem kom okkur mest á óvart var lækkun á menntunarliðnum, sem skýrist af niðurfellingu á skólagjöldum einstaka háskóla. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta skiptið í þrjú ár.
27. ágúst 2024
Afgangur af þjónustuviðskiptum náði ekki að vega upp halla af vöruviðskiptum á öðrum ársfjórðungi, ólíkt því sem var fyrir ári síðan. Bæði var meiri halli af vöruviðskiptum og minni afgangur af þjónustuviðskiptum en á öðrum fjórðungi síðasta árs.
26. ágúst 2024
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og búist var við. Nokkur kraftur er í fasteignamarkaðnum og vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs hækkuðu báðar þó nokkuð í júlí. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga annars ársfjórðungs.