Vikubyrjun 15. júní

Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Seðlabankinn greiðslumiðlun.
- Á fimmtudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs.
Mynd vikunnar
Landsframleiðsla á Bretlandi dróst saman um 20,4% milli mars og apríl. Þetta er langmesti samdrátturinn sem mælst hefur frá því mánaðarlegar mælingar hófust árið 1997. Milli febrúar og mars dróst landsframleiðsla saman um 5,8%. Alls dróst landsframleiðsla á Bretlandi því saman um fjórðung í mars og apríl.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Skráð atvinnuleysi var 13,0 % í maí. Þar af var 7,4% almennt atvinnuleysi og 5,6% vegna hlutabótaleiðar.
- Félags- og barnamálaráðherra lagði fram frumvarp um hlutdeildarlán.
- Fjöldi starfandi fækkaði um 1,4% milli ára í janúar og febrúar.
- Marel tilkynnti um lok endurkauparáætlunar.
- Þjóðskrá birti talnaefni um veltu á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og utan höfuðborgarsvæðis í maímánuði.
- Á fyrsta ársfjórðungi mældist meiri hækkun á fasteignaverði utan höfuðborgarsvæðisins en á höfuðborgarsvæðinu.
- Hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar birti mánaðarskýrslu.
- Raungengi íslensku krónunnar var 9,7% lægra í maímánuði en fyrir ári síðan.
- Icelandair Group birti flutningstölur fyrir maí.
- Reykjavíkurborg birti rekstraruppgjör A-hluta fyrir 1F.
- Hagstofan birti tilraunatölfræði um gistinætur í maí og fjölda fyrirtækja sem voru tekin til gjaldþrotaskipta í apríl.
- Lánamál ríkisins birtu Markaðsupplýsingar.
- Landsbankinn lauk útboði sértryggðra skuldabréfa og Lánasjóður sveitarfélaga lauk skuldabréfaútboði.
Hagtölur og markaðsupplýsingar

Verulega breyttar neysluvenjur

Krónan var í hópi þeirra gjaldmiðla sem veiktust hvað mest á síðasta ári

Atvinnuleysi jókst minna í desember en reikna mátti með

Vikubyrjun 18. janúar 2021

Yfirlit yfir sértryggð skuldbréf

Jólaneyslan fann sér farveg

Spáum 3,9% verðbólgu í janúar

Beinar mótvægisaðgerðir ríkissjóðs skýra rúman þriðjung hallareksturs síðasta árs

Erlendum ferðamönnum fækkaði um 76% á síðasta ári
