Vikubyrjun 15. júní
Landsframleiðsla á Bretlandi dróst saman um 20,4% milli mars og apríl. Þetta er langmesti samdrátturinn sem mælst hefur frá því mánaðarlegar mælingar hófust árið 1997. Milli febrúar og mars dróst landsframleiðsla saman um 5,8%. Alls dróst landsframleiðsla á Bretlandi því saman um fjórðung í mars og apríl.

12. júní 2020
Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Seðlabankinn greiðslumiðlun.
- Á fimmtudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs.
Mynd vikunnar
Landsframleiðsla á Bretlandi dróst saman um 20,4% milli mars og apríl. Þetta er langmesti samdrátturinn sem mælst hefur frá því mánaðarlegar mælingar hófust árið 1997. Milli febrúar og mars dróst landsframleiðsla saman um 5,8%. Alls dróst landsframleiðsla á Bretlandi því saman um fjórðung í mars og apríl.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Skráð atvinnuleysi var 13,0 % í maí. Þar af var 7,4% almennt atvinnuleysi og 5,6% vegna hlutabótaleiðar.
- Félags- og barnamálaráðherra lagði fram frumvarp um hlutdeildarlán.
- Fjöldi starfandi fækkaði um 1,4% milli ára í janúar og febrúar.
- Marel tilkynnti um lok endurkauparáætlunar.
- Þjóðskrá birti talnaefni um veltu á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og utan höfuðborgarsvæðis í maímánuði.
- Á fyrsta ársfjórðungi mældist meiri hækkun á fasteignaverði utan höfuðborgarsvæðisins en á höfuðborgarsvæðinu.
- Hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar birti mánaðarskýrslu.
- Raungengi íslensku krónunnar var 9,7% lægra í maímánuði en fyrir ári síðan.
- Icelandair Group birti flutningstölur fyrir maí.
- Reykjavíkurborg birti rekstraruppgjör A-hluta fyrir 1F.
- Hagstofan birti tilraunatölfræði um gistinætur í maí og fjölda fyrirtækja sem voru tekin til gjaldþrotaskipta í apríl.
- Lánamál ríkisins birtu Markaðsupplýsingar.
- Landsbankinn lauk útboði sértryggðra skuldabréfa og Lánasjóður sveitarfélaga lauk skuldabréfaútboði.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

14. nóv. 2025
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.

13. nóv. 2025
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.

10. nóv. 2025
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.

10. nóv. 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.

6. nóv. 2025
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.

3. nóv. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

3. nóv. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.

31. okt. 2025
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.

30. okt. 2025
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.

27. okt. 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.