Viku­byrj­un 13. júní 2022

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 112 þúsund í nýliðnum maímánuði og tæplega fjórðungur þessara ferðamanna voru Bandaríkjamenn.
Flugvél
13. júní 2022 - Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Í dag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi í maí.
  • Í vikunni lýkur verðmælingum vegna mælingar vísitölu neysluverðs í júní, en Hagstofan birtir hana miðvikudaginn 29. júní.
  • Á miðvikudaginn birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og gefur út tölur um greiðslumiðlun.
  • Á fimmtudaginn gefur Hagstofan út ferðaþjónustureikninga fyrir síðasta ár.

Mynd vikunnar

Brottfarir Íslendinga frá Keflavíkurflugvelli í maí voru um 65 þúsund talsins og hafa þær ekki mælst svo margar í maí frá því mælingar hófust. Ferðaáhugi landsmanna hefur því aukist verulega og raunar aldrei verið jafn mikill og nú miðað við árstíð. Þegar mest var, í maí 2018, mældust brottfarir Íslendinga tæplega 63 þúsund. Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru rúmlega 112 þúsund í nýliðnum maímánuði, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða fimmta fjölmennasta maímánuð frá því mælingar hófust. Bandaríkjamenn hafa um árabil verið fjölmennastir þeirra sem fara af landi brott í maímánuði og hafa Bretar lengst af verið í öðru eða þriðja sæti.

Efnahagsmál

Fjármálamarkaðir

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 13. júní 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Íbúðahús
27. nóv. 2023
Vikubyrjun 27. nóvember 2023
Fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði fjölgaði verulega á þriðja fjórðungi ársins og voru 1.123 talsins, 33% allra kaupenda. Til samanburðar voru fyrstu kaupendur 789 talsins á öðrum fjórðungi, 26% allra kaupenda.
Gata í Reykjavík
24. nóv. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar enn og kaupsamningum fjölgar
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,9% milli mánaða í október. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 19% fleiri en í október í fyrra og fjölgaði einnig í september eftir að hafa fækkað viðstöðulaust milli ára frá miðju ári 2021. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir nóvembermánuð og því færum við hana örlítið upp og spáum nú 8,1% ársverðbólgu í stað 8,0%.
Seðlabanki
20. nóv. 2023
Vikubyrjun 20. nóvember 2023
Í nýjustu könnun á væntingum markaðsaðila, sem fór fram fyrir um tveimur vikum, töldu fleiri svarendur að taumhald peningastefnu væri of þétt en of laust. Þetta er viðsnúningur frá því sem verið hefur, en allt frá janúar árið 2020 hafa fleiri talið taumhaldið of laust.
Seðlabanki Íslands
17. nóv. 2023
Spáum óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku. Við teljum að óvissa og viðkvæm staða í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesskaga spili stóran þátt í ákvörðuninni og vegi þyngra en vísbendingar um þrálátan verðbólguþrýsting og viðvarandi háar verðbólguvæntingar.
Íbúðahús
16. nóv. 2023
Spáum 8,0% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,37% milli mánaða í nóvember og að ársverðbólga aukist úr 7,9% í 8,0%. Þeir liðir sem vega þyngst til hækkunar á vísitölunni eru reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykkjarvöru, en flugfargjöld til útlanda vega þyngst til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga aukist svo lítillega í desember, í 8,1%, en hjaðni eftir áramót og verði 7,3% í janúar og 6,7% í febrúar.
Veitingastaður
14. nóv. 2023
Laun hækkað langmest í veitinga- og gistigeiranum
Laun hafa hækkað langmest í veitinga- og gistigeiranum á síðustu árum og mest meðal verka- og þjónustufólks. Frá því rétt áður en lífskjarasamningarnir voru samþykktir árið 2019 hafa laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks hækkað um að meðaltali 48,5% og verkafólks um 48,2%. Laun stjórnenda hafa á sama tímabili hækkað um 27,4% og laun sérfræðinga um 33,4%. Kaupmáttur hefur aukist um að meðaltali 10% á tímabilinu, en þróunin er ólík eftir hópum.
13. nóv. 2023
Vikubyrjun 13. nóvember 2023
Netverslun Íslendinga er að jafnaði langmest í nóvember. Það skýrist af stórum netútsöludögum í mánuðinum eins og makalausa deginum (e. Singles’ Day), svörtum föstudegi (e. Black Friday) og stafrænum mánudegi (e. Cyber Monday).
Fólk við Geysi
10. nóv. 2023
Aldrei fleiri ferðamenn í október
Um 205 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá Keflavíkurflugvelli í október og hafa aldrei verið fleiri í mánuðinum. Alls hafa um 1.940 þúsund erlendir ferðamenn farið um Leifsstöð það sem af er ári, örlítið fleiri en árið 2017 og lítillega færri en metárið 2018.
Kranar á byggingarsvæði
6. nóv. 2023
Vikubyrjun 6. nóvember 2023
Velta í byggingariðnaði dróst saman á milli ára í júlí og ágúst, samkvæmt gögnum Hagstofunnar sem byggja á virðisaukaskattsskýrslum. Þetta er í fyrsta skipti í rúm tvö ár sem veltan minnkar og til samanburðar jókst hún um rúm 15% milli ára á VSK-tímabilinu maí-júní.
2. nóv. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - október 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur