Vikubyrjun 12. nóvember
Vikan framundan
- Í dag birtir Reginn 9 mánaða uppgjör.
- Á þriðjudag birtir Skeljungur 9 mánaða uppgjör. Seðlabankinn birtir tölur um greiðslukortaveltu.
- Í vikunni fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs.
Mynd vikunnar
Samhliða mikilli aukningu á fjölda erlendra ferðamanna hingað síðustu ár hefur orðið veruleg breyting á samsetningu ferðamanna eftir markaðssvæðum. Áður fyrr voru Norðurlöndin eitt af mikilvægustu markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu. Til að mynda komu næstum tvisvar sinnum fleiri ferðamenn hingað frá Norðurlöndunum en frá Norður-Ameríku árið 2010. Síðan þá hefur orðið óveruleg breyting á fjölda ferðamanna frá Norðurlöndunum á meðan mikil aukning hefur orðið í komum ferðamanna frá Norður-Ameríku og utan Evrópu og Norður-Ameríku. Á fyrstu 10 mánuðum ársins voru um fimm sinnum fleiri ferðamenn frá Norður-Ameríku en frá Norðurlöndunum.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði vexti bankans um 0,25 prósentustig.
- Samhliða vaxtaákvörðuninni birti Seðlabankinn Peningamál 2018/4 með nýrri verðbólgu- og þjóðhagsspá.
- Seðlabankinn birti niðurstöður úr könnun á væntingum markaðsaðila.
- Icelandair keypti WOW air.
- Í kjölfarið kaupa Icelandair á WOW air hefur Icelandair boðað til hluthafafundar.
- Reginn, Sýn og Íslandsbanki birtu afkomu fyrstu níu mánaða ársins.
- Ferðamálastofa birti tölur um erlenda ferðamenn í október.
- Icelandair birti flutningstölur fyrir október.
- Hagstofan birti í fyrsta sinn mánaðarlegar tölur um vöru- og þjónustujöfnuð.
- Hagstofan birti einnig bráðabirgðatölur um vöruviðskipti við útlönd í október.
- Reykjavíkurborg birti fjárhagsáætlun.
- Lánamál ríkisins birtu mánaðarlegt markaðsupplýsingarit sitt.
- Landsbankinn lauk víxlaútboði, Arion banki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa og Kvika banki stækkaði útgáfu víkjandi skuldabréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 12. nóvember 2018 (PDF)