Vikan framundan
- Á morgun birtir Seðlabankinn tölur um gjaldeyrisforða fyrir maí.
- Á miðvikudag kemur vaxtaákvörðun frá Seðlabanka Íslands, við búumst við óbreyttum vöxtum.
- Á fimmtudag gefur Hagstofan út Fjármál hins opinbera á 1. ársfjórðungi 2018.
Mynd vikunnar
Hagstofa Íslands gaf út tölur um hagvöxt á 1. fjórðungi síðastliðinn föstudag. Hagvöxturinn er nokkuð meiri en opinberir spáaðilar hafa spáð að verði fyrir árið í heild. Spár fyrir árið liggja á bilinu 2,6-4,1% og er Landsbankinn með hæstu spána. Spáaðilar eru sammála um að hægja muni nokkuð á hagkerfinu á næstu árum en til samanburðar var 3,6% hagvöxtur í fyrra en 7,5% hagvöxtur árið 2016. Einn fjórðungur segir ekki mikið um endanlegan hagvöxt yfir árið í heild og því enn ómögulegt að segja hvaða spáaðili verður næstur endanlegri tölu.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Fitch og S&P staðfestu óbreytta lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.
- Hagstofan birti þjóðhagsreikninga fyrir 1. ársfjórðung.
- Seðlabankinn birti tölur um greiðslujöfnuð við útlönd á 1. ársfjórðungi og erlenda stöðu þjóðarbúsins miðað við lok fjórðungsins.
- Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands breytti fyrirkomulagi bindiskyldu lánastofnana.
- Seðlabankinn birti útreikning á raungengi í maí og upplýsingar um millibankamarkað með evrur og krónur.
- Hagstofan gaf út ársskýrslu fyrir árið 2017.
- Aðalfundur Haga fór fram.
- Arion banki lauk útboði á þremur markflokkum sértryggðra skuldabréfa.
- Landsbankinn lauk útboði á þremur víxlaflokkum.
- Erlendum ferðamönnum um Leifsstöð fjölgaði um 13% milli ára í maí.